Innlent

Enn mikil snjóflóðahætta á Ísafirði

Mikið hefur snjóað á norðanverðum Vestfjörðum síðustu daga.
Mikið hefur snjóað á norðanverðum Vestfjörðum síðustu daga. Mynd/Róbert Reynisson
Mikil snjóflóðahætta er á Ísafirði og er hættustig, sem lýst var þar laust fyrir hádegi í gær, enn í gildi. Það er næst hæsta hættustig hvað snjóflóðahættu varðar. Engin starfsmaður fær að snúa aftur til vinnu í iðnaðarhverfinu, sem rýmt var í gær, fyrr en niðurststöður úr athugunum liggja fyrir, sem verður um eða uppúr klukkan tíu.

Ekki er enn vitað hvort einhver flóð féllu í nótt, að sögn lögreglu, en minna snjóaði í nótt en búist var við og bleyta er kominn í snjóinn, sem dregur úr skafrenningi. Áfram er óvissustig á norðanverðum Vestfjörðum og töluverð snjóflóðahætta á utanverðum Tröllaskaga og á Austfjörðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×