Innlent

Sigurgeir með vinsælustu bókina tvö ár í röð

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sigurgeir Sigurjónsson
Sigurgeir Sigurjónsson mynd/stefán
Iceland Small World eftir Sigurgeir Sigurjónsson er mest selda bókin á árinu 2013, annað árið i röð, ef litið er til metsölulista Eymundssonar yfir árið 2013.

Maður sem heitir Ove er í öðru sæti en sú bók sló rækilega í gegn og menn hafa keppst við að dásama hana.

Áhugi Íslendinga á lág kolvetna mataræðinu  kemur þarna í ljós því bókin Lág kolvetna lífsstíllinn eftir Gunnar Már Sigfússon  er í 4. sæti

Arnaldur Indriðason, Yrsa Sigurðardóttir , Jón Kalman  og Vísinda Villi, sem voru í jólaslagnum, eru á listanum sem og Ólæsinginn sem kunni að reikna  sem kom út í byrjun nóvember.

Hér að neðan má sjá heildarlistann yfir mest seldu bækurnar í Eymundsson á árinu:

1.    Iceland Small World small ed. - Sigurgeir Sigurjónsson            

2.    Maður sem heitir Ove - Fredrik Backman            

3.    Skuggasund - Arnaldur Indriðason            

4.    Lág kolvetna lífsstíllinn LKL - Gunnar Már Sigfússon            

5.    Lygi - Yrsa Sigurðardóttir            

6.    Ólæsinginn sem kunni að reikna - Jonas Jonasson            

7.    Fiskarnir hafa enga fætur - Jón Kalman Stefánsson            

8.    Brynhjarta - Jo Nesbø            

9.    Vísindabók Villa - Vilhelm Anton Jónsson            

10.    Leðurblakan - Jo Nesbø




Fleiri fréttir

Sjá meira


×