Palli einn í heiminum Valgerður Bjarnadóttir skrifar 14. október 2014 07:00 Einungis 17% heilbrigðisnemenda við Háskóla Íslands sem stunda verknám við Landspítalann geta hugsað sér Landspítalann sem sinn framtíðarvinnustað og rúmur helmingur hefur íhugað að flytjast erlendis strax að loknu námi. Þá hafa aðeins 7% verknámsnemenda jákvætt viðhorf til heilbrigðismála. Þetta eru niðurstöður nýlegrar könnunar Sviðsráðs heilbrigðisvísindasviðs SHÍ sem ætlað var að kanna viðhorf nemenda í verknámi við Landspítalann. Þátttaka í könnuninni var góð og var svarhlutfall 70%. Niðurstöður þessar eru sláandi og á sama tíma grafalvarlegar þar sem þær endurspegla mikla óánægju nemenda með íslenskt heilbrigðiskerfi. Núverandi þróun er sú að heilbrigðisstarfsfólk leitar í auknum mæli í vinnu erlendis þar sem því bjóðast betri vinnuaðstæður, mannsæmandi vinnuálag og margfalt hærri laun. Mannekla er nú þegar stórt vandamál á Landspítalanum þar sem heilbrigðisstéttir eru að eldast og ekki nóg af nýútskrifuðu fólki á landinu til að taka við keflinu. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar virðist sem enginn viðsnúningur muni verða á þessari þróun. Það gefur því auga leið að bæta þarf heilbrigðiskerfið en það hefur verið fjársvelt í fjölda ára eins og Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, hefur margsinnis bent á. Vandamálið liggur ekki í ævintýraþrá heilbrigðisnema og starfsfólks, að það vilji yfir höfuð ekki búa á Íslandi. Heilbrigðisnemar hafa margir löngun til að starfa á Íslandi en bágt ástand heilbrigðiskerfisins útilokar nánast þann möguleika. Það hefur enginn áhuga á að vinna við ómannlegt álag sem slítur bæði líkama og sál. Það vill enginn þurfa að vinna undir getu vegna bágra aðstæðna. Þá er mörgum beinlínis ómögulegt að sætta sig við margfalt lægri laun en önnur lönd bjóða upp á. Sumir hafa stofnað fjölskyldu sem þarf að sjá fyrir auk þess sem löngu háskólanámi geta fylgt miklar skuldir sem þarf að borga af. Það er alvarlegt mál að ástand íslensks heilbrigðiskerfis sé svo slæmt að nemendur sem hafa kynnst því geti ekki hugsað sér að starfa þar í framtíðinni. Þátttakendur könnunarinnar eru framtíð íslensks heilbrigðiskerfis og hún virðist vera ótryggð. Þótt miklar tækniframfarir hafi orðið, gildir það enn að Landspítalinn er ekkert án fólksins sem starfar á honum. Með áframhaldandi aðgerðaleysi stjórnvalda margfaldast vandamálið og erfiðara verður að uppræta það. Ef ekkert er að gert er hætt við að það verði ansi tómlegt á sveppaþöktum göngum Landspítalans í framtíðinni. Þá er hætta á að Palli verði einn í heiminum.Þessi grein er hluti af Áfram í fremstu röð - 10 daga átaki um menntamál Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Áfram í fremstu röð? 7. október 2014 07:00 Vits er þörf 11. október 2014 11:30 Falin skólagjöld Háskóla Íslands 12. október 2014 07:00 Hverju hefur Stúdentaráð áorkað? 8. október 2014 07:00 Úr faðmi fjalla blárra í kaldan faðm LÍN 10. október 2014 07:00 Samstaða um LÍN 13. október 2014 11:00 Ráðherra talar tungum tveim 9. október 2014 07:00 Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Einungis 17% heilbrigðisnemenda við Háskóla Íslands sem stunda verknám við Landspítalann geta hugsað sér Landspítalann sem sinn framtíðarvinnustað og rúmur helmingur hefur íhugað að flytjast erlendis strax að loknu námi. Þá hafa aðeins 7% verknámsnemenda jákvætt viðhorf til heilbrigðismála. Þetta eru niðurstöður nýlegrar könnunar Sviðsráðs heilbrigðisvísindasviðs SHÍ sem ætlað var að kanna viðhorf nemenda í verknámi við Landspítalann. Þátttaka í könnuninni var góð og var svarhlutfall 70%. Niðurstöður þessar eru sláandi og á sama tíma grafalvarlegar þar sem þær endurspegla mikla óánægju nemenda með íslenskt heilbrigðiskerfi. Núverandi þróun er sú að heilbrigðisstarfsfólk leitar í auknum mæli í vinnu erlendis þar sem því bjóðast betri vinnuaðstæður, mannsæmandi vinnuálag og margfalt hærri laun. Mannekla er nú þegar stórt vandamál á Landspítalanum þar sem heilbrigðisstéttir eru að eldast og ekki nóg af nýútskrifuðu fólki á landinu til að taka við keflinu. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar virðist sem enginn viðsnúningur muni verða á þessari þróun. Það gefur því auga leið að bæta þarf heilbrigðiskerfið en það hefur verið fjársvelt í fjölda ára eins og Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, hefur margsinnis bent á. Vandamálið liggur ekki í ævintýraþrá heilbrigðisnema og starfsfólks, að það vilji yfir höfuð ekki búa á Íslandi. Heilbrigðisnemar hafa margir löngun til að starfa á Íslandi en bágt ástand heilbrigðiskerfisins útilokar nánast þann möguleika. Það hefur enginn áhuga á að vinna við ómannlegt álag sem slítur bæði líkama og sál. Það vill enginn þurfa að vinna undir getu vegna bágra aðstæðna. Þá er mörgum beinlínis ómögulegt að sætta sig við margfalt lægri laun en önnur lönd bjóða upp á. Sumir hafa stofnað fjölskyldu sem þarf að sjá fyrir auk þess sem löngu háskólanámi geta fylgt miklar skuldir sem þarf að borga af. Það er alvarlegt mál að ástand íslensks heilbrigðiskerfis sé svo slæmt að nemendur sem hafa kynnst því geti ekki hugsað sér að starfa þar í framtíðinni. Þátttakendur könnunarinnar eru framtíð íslensks heilbrigðiskerfis og hún virðist vera ótryggð. Þótt miklar tækniframfarir hafi orðið, gildir það enn að Landspítalinn er ekkert án fólksins sem starfar á honum. Með áframhaldandi aðgerðaleysi stjórnvalda margfaldast vandamálið og erfiðara verður að uppræta það. Ef ekkert er að gert er hætt við að það verði ansi tómlegt á sveppaþöktum göngum Landspítalans í framtíðinni. Þá er hætta á að Palli verði einn í heiminum.Þessi grein er hluti af Áfram í fremstu röð - 10 daga átaki um menntamál
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun