Innlent

Tæplega 2700 manns brautskráðust frá HÍ

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
1854 manns brautskráðust í júní og 467 manns brautskráðust í febrúar á síðasta ári.
1854 manns brautskráðust í júní og 467 manns brautskráðust í febrúar á síðasta ári. mynd/E.Ól.
Tæplega 2700 manns voru brautskráðir frá Háskóla Íslands á síðasta ári. Í október brautskráðust 338 manns úr grunn- og framhaldsnámi.

Engin brautskráningarathöfn er í október en ákveðið var að leggja hana af árið 2007. Athafnirnar eru því tvær á ári hverju, í febrúar og júní. Nemendum býðst þó eftir sem áður að brautskrást í október án athafnar og það eru alltaf einhverjir sem nýta sér það og þeim býðst þá að taka þátt í athöfninni í febrúar.

1854 manns brautskráðust í júní og 467 manns brautskráðust í febrúar á síðasta ári.

51 doktorsnemi varði verkefni sitt við Háskólann og eru þeir einstaklingar ekki inn í brautskráningartölunum.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×