Falin skólagjöld Háskóla Íslands Sunna Mjöll Sverrisdóttir skrifar 12. október 2014 07:00 Mig langar að lifa í samfélagi sem býður öllum jöfn tækifæri til menntunar. Og þar sem Háskóli Íslands hefur ekki heimild samkvæmt lögum til að innheimta skólagjöld ætti það að vera raunin. Hækkun skrásetningargjalda Háskóla Íslands hefur verið töluvert í deiglunni undanfarin tvö ár. Margir nemendur eru ósáttir við hækkunina en mótmælum þeirra er gjarnan svarað með athugasemdum eins og: “Af hverju ertu að væla?” Þá þykir fólki nemendur ekkert of góðir til að borga 75.000 krónur fyrir heilt ár í háskóla, margir þurfi að borga miklu meira en það. Ég geng í íslenskan ríkisháskóla. Ég bý þess vegna svo vel að þurfa ekki að greiða nein skólagjöld. Íslensk lög hamla Háskóla Íslands að krefjast skólagjalda og gefa þannig öllum tækifæri til menntunar. Það er nauðsynlegt í jafn stéttaskiptu samfélagi og okkar því það væri mikill missir að útiloka stóran hluta þjóðarinnar frá menntun vegna fjárskorts eða veikrar félagslegrar stöðu. Staðan í dag er sú að þó HÍ megi ekki innheimta skólagjöld hefur skólinn heimild til að láta nemendur greiða kostnað við innritun þeirra í skólann. Þau gjöld fara því í þann búnað og mannskap sem þarf til að innrita hvern nemanda. Eins og gefur að skilja er kostnaður við innritun afskaplega teygjanleg skilgreining. Í stuttu máli geta gjöldin við innritun komið að flestu nema kennslunni sjálfri. Árið 2012 voru innritunargjöld í Háskóla Íslands 45.000 krónur. Í ár voru þau 75.000 krónur. Þetta gerir 67% hækkun þessara gjalda á tveimur árum. Mér er fyrirmunað að skilja hvernig kostnaður við innritun nemenda getur aukist um tæp 70% á aðeins tveimur árum! Enda hefur það sýnt sig að þessi hækkun rennur ekki beint til háskólans. Því nú síðast hækkuðu gjöldin um 15.000 krónur og samkvæmt rektor skólans, Kristínu Ingólfsdóttur, skilar þessi hækkun um 180 milljónum en aðeins 40 milljónir skila sér beint til Háskólans. Restin situr eftir í ríkissjóði. Því virðist vera að við, nemendur Háskólans, séum að borga upp niðurskurð ríkisins til Háskólans. Mér sýnist Háskólinn vera að teygja reglugerðir til að svara því áralanga fjársvelti sem hann hefur búið við. Þess vegna þykir mér forkastanlegt að greiða 75.000 ólánshæfar krónur fyrir hvert skólaár. Því þessi upphæð gerir Háskólanum ekki kleyft að eyða meira fjármagni í gæði kennslu og framúrskarandi menntun nemenda. Þess vegna vælum við. Við sættum okkur ekki við það að fjárframlög ríkissjóðs til Háskóla Íslands lækki á meðan við greiðum meira. Við sættum okkur ekki við að láta ljúga upp í opið geðið á okkur. Þetta eru ekkert nema falin skólagjöld. Þessi grein er hluti af Áfram í fremstu röð - 10 daga átaki um menntamál Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Áfram í fremstu röð? 7. október 2014 07:00 Vits er þörf 11. október 2014 11:30 Hverju hefur Stúdentaráð áorkað? 8. október 2014 07:00 Úr faðmi fjalla blárra í kaldan faðm LÍN 10. október 2014 07:00 Ráðherra talar tungum tveim 9. október 2014 07:00 Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Skoðun Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Sjá meira
Mig langar að lifa í samfélagi sem býður öllum jöfn tækifæri til menntunar. Og þar sem Háskóli Íslands hefur ekki heimild samkvæmt lögum til að innheimta skólagjöld ætti það að vera raunin. Hækkun skrásetningargjalda Háskóla Íslands hefur verið töluvert í deiglunni undanfarin tvö ár. Margir nemendur eru ósáttir við hækkunina en mótmælum þeirra er gjarnan svarað með athugasemdum eins og: “Af hverju ertu að væla?” Þá þykir fólki nemendur ekkert of góðir til að borga 75.000 krónur fyrir heilt ár í háskóla, margir þurfi að borga miklu meira en það. Ég geng í íslenskan ríkisháskóla. Ég bý þess vegna svo vel að þurfa ekki að greiða nein skólagjöld. Íslensk lög hamla Háskóla Íslands að krefjast skólagjalda og gefa þannig öllum tækifæri til menntunar. Það er nauðsynlegt í jafn stéttaskiptu samfélagi og okkar því það væri mikill missir að útiloka stóran hluta þjóðarinnar frá menntun vegna fjárskorts eða veikrar félagslegrar stöðu. Staðan í dag er sú að þó HÍ megi ekki innheimta skólagjöld hefur skólinn heimild til að láta nemendur greiða kostnað við innritun þeirra í skólann. Þau gjöld fara því í þann búnað og mannskap sem þarf til að innrita hvern nemanda. Eins og gefur að skilja er kostnaður við innritun afskaplega teygjanleg skilgreining. Í stuttu máli geta gjöldin við innritun komið að flestu nema kennslunni sjálfri. Árið 2012 voru innritunargjöld í Háskóla Íslands 45.000 krónur. Í ár voru þau 75.000 krónur. Þetta gerir 67% hækkun þessara gjalda á tveimur árum. Mér er fyrirmunað að skilja hvernig kostnaður við innritun nemenda getur aukist um tæp 70% á aðeins tveimur árum! Enda hefur það sýnt sig að þessi hækkun rennur ekki beint til háskólans. Því nú síðast hækkuðu gjöldin um 15.000 krónur og samkvæmt rektor skólans, Kristínu Ingólfsdóttur, skilar þessi hækkun um 180 milljónum en aðeins 40 milljónir skila sér beint til Háskólans. Restin situr eftir í ríkissjóði. Því virðist vera að við, nemendur Háskólans, séum að borga upp niðurskurð ríkisins til Háskólans. Mér sýnist Háskólinn vera að teygja reglugerðir til að svara því áralanga fjársvelti sem hann hefur búið við. Þess vegna þykir mér forkastanlegt að greiða 75.000 ólánshæfar krónur fyrir hvert skólaár. Því þessi upphæð gerir Háskólanum ekki kleyft að eyða meira fjármagni í gæði kennslu og framúrskarandi menntun nemenda. Þess vegna vælum við. Við sættum okkur ekki við það að fjárframlög ríkissjóðs til Háskóla Íslands lækki á meðan við greiðum meira. Við sættum okkur ekki við að láta ljúga upp í opið geðið á okkur. Þetta eru ekkert nema falin skólagjöld. Þessi grein er hluti af Áfram í fremstu röð - 10 daga átaki um menntamál
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun