Innlent

Eldur kom upp í álveri Alcoa Fjarðaráls á Reyðarfirði

Stefán Árni Pálsson skrifar
Álver Alcoa Fjarðaráls á Reyðarfirði.
Álver Alcoa Fjarðaráls á Reyðarfirði. visir/pjetur
Slökkviliðinu í Fjarðarbyggð barst tilkynning um eld í álveri Alcoa Fjarðaráls á Reyðarfirði á fimmta tímanum í nótt. Ál hafði lekið niður á gólf með þeim afleiðingum að eldur kom upp.

Þorbergur Hauksson er aðstoða-slökkviliðsstjóri slökkviliðsins í Fjarðarbyggð.

„Það sem gerðist var í raun og veru það að menn voru að sturta áli sem lenti framhjá og við það kom upp smá eldur,“ sagði Þorbergur í samtali við Bylgjuna í hádeginu.

„Menn á svæðinu þorðu ekki annað en að kalla á slökkviliðið. Það skapast vissulega alltaf einhver hætta þegar svona heitur málmur fellur niður á gólf. Þeir notuðu strax slökkvitæki eftir slysið og voru búnir að slökkva eldinn þegar við komum á staðinn.“

„Það urðu enginn slys á mönnum og gat í raun ekki farið betra.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×