Hverju hefur Stúdentaráð áorkað? Kristín Rannveig Jónsdóttir skrifar 8. október 2014 07:00 Ég hef fundið fyrir því að stúdentar líta oft á Stúdentaráð sem nokkurs konar pólitískt batterí sem komi stúdentum ekkert við og satt best að segja hafði ég sjálf þá skoðun þegar ég byrjaði í Háskóla Íslands. Ég vissi lítið um það hvað Stúdentaráð gerði og taldi það frekar gagnslaust. Ég held að margir stúdentar séu sömu skoðunar og ég. En það er gríðarlega mikilvægt að stúdentar viti hverju Stúdentaráð getur áorkað. Stúdentaráð var stofnað árið 1920 og hefur allt frá því barist fyrir hagsmunum stúdenta. Stúdentaráð sinnir margvíslegum hlutverkum, má þar nefna félagslífið, hagsmuna- og réttindamál, jafnréttismál, stúdentablaðið og síðast en alls ekki síst er Stúdentaráð rödd stúdenta. Starf Stúdentaráðs hefur borið árangur og það má sjá það með því að líta yfir farinn veg.Stúdentagarðar er ein helsta búbótin sem Stúdentaráð hefur barist fyrir í gegnum árin. Fyrstu íbúðirnar voru teknar í notkun árið 1934 og voru þá 43 íbúðir byggðar. Nú eru íbúðirnar hins vegar orðnar um 1100 og er Stúdentaráð hvergi hætt enda þörfin enn til staðar. Við höldum því áfram að berjast fyrir enn fleiri íbúðum.Fyrir tíma LÍN var starfrækur lánasjóður stúdenta við Háskóla Íslands. En hann var stofnaður árið 1921 af Stúdentaráði. Árið 1952 var starfsemi sjóðsins loks tryggð með ríkisframlögum að beiðni Stúdentaráðs enda hafði starfsemin orðið umfangsmeiri með hverju árinu. Loks tók LÍN við starfsemi sjóðsins með breyttu fyrirkomulagi.Árið 1968 var Félagsstofnun stúdenta sett á stofn af Stúdentaráði og Háskólaráði. Félagsstofnun stúdenta tók bæði við bóksölu og kaffisölu sem Stúdentaráð rak áður og hafa þær tryggt stúdentum ýmsar nauðsynjarvörur á góðum kjörum í fjölda ára.Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn opnaði fyrir almenningi árið 1994. Var um að ræða sameiningu Landsbókasafns og Háskólasafns í nýjum húsakynnum, Þjóðarbókhlöðunni, sem Stúdentaráð átti þátt í að fjármagna. Svona mætti lengi telja. Þetta eru aðeins nokkur atriði af mörgum sem Stúdentaráð hefur barist fyrir og komið í framkvæmd í gegnum tíðina. Eins og sjá má hefur Stúdentaráð staðið fyrir umbótum í menntakerfinu sem námsmenn í dag líta á sem sjálfsagðan hlut. Stúdentaráð hefur það að markmiði að standa fyrir framþróun menntakerfisins, nauðsynlegri þróun sem komandi kynslóðir munu ekki geta lifað án. Nú í ár er okkar helsta markmið að auka framlög til háskólanna en eftir samfelldan sjö ára niðurskurð er kominn tími til þess að byggja upp aftur. Aðeins með því að auka framlög til Háskóla Íslands verðum við áfram í fremstu röð.Þessi grein er hluti af Áfram í fremstu röð - 10 daga átaki um menntamál Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Áfram í fremstu röð? 7. október 2014 07:00 Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Ég hef fundið fyrir því að stúdentar líta oft á Stúdentaráð sem nokkurs konar pólitískt batterí sem komi stúdentum ekkert við og satt best að segja hafði ég sjálf þá skoðun þegar ég byrjaði í Háskóla Íslands. Ég vissi lítið um það hvað Stúdentaráð gerði og taldi það frekar gagnslaust. Ég held að margir stúdentar séu sömu skoðunar og ég. En það er gríðarlega mikilvægt að stúdentar viti hverju Stúdentaráð getur áorkað. Stúdentaráð var stofnað árið 1920 og hefur allt frá því barist fyrir hagsmunum stúdenta. Stúdentaráð sinnir margvíslegum hlutverkum, má þar nefna félagslífið, hagsmuna- og réttindamál, jafnréttismál, stúdentablaðið og síðast en alls ekki síst er Stúdentaráð rödd stúdenta. Starf Stúdentaráðs hefur borið árangur og það má sjá það með því að líta yfir farinn veg.Stúdentagarðar er ein helsta búbótin sem Stúdentaráð hefur barist fyrir í gegnum árin. Fyrstu íbúðirnar voru teknar í notkun árið 1934 og voru þá 43 íbúðir byggðar. Nú eru íbúðirnar hins vegar orðnar um 1100 og er Stúdentaráð hvergi hætt enda þörfin enn til staðar. Við höldum því áfram að berjast fyrir enn fleiri íbúðum.Fyrir tíma LÍN var starfrækur lánasjóður stúdenta við Háskóla Íslands. En hann var stofnaður árið 1921 af Stúdentaráði. Árið 1952 var starfsemi sjóðsins loks tryggð með ríkisframlögum að beiðni Stúdentaráðs enda hafði starfsemin orðið umfangsmeiri með hverju árinu. Loks tók LÍN við starfsemi sjóðsins með breyttu fyrirkomulagi.Árið 1968 var Félagsstofnun stúdenta sett á stofn af Stúdentaráði og Háskólaráði. Félagsstofnun stúdenta tók bæði við bóksölu og kaffisölu sem Stúdentaráð rak áður og hafa þær tryggt stúdentum ýmsar nauðsynjarvörur á góðum kjörum í fjölda ára.Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn opnaði fyrir almenningi árið 1994. Var um að ræða sameiningu Landsbókasafns og Háskólasafns í nýjum húsakynnum, Þjóðarbókhlöðunni, sem Stúdentaráð átti þátt í að fjármagna. Svona mætti lengi telja. Þetta eru aðeins nokkur atriði af mörgum sem Stúdentaráð hefur barist fyrir og komið í framkvæmd í gegnum tíðina. Eins og sjá má hefur Stúdentaráð staðið fyrir umbótum í menntakerfinu sem námsmenn í dag líta á sem sjálfsagðan hlut. Stúdentaráð hefur það að markmiði að standa fyrir framþróun menntakerfisins, nauðsynlegri þróun sem komandi kynslóðir munu ekki geta lifað án. Nú í ár er okkar helsta markmið að auka framlög til háskólanna en eftir samfelldan sjö ára niðurskurð er kominn tími til þess að byggja upp aftur. Aðeins með því að auka framlög til Háskóla Íslands verðum við áfram í fremstu röð.Þessi grein er hluti af Áfram í fremstu röð - 10 daga átaki um menntamál
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun