Innlent

Súlukast við brúna í Kolgrafafirði

Samúel Karl Ólason skrifar
Skjáskot úr myndbandi
Ljósmyndarinn Sumarliði Ásgeirsson frá Stykkishólmi birti myndband af þúsundum súlna stinga sér eftir síld við brúnna í Kolgrafafirði. Frá þessu er sagt á vef Skessuhorns og talið er að  um 12.000 súlur séu á svæðinu.

Sjón er sögu ríkari en tilþrif súlunnar má sjá hér.

Veiðiaðferð súlunnar kallast súlukast og steypa þær sér úr margra metra hæð og lóðrétt niður ef bráðin er djúpt í sjó. Framan á fuglinum eru loftsekkir sem virka sem púðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×