Innlent

Piltar í Ingólfsfjalli voru orðnir blautir og kaldir

Piltarnir þrír, sem björgunarsveitarmenn björguðu úr sjálfheldu í hlíðum Infgólfsfjalls í gærkvöldi, voru orðnir blautir og kaldir þegar björgunarsveitarmenn sigu niður til þeirra, en engum varð þó meint af.

Þeir voru illa búnir, að sögn björgunarmanna. Alls tóku 30 sérþjalfaðir björgunarsveitarmenn þátt í björguninni við mjög erfiðar aðstæður í fjallinu vegna ísingar og hálku.

Þá var þyrla Landhelgisgæslunnar til taks um tíma, en hún hafði verið á æfingaflugi þegar fregnir bárust af vanda piltanna. Að sögn lögreglu fengu piltarnir föðurlega umvöndun björgunarmanna, áður en þeir fóru til síns heima.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×