Gjöld á eldsneyti, áfengi og tóbak verða lækkuð Heimir Már Pétursson skrifar 31. janúar 2014 20:08 Ríkisstjórnin samþykkti í morgun frumvarp fjármálaráðherra um lækkun nokkurra opinberra gjalda um 460 milljónir. Rennir stoðum undir gerð kaupmáttarsaminga á vinnumarkaði, segir fjármálaráðherra. Ýmis opinber gjöld verða lækkuð um 460 milljónir króna frá fjárlögum samkvæmt frumvarpi sem fjármálaráðherra leggur fyrir Alþingi eftir helgi. Ráðherra segir að nú sé raunverulegt tækifæri til að vinna á verðbólgunni og gera kjarasamninga sem tryggi aukinn kaupmátt. Sveitarfélögin ákváðu fyrir áramót að lækka ýmis gjöld hjá sér til að stuðla að lækkun verðbólgu og auknum kaupmætti. Í morgun ákvað ríkisstjórnin að lækka ýmis gjöld um 460 milljónir króna, þeirra á meðal eldsneytisgjöld. „Og áfengis- og tóbaksgjöld sem eru inni í vísitölunni og við höfðum áður ákveðið að hækka um 3% en við drögum úr þeirri hækkun. Förum niður fyrir verðbólgumarkmið Seðlabankans (2,5%) niður í 2%,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Hann segir lauslegar áætlanir gera ráð fyrir að þetta leiði til 0,08 prósenta lækkunar á verðlagsvísitölu. Þetta sé eftirfyglni á loforðum ríkisstjórnarinnar í tengslum við gerð kjarasamnnga og framlag til þeirra viðræðna sem enn standa yfir á almennum markaði og hjá hinu opinbera. „Jafnvel þótt samningarnir hafi ekki verið samþykktir af miklum meirihluta, er það samt sem áður svo að um helmingur félagsmanna samþykkti. Það er mjög mikilvægt skref og það er mjög mikilvægt hvað gerist næst. Þannig að við erum að fylgja því eftir sem við höfum áður sagt, að við viljum standa með mönnum í því að halda aftur af verðlagshækkunum,“ segir Bjarni. Til viðbótar við hjaðnandi verðbólgu að undanförnu sé þetta staðfesting á trú hans á að hægt sé að halda aftur af verðlagshækkunum og ætti að renna enn frekari stoðum undir gerð samninga. „Að menn ljúki samningagerðinni á almenna markaðnum og að við náum góðum samningi sem allir verða sáttir við á opinbera markaðnum,“ segir fjármálaráðherra. Vinnumarkaðurinn hafi sameiginlega staðið að skýrslu á síðasta ári með þeim markmiðum að reyna að byggja á raunverulegum kaupmáttarsamningum. „Og leggja minni áherslu á nafnverðshækkanir og það er smám saman að koma í ljós með þessum aðgerðum sem við erum að kynna til sögunnar, með því sem fyrirtækin hafa verið að gera, sveitarfélögin og þessum nýjustu mælingum á vísitölunni að það er raunverulega til staðar tækifæri til að fylgja þessu eftir með aðgerðum,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.Fréttatilkynning vegna málsins í heild sinni:Með kjarasamningi sem undirritaður var þann 21. desember sl. og tekinn til atkvæðagreiðslu nú í janúar vildu samningsaðilar ná samstöðu um að rjúfa vítahring verðbólgunnar. Ríkisstjórnin studdi þessa viðleitni samningsaðila með yfirlýsingum frá 15. nóvember og 21. desember sl.Sem kunnugt er var kjarasamningur felldur í um helmingi aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands. Þrátt fyrir það telur ríkisstjórnin brýnt að boðaðar gjaldalækkanir ríkisins og samstarf hins opinbera og aðila vinnumarkaðarins um mikilvæg svið efnahagsstefnunnar komi til framkvæmda.Verðbólga hefur farið lækkandi að undanförnu. Í nýjustu mælingu Hagstofu Íslands lækkaði verðbólga síðustu 12 mánaða úr 4,2% í 3,1%. Verðlag lækkar í janúar í ár en hækkaði á síðasta ári. Áhrif gjaldskrárhækkana opinberra aðila til hækkunar verðlags eru mun minni í janúar í ár en á síðasta ári. Í þessu felast jákvæðar vísbendingar um að forsendur til að ná verðlagsstöðugleika séu fyrir hendi.Á ríkisstjórnarfundi í dag lagði fjármála- og efnahagsráðherra fram frumvarp um gjaldalækkanir ríkissjóðs. Með frumvarpinu eru efnd gefin fyrirheit um að lækka gjaldtöku ríkisins. Gjaldtaka ríkissjóðs lækkar um samtals 460 m.kr. miðað við samþykkt fjárlög.Þá hafa ráðherrar í ríkisstjórn sinnt eftirliti, að beiðni fjármála- og efnahagsráðherra, með því að stofnanir sem undir þá heyra, eða aðrir aðilar sem veita þjónustu sem áhrif hefur á vísitölu neysluverðs, skuli gæta ítrasta aðhalds og styðja við verðlagsforsendur kjarasamninga. Þessi viðleitni hefur þegar borið árangur og leitt til þess að nokkur orkufyrirtæki hafa fallið frá fyrirhuguðum hækkunum, þ.m.t. RARIK og Orkubú Vestfjarða. Ríkisstjórnin mun áfram hvetja til þess að fyrirtæki í eigu ríkisins gæti ítrasta aðhalds og bregðist við með öðrum aðgerðum í rekstri en hækkun á verði vöru og þjónustu. Forsætisráðherra hefur í dag skipað fastanefnd um samskipti ríkisins, sveitarfélaga og heildarsamtaka aðila á vinnumarkaði. Hlutverk hennar er að hafa yfirsýn yfir regluleg samskipti þessara aðila og vera vettvangur hugmynda og skoðanaskipta um sameiginleg hagsmunamál.Forsætisráðherra hefur jafnframt beint því til fastanefndarinnar að skipuleggja aðgerðir til að fylgjast með og vinna gegn hækkun verðlags. Þá skal nefndin jafnframt skoða leiðir til að sporna gegn sjálfvirkri vísitöluhækkun ýmissa samninga á markaði, svo sem þjónustusamninga fyrirtækja, leigusamninga og verksamninga.Í nefndinni eiga sæti:Benedikt Árnason, forsætisráðuneyti, formaðurSigurður H. Helgason, fjármála- og efnahagsráðuneytiHanna Sigríður Gunnsteinsdóttir, velferðarráðuneytiKristján Skarphéðinsson, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytiÁsta Magnúsdóttir, mennta- og menningarmálaráðuneytiGunnar Björnsson, samninganefnd ríkisinsHalldór Halldórsson, Sambandi íslenskra sveitarfélagaKarl Björnsson, Sambandi íslenskra sveitarfélagaÞorsteinn Víglundsson, Samtökum atvinnulífsinsÞorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Samtökum atvinnulífsinsGylfi Arnbjörnsson, Alþýðusambandi ÍslandsSigný Jóhannsdóttir, Alþýðusambandi ÍslandsElín Björg Jónsdóttir, Bandalagi starfsmanna ríkis og bæjaGuðlaug Kristjándóttir, Bandalagi háskólamanna ogÞórður Hjaltested, Kennarasambandi Íslands.Reykjavík 31. janúar 2014 Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira
Ríkisstjórnin samþykkti í morgun frumvarp fjármálaráðherra um lækkun nokkurra opinberra gjalda um 460 milljónir. Rennir stoðum undir gerð kaupmáttarsaminga á vinnumarkaði, segir fjármálaráðherra. Ýmis opinber gjöld verða lækkuð um 460 milljónir króna frá fjárlögum samkvæmt frumvarpi sem fjármálaráðherra leggur fyrir Alþingi eftir helgi. Ráðherra segir að nú sé raunverulegt tækifæri til að vinna á verðbólgunni og gera kjarasamninga sem tryggi aukinn kaupmátt. Sveitarfélögin ákváðu fyrir áramót að lækka ýmis gjöld hjá sér til að stuðla að lækkun verðbólgu og auknum kaupmætti. Í morgun ákvað ríkisstjórnin að lækka ýmis gjöld um 460 milljónir króna, þeirra á meðal eldsneytisgjöld. „Og áfengis- og tóbaksgjöld sem eru inni í vísitölunni og við höfðum áður ákveðið að hækka um 3% en við drögum úr þeirri hækkun. Förum niður fyrir verðbólgumarkmið Seðlabankans (2,5%) niður í 2%,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Hann segir lauslegar áætlanir gera ráð fyrir að þetta leiði til 0,08 prósenta lækkunar á verðlagsvísitölu. Þetta sé eftirfyglni á loforðum ríkisstjórnarinnar í tengslum við gerð kjarasamnnga og framlag til þeirra viðræðna sem enn standa yfir á almennum markaði og hjá hinu opinbera. „Jafnvel þótt samningarnir hafi ekki verið samþykktir af miklum meirihluta, er það samt sem áður svo að um helmingur félagsmanna samþykkti. Það er mjög mikilvægt skref og það er mjög mikilvægt hvað gerist næst. Þannig að við erum að fylgja því eftir sem við höfum áður sagt, að við viljum standa með mönnum í því að halda aftur af verðlagshækkunum,“ segir Bjarni. Til viðbótar við hjaðnandi verðbólgu að undanförnu sé þetta staðfesting á trú hans á að hægt sé að halda aftur af verðlagshækkunum og ætti að renna enn frekari stoðum undir gerð samninga. „Að menn ljúki samningagerðinni á almenna markaðnum og að við náum góðum samningi sem allir verða sáttir við á opinbera markaðnum,“ segir fjármálaráðherra. Vinnumarkaðurinn hafi sameiginlega staðið að skýrslu á síðasta ári með þeim markmiðum að reyna að byggja á raunverulegum kaupmáttarsamningum. „Og leggja minni áherslu á nafnverðshækkanir og það er smám saman að koma í ljós með þessum aðgerðum sem við erum að kynna til sögunnar, með því sem fyrirtækin hafa verið að gera, sveitarfélögin og þessum nýjustu mælingum á vísitölunni að það er raunverulega til staðar tækifæri til að fylgja þessu eftir með aðgerðum,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.Fréttatilkynning vegna málsins í heild sinni:Með kjarasamningi sem undirritaður var þann 21. desember sl. og tekinn til atkvæðagreiðslu nú í janúar vildu samningsaðilar ná samstöðu um að rjúfa vítahring verðbólgunnar. Ríkisstjórnin studdi þessa viðleitni samningsaðila með yfirlýsingum frá 15. nóvember og 21. desember sl.Sem kunnugt er var kjarasamningur felldur í um helmingi aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands. Þrátt fyrir það telur ríkisstjórnin brýnt að boðaðar gjaldalækkanir ríkisins og samstarf hins opinbera og aðila vinnumarkaðarins um mikilvæg svið efnahagsstefnunnar komi til framkvæmda.Verðbólga hefur farið lækkandi að undanförnu. Í nýjustu mælingu Hagstofu Íslands lækkaði verðbólga síðustu 12 mánaða úr 4,2% í 3,1%. Verðlag lækkar í janúar í ár en hækkaði á síðasta ári. Áhrif gjaldskrárhækkana opinberra aðila til hækkunar verðlags eru mun minni í janúar í ár en á síðasta ári. Í þessu felast jákvæðar vísbendingar um að forsendur til að ná verðlagsstöðugleika séu fyrir hendi.Á ríkisstjórnarfundi í dag lagði fjármála- og efnahagsráðherra fram frumvarp um gjaldalækkanir ríkissjóðs. Með frumvarpinu eru efnd gefin fyrirheit um að lækka gjaldtöku ríkisins. Gjaldtaka ríkissjóðs lækkar um samtals 460 m.kr. miðað við samþykkt fjárlög.Þá hafa ráðherrar í ríkisstjórn sinnt eftirliti, að beiðni fjármála- og efnahagsráðherra, með því að stofnanir sem undir þá heyra, eða aðrir aðilar sem veita þjónustu sem áhrif hefur á vísitölu neysluverðs, skuli gæta ítrasta aðhalds og styðja við verðlagsforsendur kjarasamninga. Þessi viðleitni hefur þegar borið árangur og leitt til þess að nokkur orkufyrirtæki hafa fallið frá fyrirhuguðum hækkunum, þ.m.t. RARIK og Orkubú Vestfjarða. Ríkisstjórnin mun áfram hvetja til þess að fyrirtæki í eigu ríkisins gæti ítrasta aðhalds og bregðist við með öðrum aðgerðum í rekstri en hækkun á verði vöru og þjónustu. Forsætisráðherra hefur í dag skipað fastanefnd um samskipti ríkisins, sveitarfélaga og heildarsamtaka aðila á vinnumarkaði. Hlutverk hennar er að hafa yfirsýn yfir regluleg samskipti þessara aðila og vera vettvangur hugmynda og skoðanaskipta um sameiginleg hagsmunamál.Forsætisráðherra hefur jafnframt beint því til fastanefndarinnar að skipuleggja aðgerðir til að fylgjast með og vinna gegn hækkun verðlags. Þá skal nefndin jafnframt skoða leiðir til að sporna gegn sjálfvirkri vísitöluhækkun ýmissa samninga á markaði, svo sem þjónustusamninga fyrirtækja, leigusamninga og verksamninga.Í nefndinni eiga sæti:Benedikt Árnason, forsætisráðuneyti, formaðurSigurður H. Helgason, fjármála- og efnahagsráðuneytiHanna Sigríður Gunnsteinsdóttir, velferðarráðuneytiKristján Skarphéðinsson, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytiÁsta Magnúsdóttir, mennta- og menningarmálaráðuneytiGunnar Björnsson, samninganefnd ríkisinsHalldór Halldórsson, Sambandi íslenskra sveitarfélagaKarl Björnsson, Sambandi íslenskra sveitarfélagaÞorsteinn Víglundsson, Samtökum atvinnulífsinsÞorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Samtökum atvinnulífsinsGylfi Arnbjörnsson, Alþýðusambandi ÍslandsSigný Jóhannsdóttir, Alþýðusambandi ÍslandsElín Björg Jónsdóttir, Bandalagi starfsmanna ríkis og bæjaGuðlaug Kristjándóttir, Bandalagi háskólamanna ogÞórður Hjaltested, Kennarasambandi Íslands.Reykjavík 31. janúar 2014
Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira