Innlent

Tveir á slysadeild eftir eldsvoða í Keflavík

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Mynd/Víkurfréttir
Tveir voru fluttir á Landspítalann í Fossvogi eftir að eldur kom upp í íbúð við Mávabraut í Keflavík um klukkan 21 í kvöld. Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja er á vettvangi ásamt fjölmennu liði frá lögreglunni á Suðurnesjum.

Mikill reykur var í íbúðinni þegar að var komið og einhver eldur. Voru tveir íbúanna fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar en báðir voru þeir svo fluttir með sjúkrabifreið á Landsspítalann til nánari skoðunar.

Nánari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu en búið er að slökkva allan eld. Miklar skemmdir eru í íbúðinni af völdum sóts og reyks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×