Innlent

Leigubílstjóri rukkar ógreitt far á Facebook

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Leigubílstjóri í Reykjavík nýtti sér heldur óvenjulega leið til þess að hafa upp á farþega sem stakk af án þess að greiða fyrir farið.

Farþeginn fékk leyfi til þess að skrá sig inn á Facebook-síðu sína í leigubílnum en gerði þau mistök“ að gleyma að skrá sig út. Leigubílstjórinn ákvað því að setja stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sökudólgsins og hljómar hún svona:

„Ég gerðist ómerkilegur þjófur og lygari þessa nóttina þegar ég stakk taxa af uppá 5000 kr!

 


Var svo vitlaus að fá að fara inná Facebook hjá bílstjóranum og ekki skrá sig út Já þetta er bílstjórinn sjálfur. Hann áttaði sig ekki heldur á því að í taxanum er myndavél.



Ég skora á þig að greiða stuldinn fyrir hádegi á mánudeginum næstkomandi annars verður kæra lögð fram! Að stinga taxa af er mjög lágkúrulegt ! Ekki síst þegar þegar 30 min eru sóaðar aukalega af vinnutíma á háannatíma í að ljúga að þú ætlir að redda pening en stingur svo af eins og hæna!

Kv. Taxinn sem þú rændir“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×