Ræstingastarfsmaður slasaðist þegar hann festist í færibandi í fiskvinnsluhúsi Frostfisks í Þorlákshöfn nú síðdegis. Heimildir Vísis herma að ekkert belti hafi verið á færibandinu, en öxullinn hafi verið í gangi og náð taki í galla starfsmannsins.
Starfsmenn frá björgunarsveitinni, lögreglu og sjúkraflutningamenn mættu á svæðið og klipptu hann í burtu og var hann fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur. Ekki er vitað um líðan starfsmannsins.
Festist í færibandi í fiskvinnsluhúsi í Þorlákshöfn
