Innlent

Nýr norrænn spilunarlisti á vefnum

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Tíu laga listi verður settur saman í hverri viku. Á listanum verða tvö lög frá hverju Norðurlandanna fimm.
Tíu laga listi verður settur saman í hverri viku. Á listanum verða tvö lög frá hverju Norðurlandanna fimm.
Nýr vefur, Norræni spilunarlistinn (e. Nordic Playlist) sem kynnir reglulega nýjar og áhugaverðar útgáfur frá Norðurlöndum er kominn í loftið. Þetta kemur fram á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins.

Tilgangur spilunarlistans er að auðvelda almenningi aðgang að norrænni tónlist á einum stað og einnig að auka kynningu á tónlistinni á heimsvísu. Það er Norræna ráðherranefndin sem styður verkefnið sem verður undir forsæti Íslands á yfirstandandi ári. Verkefnið er eitt af þeim sem eru í forgangi á formennskuáætlun Íslands.

Vefnum er ætlað að auðvelda áhugasömum að kynnast því besta í norrænni dægurtónlist. Lögin á síðunni eru sérvalin af tónlistar- og fagfólki.

Tíu laga listi verður settur saman í hverri viku. Á listanum verða tvö lög frá hverju Norðurlandanna fimm.

Hægt verður að hlusta á hér. Ennig verður listinn kynntur af tónlistarveitunum Deezer, Spotify og WiMP.

Í hverri viku munu einnig birtast opinber topp 10 laga listi yfir söluhæstu og mest spiluðu lögin í hverju landi fyrir sig. Einng munu birtast viðtöl við þá sem setja saman listana með vangaveltum um stefnur og strauma sem mun auðvelda fólki um heim allan að fá innsýn í norræna tónlistarflóru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×