Háskóli á sandi Ásrún Birgisdóttir skrifar 16. október 2014 07:00 Í kvæði sem ég söng oft á leikskóla þegar ég var lítil var fjallað um tvo menn. Annar þeirra byggði á sandi en hinn á bjargi. Þegar kom svo rigning féll hús annars þeirra, meðan hitt stóð fast. Síðastliðna níu daga hafa félagar mínir í Stúdentaráði fjallað um málefni háskólans í greinum sínum sem allar eru partur af átakinu ,,Áfram í fremstu röð?“. Þar hefur verið fjallað um fjárskort, falin skólagjöld, stöðu heilbrigðiskerfisins, brotin loforð og síðast en ekki síst Lánasjóðinn margumtalaða. Við lestur þessara greina hefur mér verið hugsað til kvæðisins sem ég söng svo glatt sem barn á leikskólanum í Breiðholtinu. Mitt framlag til þessa átaks er frá persónulegra sjónarhorni. Ég er ekki þessi dæmigerði háskólanemi sem varð stúdent tvítugur og fór beint í háskólann vitandi nákvæmlega hvað ég ætlaði mér að læra og verða. Ég ólst upp í Breiðholtinu, hjá einstæðri móður og skilyrðin heima fyrir voru ekki alltaf þau bestu. En eftir sex ára framhaldsskólagöngu, átta búferlaflutninga og þrjá framhaldsskóla, fékk ég loks hvítu húfuna á höfuðið. Þessari húfu hafði ég beðið eftir í sex ár, en hún var fyrir mér stöðutákn sem sýndi að ég hafði áorkað einhverju, að ég gat loksins farið í háskóla. Á stökkpall minn út í lífið. Ég hóf skólagöngu mína við HÍ á köldum janúarmorgni. Þarna var ég mætt á Háskólatorg, með glampann í augunum og eftirvæntingarnar á bakinu ásamt skólatöskunni, einu númeri of spennt fyrir því að byrja í háskóla eftir allan þennan tíma. Frá fyrsta skóladeginum mínum, þennan kalda janúarmorgunn hef ég lært margt. Hluta úr námsbókum og úr fyrirlestrum og annað hef ég lært um háskólann, hvernig hann er rekinn og að hann hafi aðeins fjárveitingar sem nema 62% af meðaltali OECD ríkjanna. Sá fjárskortur gerir það að verkum að hver kennari þarf að sinna fleiri nemendum en samanburðarháskólar á norðurlöndunum og við það versna gæða námsins. Ég horfi upp á háskólann fjársveltan á sama tíma fylgist ég með jafnöldrum mínum og vinum streyma í háskólanám til annarra landa. Háskóli Íslands er ekki byggður á eins sterku undirlagi og ég sá fyrir mér og vonaði. Væntingar mínar um skólagöngu mína við Háskóla Íslands hafa breyst, ég vil ekki aðeins ná prófgráðu og halda út í lífið. Ég veit líka að það mun skipta mig máli í framtíðinni að gráða úr Háskóla Íslands sé mikils metin. Þess vegna vil ég sjá háskólasamfélagið vaxa og dafna, og að háskólinn verði fremstur meðal jafningja. Samfélagið þarf í heild að sameinast um að styðja við og styrkja háskólann. Við þurfum að forgangsraða í þágu menntunar og auka fjárveitingar til hans. Ég vil ekki sjá Háskóla Íslands falla eins og húsið sem byggt var á sandi. Ég vil sjá Háskóla Íslands byggðan á bjargi. Þessi grein er hluti af Áfram í fremstu röð - 10 daga átaki um menntamál Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Áfram í fremstu röð? 7. október 2014 07:00 Vits er þörf 11. október 2014 11:30 Falin skólagjöld Háskóla Íslands 12. október 2014 07:00 Hverju hefur Stúdentaráð áorkað? 8. október 2014 07:00 Úr faðmi fjalla blárra í kaldan faðm LÍN 10. október 2014 07:00 Samstaða um LÍN 13. október 2014 11:00 Ráðherra talar tungum tveim 9. október 2014 07:00 Brotnar undirstöður 52% nemenda upplifa klíníska kennara sína ekki hafa nægan tíma til að sinna kennslu. Einungis 15% nemenda eru sammála því að aðstaða nemenda á Landspítalanum sé við hæfi. 15. október 2014 07:00 Palli einn í heiminum Einungis 17% heilbrigðisnemenda við Háskóla Íslands sem stunda verknám við Landspítalann geta hugsað sér Landspítalann sem sinn framtíðarvinnustað. 14. október 2014 07:00 Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Sjá meira
Í kvæði sem ég söng oft á leikskóla þegar ég var lítil var fjallað um tvo menn. Annar þeirra byggði á sandi en hinn á bjargi. Þegar kom svo rigning féll hús annars þeirra, meðan hitt stóð fast. Síðastliðna níu daga hafa félagar mínir í Stúdentaráði fjallað um málefni háskólans í greinum sínum sem allar eru partur af átakinu ,,Áfram í fremstu röð?“. Þar hefur verið fjallað um fjárskort, falin skólagjöld, stöðu heilbrigðiskerfisins, brotin loforð og síðast en ekki síst Lánasjóðinn margumtalaða. Við lestur þessara greina hefur mér verið hugsað til kvæðisins sem ég söng svo glatt sem barn á leikskólanum í Breiðholtinu. Mitt framlag til þessa átaks er frá persónulegra sjónarhorni. Ég er ekki þessi dæmigerði háskólanemi sem varð stúdent tvítugur og fór beint í háskólann vitandi nákvæmlega hvað ég ætlaði mér að læra og verða. Ég ólst upp í Breiðholtinu, hjá einstæðri móður og skilyrðin heima fyrir voru ekki alltaf þau bestu. En eftir sex ára framhaldsskólagöngu, átta búferlaflutninga og þrjá framhaldsskóla, fékk ég loks hvítu húfuna á höfuðið. Þessari húfu hafði ég beðið eftir í sex ár, en hún var fyrir mér stöðutákn sem sýndi að ég hafði áorkað einhverju, að ég gat loksins farið í háskóla. Á stökkpall minn út í lífið. Ég hóf skólagöngu mína við HÍ á köldum janúarmorgni. Þarna var ég mætt á Háskólatorg, með glampann í augunum og eftirvæntingarnar á bakinu ásamt skólatöskunni, einu númeri of spennt fyrir því að byrja í háskóla eftir allan þennan tíma. Frá fyrsta skóladeginum mínum, þennan kalda janúarmorgunn hef ég lært margt. Hluta úr námsbókum og úr fyrirlestrum og annað hef ég lært um háskólann, hvernig hann er rekinn og að hann hafi aðeins fjárveitingar sem nema 62% af meðaltali OECD ríkjanna. Sá fjárskortur gerir það að verkum að hver kennari þarf að sinna fleiri nemendum en samanburðarháskólar á norðurlöndunum og við það versna gæða námsins. Ég horfi upp á háskólann fjársveltan á sama tíma fylgist ég með jafnöldrum mínum og vinum streyma í háskólanám til annarra landa. Háskóli Íslands er ekki byggður á eins sterku undirlagi og ég sá fyrir mér og vonaði. Væntingar mínar um skólagöngu mína við Háskóla Íslands hafa breyst, ég vil ekki aðeins ná prófgráðu og halda út í lífið. Ég veit líka að það mun skipta mig máli í framtíðinni að gráða úr Háskóla Íslands sé mikils metin. Þess vegna vil ég sjá háskólasamfélagið vaxa og dafna, og að háskólinn verði fremstur meðal jafningja. Samfélagið þarf í heild að sameinast um að styðja við og styrkja háskólann. Við þurfum að forgangsraða í þágu menntunar og auka fjárveitingar til hans. Ég vil ekki sjá Háskóla Íslands falla eins og húsið sem byggt var á sandi. Ég vil sjá Háskóla Íslands byggðan á bjargi. Þessi grein er hluti af Áfram í fremstu röð - 10 daga átaki um menntamál
Brotnar undirstöður 52% nemenda upplifa klíníska kennara sína ekki hafa nægan tíma til að sinna kennslu. Einungis 15% nemenda eru sammála því að aðstaða nemenda á Landspítalanum sé við hæfi. 15. október 2014 07:00
Palli einn í heiminum Einungis 17% heilbrigðisnemenda við Háskóla Íslands sem stunda verknám við Landspítalann geta hugsað sér Landspítalann sem sinn framtíðarvinnustað. 14. október 2014 07:00
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun