Palli einn í heiminum Valgerður Bjarnadóttir skrifar 14. október 2014 07:00 Einungis 17% heilbrigðisnemenda við Háskóla Íslands sem stunda verknám við Landspítalann geta hugsað sér Landspítalann sem sinn framtíðarvinnustað og rúmur helmingur hefur íhugað að flytjast erlendis strax að loknu námi. Þá hafa aðeins 7% verknámsnemenda jákvætt viðhorf til heilbrigðismála. Þetta eru niðurstöður nýlegrar könnunar Sviðsráðs heilbrigðisvísindasviðs SHÍ sem ætlað var að kanna viðhorf nemenda í verknámi við Landspítalann. Þátttaka í könnuninni var góð og var svarhlutfall 70%. Niðurstöður þessar eru sláandi og á sama tíma grafalvarlegar þar sem þær endurspegla mikla óánægju nemenda með íslenskt heilbrigðiskerfi. Núverandi þróun er sú að heilbrigðisstarfsfólk leitar í auknum mæli í vinnu erlendis þar sem því bjóðast betri vinnuaðstæður, mannsæmandi vinnuálag og margfalt hærri laun. Mannekla er nú þegar stórt vandamál á Landspítalanum þar sem heilbrigðisstéttir eru að eldast og ekki nóg af nýútskrifuðu fólki á landinu til að taka við keflinu. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar virðist sem enginn viðsnúningur muni verða á þessari þróun. Það gefur því auga leið að bæta þarf heilbrigðiskerfið en það hefur verið fjársvelt í fjölda ára eins og Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, hefur margsinnis bent á. Vandamálið liggur ekki í ævintýraþrá heilbrigðisnema og starfsfólks, að það vilji yfir höfuð ekki búa á Íslandi. Heilbrigðisnemar hafa margir löngun til að starfa á Íslandi en bágt ástand heilbrigðiskerfisins útilokar nánast þann möguleika. Það hefur enginn áhuga á að vinna við ómannlegt álag sem slítur bæði líkama og sál. Það vill enginn þurfa að vinna undir getu vegna bágra aðstæðna. Þá er mörgum beinlínis ómögulegt að sætta sig við margfalt lægri laun en önnur lönd bjóða upp á. Sumir hafa stofnað fjölskyldu sem þarf að sjá fyrir auk þess sem löngu háskólanámi geta fylgt miklar skuldir sem þarf að borga af. Það er alvarlegt mál að ástand íslensks heilbrigðiskerfis sé svo slæmt að nemendur sem hafa kynnst því geti ekki hugsað sér að starfa þar í framtíðinni. Þátttakendur könnunarinnar eru framtíð íslensks heilbrigðiskerfis og hún virðist vera ótryggð. Þótt miklar tækniframfarir hafi orðið, gildir það enn að Landspítalinn er ekkert án fólksins sem starfar á honum. Með áframhaldandi aðgerðaleysi stjórnvalda margfaldast vandamálið og erfiðara verður að uppræta það. Ef ekkert er að gert er hætt við að það verði ansi tómlegt á sveppaþöktum göngum Landspítalans í framtíðinni. Þá er hætta á að Palli verði einn í heiminum.Þessi grein er hluti af Áfram í fremstu röð - 10 daga átaki um menntamál Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Áfram í fremstu röð? 7. október 2014 07:00 Vits er þörf 11. október 2014 11:30 Falin skólagjöld Háskóla Íslands 12. október 2014 07:00 Hverju hefur Stúdentaráð áorkað? 8. október 2014 07:00 Úr faðmi fjalla blárra í kaldan faðm LÍN 10. október 2014 07:00 Samstaða um LÍN 13. október 2014 11:00 Ráðherra talar tungum tveim 9. október 2014 07:00 Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Einungis 17% heilbrigðisnemenda við Háskóla Íslands sem stunda verknám við Landspítalann geta hugsað sér Landspítalann sem sinn framtíðarvinnustað og rúmur helmingur hefur íhugað að flytjast erlendis strax að loknu námi. Þá hafa aðeins 7% verknámsnemenda jákvætt viðhorf til heilbrigðismála. Þetta eru niðurstöður nýlegrar könnunar Sviðsráðs heilbrigðisvísindasviðs SHÍ sem ætlað var að kanna viðhorf nemenda í verknámi við Landspítalann. Þátttaka í könnuninni var góð og var svarhlutfall 70%. Niðurstöður þessar eru sláandi og á sama tíma grafalvarlegar þar sem þær endurspegla mikla óánægju nemenda með íslenskt heilbrigðiskerfi. Núverandi þróun er sú að heilbrigðisstarfsfólk leitar í auknum mæli í vinnu erlendis þar sem því bjóðast betri vinnuaðstæður, mannsæmandi vinnuálag og margfalt hærri laun. Mannekla er nú þegar stórt vandamál á Landspítalanum þar sem heilbrigðisstéttir eru að eldast og ekki nóg af nýútskrifuðu fólki á landinu til að taka við keflinu. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar virðist sem enginn viðsnúningur muni verða á þessari þróun. Það gefur því auga leið að bæta þarf heilbrigðiskerfið en það hefur verið fjársvelt í fjölda ára eins og Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, hefur margsinnis bent á. Vandamálið liggur ekki í ævintýraþrá heilbrigðisnema og starfsfólks, að það vilji yfir höfuð ekki búa á Íslandi. Heilbrigðisnemar hafa margir löngun til að starfa á Íslandi en bágt ástand heilbrigðiskerfisins útilokar nánast þann möguleika. Það hefur enginn áhuga á að vinna við ómannlegt álag sem slítur bæði líkama og sál. Það vill enginn þurfa að vinna undir getu vegna bágra aðstæðna. Þá er mörgum beinlínis ómögulegt að sætta sig við margfalt lægri laun en önnur lönd bjóða upp á. Sumir hafa stofnað fjölskyldu sem þarf að sjá fyrir auk þess sem löngu háskólanámi geta fylgt miklar skuldir sem þarf að borga af. Það er alvarlegt mál að ástand íslensks heilbrigðiskerfis sé svo slæmt að nemendur sem hafa kynnst því geti ekki hugsað sér að starfa þar í framtíðinni. Þátttakendur könnunarinnar eru framtíð íslensks heilbrigðiskerfis og hún virðist vera ótryggð. Þótt miklar tækniframfarir hafi orðið, gildir það enn að Landspítalinn er ekkert án fólksins sem starfar á honum. Með áframhaldandi aðgerðaleysi stjórnvalda margfaldast vandamálið og erfiðara verður að uppræta það. Ef ekkert er að gert er hætt við að það verði ansi tómlegt á sveppaþöktum göngum Landspítalans í framtíðinni. Þá er hætta á að Palli verði einn í heiminum.Þessi grein er hluti af Áfram í fremstu röð - 10 daga átaki um menntamál
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun