Innlent

Þjófar á Suðurnesjum stálu hundarakvél

Jóhannes Stefánsson skrifar
Þjófarnir munu geta rakað hundana sína með hinni stolnu rakvél, þar til lögreglan hefur hendur í hári þeirra.
Þjófarnir munu geta rakað hundana sína með hinni stolnu rakvél, þar til lögreglan hefur hendur í hári þeirra. Getty
Bíræfnir þjófar létu greipar sópa í íbúðarhúsnæði á Suðurnesjum í vikunni og höfðu á brott með sér hundarakvél, samlokugrilli, snyrtivörum, bílahleðslutæki og fleiru.

Þjófarnir komust inn með því að brjóta rúðu við útidyrahurð og opna dyrnar.

Þá var brotist inn í annað íbúðarhús og þaðan stolið Dell fartölvu og síma.

Málin eru til rannsóknar hjá Lögreglunni á Suðurnesjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×