Innlent

Svona sérðu hvað stjórnvöld ætla að færa lánið þitt mikið niður

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Ríkisstjórnin hefur látið búa til myndband sem sýnir fólki hvernig það getur séð hversu margar krónur það fær niðurfært af fasteignaveðlánum sínum. Skuldaniðurfærlsan verður kynnt á fundi í dag en frá og með morgundeginum getur fólk sem sótti um skuldaniðurfærslu séð hvað það fær.

Á vefsvæði ríkisskattstjóra, leidretting.is, sjá þeir sem sóttu um hversu háa niðurfærslu þeir eiga rétt á að fá, hversu mikið upphæðin skerðist vegna hámarksfjárhæðar per heimili og vegna fyrri niðurfærsluaðgerða stjórnvalda.

Það eru þó ekki allir sem sóttu um sem fá skuldirnar sínar færðar niður. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að umsóknir um fimmtán þúsund einstaklinga hafi ekki uppfyllt skilyrði.

Þeir sem hafa athugasemdir við upphæðina sem fella á niður geta gert athugasemd við útreikningana eftir að hafa skráð sig inn. Þeir sem eru sáttir við útreikningana þurfa að samþykkja þá á síðunni. Ekki er nóg að skoða útreikningana til að fá niðurfærsluna.

Til að samþykkja niðurfærsluna þarf að vera með rafræn skilríki. Opnað verður fyrir samþykkt leiðréttingarinnar í desember.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.