Kynbundnir tölvuleikir fyrir börn: „Stelpur eiga bara að vera skrautmunir“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 10. júní 2014 13:15 Þetta eru þeir leikir sem koma upp þegar leitað er af leikjum fyrir ungar stúlkur, í leitarvél Google Play. Framboð á leikjum í spjaldtölvum og snjallsímum er mjög mismunandi fyrir stelpur og stráka, ef leikjaveitan Google Play er skoðuð. Leikir sem eiga að höfða til stúlkna snúast að mestu um útlit og eldamennsku á meðan leikir fyrir stráka snúast um lestur og lausnir á þrautum. „Þetta er dæmigert fyrir það sem er haldið að stelpum og konum, það er byrjað að höfða til stúlkna mjög snemma,“ segir Auður Magndís Auðardóttir verkefnisstjóri Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar. Ef slegið er upp „5 year old girls games“ í leitarvél Google play, sem er smáforritaveita fyrir snjallsíma og spjaldtölvur sem nota Android stýrikerfið, fást mjög afgerandi niðurstöður. Fimm efstu leikirnir heita Prom Spa Salon, Fashion Design, Wedding Makeover, Princess Spa og Kids Spa Salon. Einn leikurinn sem kemur upp í leitinni heitir Cooking Games for Girls. Aðeins einn leikur af þeim tuttugu efstu sem koma upp í leitinni á Google Play snýst um annað en útlit og heitir hann Biker Girl og snýst um hjólreiðar. Ef slegið er upp „5 year old boys games“ í sömu leitarvél koma upp leikir eins og Kids Preschool Puzzles Lite, Logic for kids 3-7 years og Old Macdonald had a Farm. Leikurinn School Girl Makeover kemur líka upp ofarlega í leitinni og er það eini leikurinn af tuttugu efstu sem snýst um útlit. Auður segir muninn vera greinilegan á því hvernig reynt er að höfða til kynjanna.Hér má sjá hvað kemur upp þegar leitað er að leikjkum fyrir stúlkur í Google Play.Stelpur eiga að vera skrautmunir „Stúlkum er kennt að virði þeirra markist af útliti þeirra og þær fá skilaboðin strax frá unga aldri. Þetta er ekki bara í svona tölvuleikjum, heldur líka í öskudagsbúningum, barnaefni, ævintýrum og nánast öllu. Stelpur eiga bara að vera skrautmunir á meðan strákar mega hafa áhuga á öllum fjáranum. Stúlkur er metnar útfrá útliti þeirra en strákarnir útfrá hverju þeir hugsa.“ Auður bendir á að sjálfstraust stúlkna hrynur þegar þær verða kynþroska. „Ef við skoðum niðurstöður í Skólapúlsinum, sem er könnun sem Reykjavíkurborg framkvæmir í grunnskólum sínum, kemur í ljós að sjálfstraust stúlkna hrynur þegar þær koma í sjöunda bekk, á meðan strákar halda sínu striki í gegnum skólagönguna. Þetta er algjörlega tengt við þessi skilaboð sem stelpurnar fá frá unga aldri, að þær þurfi að vera grannar og líta vel út. Þegar þær verða kynþroska eykst pressan á að verða mjó. En þær eru að stækka og breytast á þessum aldri í staðinn fyrir að mjókka og þá hrynur sjálfstraustið.Hér má sjá í hvaða leikjum strákar eiga að leika sér í, samkvæmt leitarvél Google Play.Fitusog fyrir fjögurra ára stúlkur „Þessi óheppna stúka er með svo mörg aukakíló að það þýðir ekki að fara í megrun. Á sjúkrastofunni okkar getur hún farið í aðgerð sem kallast fitusog, sem gerir hana mjóa og fallega. Við þurfum að gera fína skurði á erfiðum stöðum og sjúga út fituna. Getur þú framkvæmt þá aðgerð, læknir?“ Svona hljóma skilaboð til þeirra sem fara í leikinn Plastic Surgery; leikur sem virðist eiga að höfða til ungra barna. Leikurinn er mjög umdeildur og var fjarlægður af Google Play og App Store, sem er smáforritaveita fyrir síma og spjaldtölvur sem notast við stýrikerfi frá Apple. Leikurinn er enn uppi á öðrum vefsíðum sem bjóða upp á leiki fyrir börn. „Þessi leikur er algjörlega það versta sem ég hef séð og aðrir leikir á þessari síðu eru til þess gerðir að ýta undir staðalímyndir, sem er sorgleg staðreynd, ég var að vona að við værum komin lengra en þetta,“ segir Sigyn Blöndal sem sá leikinn auglýstan á netinu. Sigyn á sjálf fjögurra ára stelpu og hefur auglýsingin líklega átt af höfða til dótturinnar. „Í einfeldni minni hélt ég að ég sem foreldri þyrfti ekki að hafa áhyggjur af þessu. En auðvitað skil ég eftir mig, eins og allir, rafræn fingraför og fæ þá auglýsingar um leiki og alls konar dót sem hentar minni tegund af fjölskyldu. Það er vitað hvað börnin okkar eru gömul, hvað ég var að panta á Amazon og öðrum slíkum síðum, sem auðveldar leikjaframleiðendum og auglýsendum að senda svona pósta beint á ákveðinn markhóp.“Hættulegir og ógeðslegir leikir Auður segir að svona leikir, sem ganga út á að láta börnum finnast þau eiga að líta út öðruvísi en þau gera, vera ávísun á brotið sjálfstraust. „Þetta er náttúrulega ógeðslegur leikur,“ segir hún um Plastic Surgery og bætir við: „Svona leikir eru ekkert minna hættulegir en ofbeldisleikir. Og kannski eru þeir jafnvel hættulegri í raun og veru. Þarna er verið að fá börn til þess að hugsa um sig sjálf útfrá einhverjum fegurðarstöðlum sem einhver fyrirtæki búa til.“ Ef horft er út frá málið, frá markaðssjónarmiðum, finnst Auði í raun skiljanlegt að svona leikjum sem haldið að ungum stúlkum. „Já fegurðarbransinn veltir milljörðum og þetta eru tilraunir til að móta stúlkur að unga aldri. Þannig ef maður horfir á þetta bara útfrá markaðsfræði er þetta ekkert skrítið. En þetta svona leikir eru samt ógeðslegir og alls ekki það sem ungar manneskjur þurfa að halda á í lífinu.“ Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Framboð á leikjum í spjaldtölvum og snjallsímum er mjög mismunandi fyrir stelpur og stráka, ef leikjaveitan Google Play er skoðuð. Leikir sem eiga að höfða til stúlkna snúast að mestu um útlit og eldamennsku á meðan leikir fyrir stráka snúast um lestur og lausnir á þrautum. „Þetta er dæmigert fyrir það sem er haldið að stelpum og konum, það er byrjað að höfða til stúlkna mjög snemma,“ segir Auður Magndís Auðardóttir verkefnisstjóri Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar. Ef slegið er upp „5 year old girls games“ í leitarvél Google play, sem er smáforritaveita fyrir snjallsíma og spjaldtölvur sem nota Android stýrikerfið, fást mjög afgerandi niðurstöður. Fimm efstu leikirnir heita Prom Spa Salon, Fashion Design, Wedding Makeover, Princess Spa og Kids Spa Salon. Einn leikurinn sem kemur upp í leitinni heitir Cooking Games for Girls. Aðeins einn leikur af þeim tuttugu efstu sem koma upp í leitinni á Google Play snýst um annað en útlit og heitir hann Biker Girl og snýst um hjólreiðar. Ef slegið er upp „5 year old boys games“ í sömu leitarvél koma upp leikir eins og Kids Preschool Puzzles Lite, Logic for kids 3-7 years og Old Macdonald had a Farm. Leikurinn School Girl Makeover kemur líka upp ofarlega í leitinni og er það eini leikurinn af tuttugu efstu sem snýst um útlit. Auður segir muninn vera greinilegan á því hvernig reynt er að höfða til kynjanna.Hér má sjá hvað kemur upp þegar leitað er að leikjkum fyrir stúlkur í Google Play.Stelpur eiga að vera skrautmunir „Stúlkum er kennt að virði þeirra markist af útliti þeirra og þær fá skilaboðin strax frá unga aldri. Þetta er ekki bara í svona tölvuleikjum, heldur líka í öskudagsbúningum, barnaefni, ævintýrum og nánast öllu. Stelpur eiga bara að vera skrautmunir á meðan strákar mega hafa áhuga á öllum fjáranum. Stúlkur er metnar útfrá útliti þeirra en strákarnir útfrá hverju þeir hugsa.“ Auður bendir á að sjálfstraust stúlkna hrynur þegar þær verða kynþroska. „Ef við skoðum niðurstöður í Skólapúlsinum, sem er könnun sem Reykjavíkurborg framkvæmir í grunnskólum sínum, kemur í ljós að sjálfstraust stúlkna hrynur þegar þær koma í sjöunda bekk, á meðan strákar halda sínu striki í gegnum skólagönguna. Þetta er algjörlega tengt við þessi skilaboð sem stelpurnar fá frá unga aldri, að þær þurfi að vera grannar og líta vel út. Þegar þær verða kynþroska eykst pressan á að verða mjó. En þær eru að stækka og breytast á þessum aldri í staðinn fyrir að mjókka og þá hrynur sjálfstraustið.Hér má sjá í hvaða leikjum strákar eiga að leika sér í, samkvæmt leitarvél Google Play.Fitusog fyrir fjögurra ára stúlkur „Þessi óheppna stúka er með svo mörg aukakíló að það þýðir ekki að fara í megrun. Á sjúkrastofunni okkar getur hún farið í aðgerð sem kallast fitusog, sem gerir hana mjóa og fallega. Við þurfum að gera fína skurði á erfiðum stöðum og sjúga út fituna. Getur þú framkvæmt þá aðgerð, læknir?“ Svona hljóma skilaboð til þeirra sem fara í leikinn Plastic Surgery; leikur sem virðist eiga að höfða til ungra barna. Leikurinn er mjög umdeildur og var fjarlægður af Google Play og App Store, sem er smáforritaveita fyrir síma og spjaldtölvur sem notast við stýrikerfi frá Apple. Leikurinn er enn uppi á öðrum vefsíðum sem bjóða upp á leiki fyrir börn. „Þessi leikur er algjörlega það versta sem ég hef séð og aðrir leikir á þessari síðu eru til þess gerðir að ýta undir staðalímyndir, sem er sorgleg staðreynd, ég var að vona að við værum komin lengra en þetta,“ segir Sigyn Blöndal sem sá leikinn auglýstan á netinu. Sigyn á sjálf fjögurra ára stelpu og hefur auglýsingin líklega átt af höfða til dótturinnar. „Í einfeldni minni hélt ég að ég sem foreldri þyrfti ekki að hafa áhyggjur af þessu. En auðvitað skil ég eftir mig, eins og allir, rafræn fingraför og fæ þá auglýsingar um leiki og alls konar dót sem hentar minni tegund af fjölskyldu. Það er vitað hvað börnin okkar eru gömul, hvað ég var að panta á Amazon og öðrum slíkum síðum, sem auðveldar leikjaframleiðendum og auglýsendum að senda svona pósta beint á ákveðinn markhóp.“Hættulegir og ógeðslegir leikir Auður segir að svona leikir, sem ganga út á að láta börnum finnast þau eiga að líta út öðruvísi en þau gera, vera ávísun á brotið sjálfstraust. „Þetta er náttúrulega ógeðslegur leikur,“ segir hún um Plastic Surgery og bætir við: „Svona leikir eru ekkert minna hættulegir en ofbeldisleikir. Og kannski eru þeir jafnvel hættulegri í raun og veru. Þarna er verið að fá börn til þess að hugsa um sig sjálf útfrá einhverjum fegurðarstöðlum sem einhver fyrirtæki búa til.“ Ef horft er út frá málið, frá markaðssjónarmiðum, finnst Auði í raun skiljanlegt að svona leikjum sem haldið að ungum stúlkum. „Já fegurðarbransinn veltir milljörðum og þetta eru tilraunir til að móta stúlkur að unga aldri. Þannig ef maður horfir á þetta bara útfrá markaðsfræði er þetta ekkert skrítið. En þetta svona leikir eru samt ógeðslegir og alls ekki það sem ungar manneskjur þurfa að halda á í lífinu.“
Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira