Palli einn í heiminum Valgerður Bjarnadóttir skrifar 14. október 2014 07:00 Einungis 17% heilbrigðisnemenda við Háskóla Íslands sem stunda verknám við Landspítalann geta hugsað sér Landspítalann sem sinn framtíðarvinnustað og rúmur helmingur hefur íhugað að flytjast erlendis strax að loknu námi. Þá hafa aðeins 7% verknámsnemenda jákvætt viðhorf til heilbrigðismála. Þetta eru niðurstöður nýlegrar könnunar Sviðsráðs heilbrigðisvísindasviðs SHÍ sem ætlað var að kanna viðhorf nemenda í verknámi við Landspítalann. Þátttaka í könnuninni var góð og var svarhlutfall 70%. Niðurstöður þessar eru sláandi og á sama tíma grafalvarlegar þar sem þær endurspegla mikla óánægju nemenda með íslenskt heilbrigðiskerfi. Núverandi þróun er sú að heilbrigðisstarfsfólk leitar í auknum mæli í vinnu erlendis þar sem því bjóðast betri vinnuaðstæður, mannsæmandi vinnuálag og margfalt hærri laun. Mannekla er nú þegar stórt vandamál á Landspítalanum þar sem heilbrigðisstéttir eru að eldast og ekki nóg af nýútskrifuðu fólki á landinu til að taka við keflinu. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar virðist sem enginn viðsnúningur muni verða á þessari þróun. Það gefur því auga leið að bæta þarf heilbrigðiskerfið en það hefur verið fjársvelt í fjölda ára eins og Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, hefur margsinnis bent á. Vandamálið liggur ekki í ævintýraþrá heilbrigðisnema og starfsfólks, að það vilji yfir höfuð ekki búa á Íslandi. Heilbrigðisnemar hafa margir löngun til að starfa á Íslandi en bágt ástand heilbrigðiskerfisins útilokar nánast þann möguleika. Það hefur enginn áhuga á að vinna við ómannlegt álag sem slítur bæði líkama og sál. Það vill enginn þurfa að vinna undir getu vegna bágra aðstæðna. Þá er mörgum beinlínis ómögulegt að sætta sig við margfalt lægri laun en önnur lönd bjóða upp á. Sumir hafa stofnað fjölskyldu sem þarf að sjá fyrir auk þess sem löngu háskólanámi geta fylgt miklar skuldir sem þarf að borga af. Það er alvarlegt mál að ástand íslensks heilbrigðiskerfis sé svo slæmt að nemendur sem hafa kynnst því geti ekki hugsað sér að starfa þar í framtíðinni. Þátttakendur könnunarinnar eru framtíð íslensks heilbrigðiskerfis og hún virðist vera ótryggð. Þótt miklar tækniframfarir hafi orðið, gildir það enn að Landspítalinn er ekkert án fólksins sem starfar á honum. Með áframhaldandi aðgerðaleysi stjórnvalda margfaldast vandamálið og erfiðara verður að uppræta það. Ef ekkert er að gert er hætt við að það verði ansi tómlegt á sveppaþöktum göngum Landspítalans í framtíðinni. Þá er hætta á að Palli verði einn í heiminum.Þessi grein er hluti af Áfram í fremstu röð - 10 daga átaki um menntamál Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Áfram í fremstu röð? 7. október 2014 07:00 Vits er þörf 11. október 2014 11:30 Falin skólagjöld Háskóla Íslands 12. október 2014 07:00 Hverju hefur Stúdentaráð áorkað? 8. október 2014 07:00 Úr faðmi fjalla blárra í kaldan faðm LÍN 10. október 2014 07:00 Samstaða um LÍN 13. október 2014 11:00 Ráðherra talar tungum tveim 9. október 2014 07:00 Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Einungis 17% heilbrigðisnemenda við Háskóla Íslands sem stunda verknám við Landspítalann geta hugsað sér Landspítalann sem sinn framtíðarvinnustað og rúmur helmingur hefur íhugað að flytjast erlendis strax að loknu námi. Þá hafa aðeins 7% verknámsnemenda jákvætt viðhorf til heilbrigðismála. Þetta eru niðurstöður nýlegrar könnunar Sviðsráðs heilbrigðisvísindasviðs SHÍ sem ætlað var að kanna viðhorf nemenda í verknámi við Landspítalann. Þátttaka í könnuninni var góð og var svarhlutfall 70%. Niðurstöður þessar eru sláandi og á sama tíma grafalvarlegar þar sem þær endurspegla mikla óánægju nemenda með íslenskt heilbrigðiskerfi. Núverandi þróun er sú að heilbrigðisstarfsfólk leitar í auknum mæli í vinnu erlendis þar sem því bjóðast betri vinnuaðstæður, mannsæmandi vinnuálag og margfalt hærri laun. Mannekla er nú þegar stórt vandamál á Landspítalanum þar sem heilbrigðisstéttir eru að eldast og ekki nóg af nýútskrifuðu fólki á landinu til að taka við keflinu. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar virðist sem enginn viðsnúningur muni verða á þessari þróun. Það gefur því auga leið að bæta þarf heilbrigðiskerfið en það hefur verið fjársvelt í fjölda ára eins og Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, hefur margsinnis bent á. Vandamálið liggur ekki í ævintýraþrá heilbrigðisnema og starfsfólks, að það vilji yfir höfuð ekki búa á Íslandi. Heilbrigðisnemar hafa margir löngun til að starfa á Íslandi en bágt ástand heilbrigðiskerfisins útilokar nánast þann möguleika. Það hefur enginn áhuga á að vinna við ómannlegt álag sem slítur bæði líkama og sál. Það vill enginn þurfa að vinna undir getu vegna bágra aðstæðna. Þá er mörgum beinlínis ómögulegt að sætta sig við margfalt lægri laun en önnur lönd bjóða upp á. Sumir hafa stofnað fjölskyldu sem þarf að sjá fyrir auk þess sem löngu háskólanámi geta fylgt miklar skuldir sem þarf að borga af. Það er alvarlegt mál að ástand íslensks heilbrigðiskerfis sé svo slæmt að nemendur sem hafa kynnst því geti ekki hugsað sér að starfa þar í framtíðinni. Þátttakendur könnunarinnar eru framtíð íslensks heilbrigðiskerfis og hún virðist vera ótryggð. Þótt miklar tækniframfarir hafi orðið, gildir það enn að Landspítalinn er ekkert án fólksins sem starfar á honum. Með áframhaldandi aðgerðaleysi stjórnvalda margfaldast vandamálið og erfiðara verður að uppræta það. Ef ekkert er að gert er hætt við að það verði ansi tómlegt á sveppaþöktum göngum Landspítalans í framtíðinni. Þá er hætta á að Palli verði einn í heiminum.Þessi grein er hluti af Áfram í fremstu röð - 10 daga átaki um menntamál
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar