Falin skólagjöld Háskóla Íslands Sunna Mjöll Sverrisdóttir skrifar 12. október 2014 07:00 Mig langar að lifa í samfélagi sem býður öllum jöfn tækifæri til menntunar. Og þar sem Háskóli Íslands hefur ekki heimild samkvæmt lögum til að innheimta skólagjöld ætti það að vera raunin. Hækkun skrásetningargjalda Háskóla Íslands hefur verið töluvert í deiglunni undanfarin tvö ár. Margir nemendur eru ósáttir við hækkunina en mótmælum þeirra er gjarnan svarað með athugasemdum eins og: “Af hverju ertu að væla?” Þá þykir fólki nemendur ekkert of góðir til að borga 75.000 krónur fyrir heilt ár í háskóla, margir þurfi að borga miklu meira en það. Ég geng í íslenskan ríkisháskóla. Ég bý þess vegna svo vel að þurfa ekki að greiða nein skólagjöld. Íslensk lög hamla Háskóla Íslands að krefjast skólagjalda og gefa þannig öllum tækifæri til menntunar. Það er nauðsynlegt í jafn stéttaskiptu samfélagi og okkar því það væri mikill missir að útiloka stóran hluta þjóðarinnar frá menntun vegna fjárskorts eða veikrar félagslegrar stöðu. Staðan í dag er sú að þó HÍ megi ekki innheimta skólagjöld hefur skólinn heimild til að láta nemendur greiða kostnað við innritun þeirra í skólann. Þau gjöld fara því í þann búnað og mannskap sem þarf til að innrita hvern nemanda. Eins og gefur að skilja er kostnaður við innritun afskaplega teygjanleg skilgreining. Í stuttu máli geta gjöldin við innritun komið að flestu nema kennslunni sjálfri. Árið 2012 voru innritunargjöld í Háskóla Íslands 45.000 krónur. Í ár voru þau 75.000 krónur. Þetta gerir 67% hækkun þessara gjalda á tveimur árum. Mér er fyrirmunað að skilja hvernig kostnaður við innritun nemenda getur aukist um tæp 70% á aðeins tveimur árum! Enda hefur það sýnt sig að þessi hækkun rennur ekki beint til háskólans. Því nú síðast hækkuðu gjöldin um 15.000 krónur og samkvæmt rektor skólans, Kristínu Ingólfsdóttur, skilar þessi hækkun um 180 milljónum en aðeins 40 milljónir skila sér beint til Háskólans. Restin situr eftir í ríkissjóði. Því virðist vera að við, nemendur Háskólans, séum að borga upp niðurskurð ríkisins til Háskólans. Mér sýnist Háskólinn vera að teygja reglugerðir til að svara því áralanga fjársvelti sem hann hefur búið við. Þess vegna þykir mér forkastanlegt að greiða 75.000 ólánshæfar krónur fyrir hvert skólaár. Því þessi upphæð gerir Háskólanum ekki kleyft að eyða meira fjármagni í gæði kennslu og framúrskarandi menntun nemenda. Þess vegna vælum við. Við sættum okkur ekki við það að fjárframlög ríkissjóðs til Háskóla Íslands lækki á meðan við greiðum meira. Við sættum okkur ekki við að láta ljúga upp í opið geðið á okkur. Þetta eru ekkert nema falin skólagjöld. Þessi grein er hluti af Áfram í fremstu röð - 10 daga átaki um menntamál Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Áfram í fremstu röð? 7. október 2014 07:00 Vits er þörf 11. október 2014 11:30 Hverju hefur Stúdentaráð áorkað? 8. október 2014 07:00 Úr faðmi fjalla blárra í kaldan faðm LÍN 10. október 2014 07:00 Ráðherra talar tungum tveim 9. október 2014 07:00 Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Mig langar að lifa í samfélagi sem býður öllum jöfn tækifæri til menntunar. Og þar sem Háskóli Íslands hefur ekki heimild samkvæmt lögum til að innheimta skólagjöld ætti það að vera raunin. Hækkun skrásetningargjalda Háskóla Íslands hefur verið töluvert í deiglunni undanfarin tvö ár. Margir nemendur eru ósáttir við hækkunina en mótmælum þeirra er gjarnan svarað með athugasemdum eins og: “Af hverju ertu að væla?” Þá þykir fólki nemendur ekkert of góðir til að borga 75.000 krónur fyrir heilt ár í háskóla, margir þurfi að borga miklu meira en það. Ég geng í íslenskan ríkisháskóla. Ég bý þess vegna svo vel að þurfa ekki að greiða nein skólagjöld. Íslensk lög hamla Háskóla Íslands að krefjast skólagjalda og gefa þannig öllum tækifæri til menntunar. Það er nauðsynlegt í jafn stéttaskiptu samfélagi og okkar því það væri mikill missir að útiloka stóran hluta þjóðarinnar frá menntun vegna fjárskorts eða veikrar félagslegrar stöðu. Staðan í dag er sú að þó HÍ megi ekki innheimta skólagjöld hefur skólinn heimild til að láta nemendur greiða kostnað við innritun þeirra í skólann. Þau gjöld fara því í þann búnað og mannskap sem þarf til að innrita hvern nemanda. Eins og gefur að skilja er kostnaður við innritun afskaplega teygjanleg skilgreining. Í stuttu máli geta gjöldin við innritun komið að flestu nema kennslunni sjálfri. Árið 2012 voru innritunargjöld í Háskóla Íslands 45.000 krónur. Í ár voru þau 75.000 krónur. Þetta gerir 67% hækkun þessara gjalda á tveimur árum. Mér er fyrirmunað að skilja hvernig kostnaður við innritun nemenda getur aukist um tæp 70% á aðeins tveimur árum! Enda hefur það sýnt sig að þessi hækkun rennur ekki beint til háskólans. Því nú síðast hækkuðu gjöldin um 15.000 krónur og samkvæmt rektor skólans, Kristínu Ingólfsdóttur, skilar þessi hækkun um 180 milljónum en aðeins 40 milljónir skila sér beint til Háskólans. Restin situr eftir í ríkissjóði. Því virðist vera að við, nemendur Háskólans, séum að borga upp niðurskurð ríkisins til Háskólans. Mér sýnist Háskólinn vera að teygja reglugerðir til að svara því áralanga fjársvelti sem hann hefur búið við. Þess vegna þykir mér forkastanlegt að greiða 75.000 ólánshæfar krónur fyrir hvert skólaár. Því þessi upphæð gerir Háskólanum ekki kleyft að eyða meira fjármagni í gæði kennslu og framúrskarandi menntun nemenda. Þess vegna vælum við. Við sættum okkur ekki við það að fjárframlög ríkissjóðs til Háskóla Íslands lækki á meðan við greiðum meira. Við sættum okkur ekki við að láta ljúga upp í opið geðið á okkur. Þetta eru ekkert nema falin skólagjöld. Þessi grein er hluti af Áfram í fremstu röð - 10 daga átaki um menntamál
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar