Innlent

Unglingateiti fór úr böndunum í nótt - Tveir á slysadeild

Stefán Árni Pálsson skrifar
Það fór allt úr böndunum í unglingateiti í nótt.
Það fór allt úr böndunum í unglingateiti í nótt.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varð að stöðva unglingateiti sem fór úr böndunum í nótt í Vatnsendahverfinu.

Flytja þurfti tvo unga menn á slysadeild, annar þeirra með sár á höfði og hinn með brotnar tennur. Þeir voru 16 ára en maðurinn sem er grunaður um að hafa veitt drengjunum þessa áverka er sautján ára.

Hann var handtekinn og vistaður í fangageymslu  fyrir rannsókn málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×