Kennarar dæmi ekki siðferði Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 17. janúar 2014 07:00 Samkvæmt hugmyndum menntamálaráðuneytisins eiga stjórnendur framhaldsskóla að birta sérstaka umsögn um nemendur sem útskrifast með framhaldsskólapróf. Þar á meðal annars að koma fram hvort viðkomandi geti verið virkur og ábyrgur borgari í lýðræðislegu samfélagi. Mynd/Pjetur „Ég lít svo á að hlutverk okkar í skólanum sé að styðja við bakið á þeim sem vilja læra en ekki að segja hvort þeir séu merkilegir pappírar,“ segir Atli Harðarson, skólameistari Fjölbrautaskólans á Akranesi. Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur kynnt hugmyndir um að nemendur sem ljúka framhaldsskólaprófi fái sérstakar umsagnir um sig frá viðkomandi skóla. Þessu hefur Atli mótmælt en í bréfi sem ráðuneytið sendi honum er vísað í aðalnámskrá þar sem segir að framhaldsskólaprófi ljúki með útgáfu prófskírteinis með umsögn um almenna þekkingu, leikni og hæfni nemandans auk einkunna hans. Atli segir í bréfi til ráðuneytisins að hefðbundið skírteini innihaldi lítið annað en einkunnir sem nemandi hafi fengið í einstökum áföngum eða námsgreinum. Þetta séu ekki miklar upplýsingar en þær geti verið þokkalega traustar og sanngirni gagnvart nemenda sé tryggð.Atli Harðarson„Það er vandséð hvernig skóli getur komið sér upp traustum gögnum um sjálfsmynd og sjálfsþekkingu, almenna hæfni, hugsunarhátt og viðhorf eða siðferðilega mannkosti nemenda,“ segir Atli. Meðan ekki sé fundin leið til að skrá og varðveita áreiðanleg gögn um þessi efni segir Atli nær fráleitt að þau séu sett á prófskírteini. Atli telur að það sé siðferðilega hæpið að stofnanir ríkisins felli dóma um þankagang, sjálfsþekkingu, sjálfsmynd og siðferði fólks. Ríkisstarfsmenn sem fullyrða af og á um hverjir bera virðingu fyrir réttum gildum og geti verið ábyrgir borgarar setji sig á ansi háan hest.Tillögur menntamálaráðuneytis að umsögnum um framhaldsskólanema Hann/hún getur tjáð hugsanir sínar í rökréttu samhengi.Hann/hún getur tjáð sig á einfaldan hátt á erlendum tungumálum. Hann/hún getur átt jákvæð og uppbyggilega samskipti og samstarf við annað fólk.Hann/hún er verklega sjálfbjarga í daglegu lífi. Hann/hún hefur skýra sjálfsmynd. Hann/hún tekur afstöðu til eigin velferðar, líkamlegrar og andlegrar. Gerir sér grein fyrir hvernig hann/hún getur nýtt sér sínar sterku hliðar á skapandi hátt. Hann/hún ber virðingu fyrir lífsgildum, mannréttindum og jafnrétti.Hann/hún getur verið virkur og ábyrgur borgari í lýðræðislegu nær- og fjærsamfélagiGagnrýni svarað í dag Sigríður Hallgrímsdóttir, aðstoðarmaður Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra, segir ráðuneytið munu svara gagnrýni á fyrrgreindar umsagnir um framhaldsskólanemendur í dag. Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
„Ég lít svo á að hlutverk okkar í skólanum sé að styðja við bakið á þeim sem vilja læra en ekki að segja hvort þeir séu merkilegir pappírar,“ segir Atli Harðarson, skólameistari Fjölbrautaskólans á Akranesi. Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur kynnt hugmyndir um að nemendur sem ljúka framhaldsskólaprófi fái sérstakar umsagnir um sig frá viðkomandi skóla. Þessu hefur Atli mótmælt en í bréfi sem ráðuneytið sendi honum er vísað í aðalnámskrá þar sem segir að framhaldsskólaprófi ljúki með útgáfu prófskírteinis með umsögn um almenna þekkingu, leikni og hæfni nemandans auk einkunna hans. Atli segir í bréfi til ráðuneytisins að hefðbundið skírteini innihaldi lítið annað en einkunnir sem nemandi hafi fengið í einstökum áföngum eða námsgreinum. Þetta séu ekki miklar upplýsingar en þær geti verið þokkalega traustar og sanngirni gagnvart nemenda sé tryggð.Atli Harðarson„Það er vandséð hvernig skóli getur komið sér upp traustum gögnum um sjálfsmynd og sjálfsþekkingu, almenna hæfni, hugsunarhátt og viðhorf eða siðferðilega mannkosti nemenda,“ segir Atli. Meðan ekki sé fundin leið til að skrá og varðveita áreiðanleg gögn um þessi efni segir Atli nær fráleitt að þau séu sett á prófskírteini. Atli telur að það sé siðferðilega hæpið að stofnanir ríkisins felli dóma um þankagang, sjálfsþekkingu, sjálfsmynd og siðferði fólks. Ríkisstarfsmenn sem fullyrða af og á um hverjir bera virðingu fyrir réttum gildum og geti verið ábyrgir borgarar setji sig á ansi háan hest.Tillögur menntamálaráðuneytis að umsögnum um framhaldsskólanema Hann/hún getur tjáð hugsanir sínar í rökréttu samhengi.Hann/hún getur tjáð sig á einfaldan hátt á erlendum tungumálum. Hann/hún getur átt jákvæð og uppbyggilega samskipti og samstarf við annað fólk.Hann/hún er verklega sjálfbjarga í daglegu lífi. Hann/hún hefur skýra sjálfsmynd. Hann/hún tekur afstöðu til eigin velferðar, líkamlegrar og andlegrar. Gerir sér grein fyrir hvernig hann/hún getur nýtt sér sínar sterku hliðar á skapandi hátt. Hann/hún ber virðingu fyrir lífsgildum, mannréttindum og jafnrétti.Hann/hún getur verið virkur og ábyrgur borgari í lýðræðislegu nær- og fjærsamfélagiGagnrýni svarað í dag Sigríður Hallgrímsdóttir, aðstoðarmaður Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra, segir ráðuneytið munu svara gagnrýni á fyrrgreindar umsagnir um framhaldsskólanemendur í dag.
Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira