„Staða mín innan flokksins er sterk“ Hjörtur Hjartarson skrifar 16. janúar 2014 19:00 Horfum lánshæfismat Kópavogsbæjar hefur verið breytt úr stöðugum í neikvæðar í kjölfar samþykktar bæjarstjórnar á kaupum og byggingu félagslegra íbúða á þriðjudaginn. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri segir stöðu sína sem oddvita Sjálfstæðismanna, trygga þrátt fyrir pólitíska aðför að sér undanfarið. Kópavogsbær birti í dag í Kauphöll Íslands nýja matið sem unnið var af lánshæfismatsfyrirtækinu Reitun. Ármann segir ljóst að þetta kunni að leiða til verri lánskjara fyrir bæinn sem þarf á næstu vikum að leita á markað vegna endurfjármögnunar á árinu 2014. „Eins og ég sagði á bæjarstjórnarfundinum þegar ég bað um frestunina, þá var ég einmitt að vísa til þess að það skiptir máli hvernig ákvarðanirnar eru teknar. Þessvegna vildi ég fara betur yfir málið, fá fagnefndir og séraðila til að fara yfir þessa ákvörðun áður en hún yrði tekin en því miður er þetta niðurstaðan,“ segir Ármann Kr. En þetta er ekki eina áhyggjuefni Ármanns. Eftir að tillaga minnihlutans var samþykkt á þriðjudaginn hefur verið uppi orðrómur um að Ármann njóti ekki stuðnings Sjálfstæðismanna í Kópavogi. Þá hefur verið talað um að stuðningsmenn Gunnars Birgissonar séu að safna liði gegn honum fyrir komandi prófkjörsslag. „Ég held nú bara að þessi tillaga og þessi æsingur að troða þessu máli í gegn sé partur af einhverju slíku. En ég met það sem svo að staða mín innan flokksins sé mjög sterk.“Gunnar I. Birgisson„Telurðu að þetta sé persónuleg aðför gegn þér sem oddvita og bæjarstjóra, jafnvel runnin undan rifjum Gunnars Birgissonar og stuðningsmanna hans?“„Við vitum það að Gunnar hefur aldrei sætt við niðurstöðu síðasta prófkjörs. Það var fjölmennt prófkjör með lýðræðislegri niðurstöðu sem hann er ekki sáttur við. Og hans menn hafa stutt hann í því,“ segir Ármann.„Myndirðu segja að þetta væri pólitísk flétta?“„Ég held að það fari ekki framhjá neinum. Ef menn horfa í tímasetningar og annað í þessu máli þá er það alveg augljóst. Og það að hann og Guðríður sé nú að taka höndum saman, ég meina, þetta er ekki erfitt púsluspil,“ segir Ármann.„Í þessum prófkjörsslag sem framundan er, þarftu ekki hreinlega að reima á þig takkaskóna?“„Ja, þar sem Gunnar er annars vegar þá er kannski eðlilegra að fara í boxhanskana.“ Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Horfum lánshæfismat Kópavogsbæjar hefur verið breytt úr stöðugum í neikvæðar í kjölfar samþykktar bæjarstjórnar á kaupum og byggingu félagslegra íbúða á þriðjudaginn. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri segir stöðu sína sem oddvita Sjálfstæðismanna, trygga þrátt fyrir pólitíska aðför að sér undanfarið. Kópavogsbær birti í dag í Kauphöll Íslands nýja matið sem unnið var af lánshæfismatsfyrirtækinu Reitun. Ármann segir ljóst að þetta kunni að leiða til verri lánskjara fyrir bæinn sem þarf á næstu vikum að leita á markað vegna endurfjármögnunar á árinu 2014. „Eins og ég sagði á bæjarstjórnarfundinum þegar ég bað um frestunina, þá var ég einmitt að vísa til þess að það skiptir máli hvernig ákvarðanirnar eru teknar. Þessvegna vildi ég fara betur yfir málið, fá fagnefndir og séraðila til að fara yfir þessa ákvörðun áður en hún yrði tekin en því miður er þetta niðurstaðan,“ segir Ármann Kr. En þetta er ekki eina áhyggjuefni Ármanns. Eftir að tillaga minnihlutans var samþykkt á þriðjudaginn hefur verið uppi orðrómur um að Ármann njóti ekki stuðnings Sjálfstæðismanna í Kópavogi. Þá hefur verið talað um að stuðningsmenn Gunnars Birgissonar séu að safna liði gegn honum fyrir komandi prófkjörsslag. „Ég held nú bara að þessi tillaga og þessi æsingur að troða þessu máli í gegn sé partur af einhverju slíku. En ég met það sem svo að staða mín innan flokksins sé mjög sterk.“Gunnar I. Birgisson„Telurðu að þetta sé persónuleg aðför gegn þér sem oddvita og bæjarstjóra, jafnvel runnin undan rifjum Gunnars Birgissonar og stuðningsmanna hans?“„Við vitum það að Gunnar hefur aldrei sætt við niðurstöðu síðasta prófkjörs. Það var fjölmennt prófkjör með lýðræðislegri niðurstöðu sem hann er ekki sáttur við. Og hans menn hafa stutt hann í því,“ segir Ármann.„Myndirðu segja að þetta væri pólitísk flétta?“„Ég held að það fari ekki framhjá neinum. Ef menn horfa í tímasetningar og annað í þessu máli þá er það alveg augljóst. Og það að hann og Guðríður sé nú að taka höndum saman, ég meina, þetta er ekki erfitt púsluspil,“ segir Ármann.„Í þessum prófkjörsslag sem framundan er, þarftu ekki hreinlega að reima á þig takkaskóna?“„Ja, þar sem Gunnar er annars vegar þá er kannski eðlilegra að fara í boxhanskana.“
Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira