Hverju hefur Stúdentaráð áorkað? Kristín Rannveig Jónsdóttir skrifar 8. október 2014 07:00 Ég hef fundið fyrir því að stúdentar líta oft á Stúdentaráð sem nokkurs konar pólitískt batterí sem komi stúdentum ekkert við og satt best að segja hafði ég sjálf þá skoðun þegar ég byrjaði í Háskóla Íslands. Ég vissi lítið um það hvað Stúdentaráð gerði og taldi það frekar gagnslaust. Ég held að margir stúdentar séu sömu skoðunar og ég. En það er gríðarlega mikilvægt að stúdentar viti hverju Stúdentaráð getur áorkað. Stúdentaráð var stofnað árið 1920 og hefur allt frá því barist fyrir hagsmunum stúdenta. Stúdentaráð sinnir margvíslegum hlutverkum, má þar nefna félagslífið, hagsmuna- og réttindamál, jafnréttismál, stúdentablaðið og síðast en alls ekki síst er Stúdentaráð rödd stúdenta. Starf Stúdentaráðs hefur borið árangur og það má sjá það með því að líta yfir farinn veg.Stúdentagarðar er ein helsta búbótin sem Stúdentaráð hefur barist fyrir í gegnum árin. Fyrstu íbúðirnar voru teknar í notkun árið 1934 og voru þá 43 íbúðir byggðar. Nú eru íbúðirnar hins vegar orðnar um 1100 og er Stúdentaráð hvergi hætt enda þörfin enn til staðar. Við höldum því áfram að berjast fyrir enn fleiri íbúðum.Fyrir tíma LÍN var starfrækur lánasjóður stúdenta við Háskóla Íslands. En hann var stofnaður árið 1921 af Stúdentaráði. Árið 1952 var starfsemi sjóðsins loks tryggð með ríkisframlögum að beiðni Stúdentaráðs enda hafði starfsemin orðið umfangsmeiri með hverju árinu. Loks tók LÍN við starfsemi sjóðsins með breyttu fyrirkomulagi.Árið 1968 var Félagsstofnun stúdenta sett á stofn af Stúdentaráði og Háskólaráði. Félagsstofnun stúdenta tók bæði við bóksölu og kaffisölu sem Stúdentaráð rak áður og hafa þær tryggt stúdentum ýmsar nauðsynjarvörur á góðum kjörum í fjölda ára.Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn opnaði fyrir almenningi árið 1994. Var um að ræða sameiningu Landsbókasafns og Háskólasafns í nýjum húsakynnum, Þjóðarbókhlöðunni, sem Stúdentaráð átti þátt í að fjármagna. Svona mætti lengi telja. Þetta eru aðeins nokkur atriði af mörgum sem Stúdentaráð hefur barist fyrir og komið í framkvæmd í gegnum tíðina. Eins og sjá má hefur Stúdentaráð staðið fyrir umbótum í menntakerfinu sem námsmenn í dag líta á sem sjálfsagðan hlut. Stúdentaráð hefur það að markmiði að standa fyrir framþróun menntakerfisins, nauðsynlegri þróun sem komandi kynslóðir munu ekki geta lifað án. Nú í ár er okkar helsta markmið að auka framlög til háskólanna en eftir samfelldan sjö ára niðurskurð er kominn tími til þess að byggja upp aftur. Aðeins með því að auka framlög til Háskóla Íslands verðum við áfram í fremstu röð.Þessi grein er hluti af Áfram í fremstu röð - 10 daga átaki um menntamál Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Áfram í fremstu röð? 7. október 2014 07:00 Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Ég hef fundið fyrir því að stúdentar líta oft á Stúdentaráð sem nokkurs konar pólitískt batterí sem komi stúdentum ekkert við og satt best að segja hafði ég sjálf þá skoðun þegar ég byrjaði í Háskóla Íslands. Ég vissi lítið um það hvað Stúdentaráð gerði og taldi það frekar gagnslaust. Ég held að margir stúdentar séu sömu skoðunar og ég. En það er gríðarlega mikilvægt að stúdentar viti hverju Stúdentaráð getur áorkað. Stúdentaráð var stofnað árið 1920 og hefur allt frá því barist fyrir hagsmunum stúdenta. Stúdentaráð sinnir margvíslegum hlutverkum, má þar nefna félagslífið, hagsmuna- og réttindamál, jafnréttismál, stúdentablaðið og síðast en alls ekki síst er Stúdentaráð rödd stúdenta. Starf Stúdentaráðs hefur borið árangur og það má sjá það með því að líta yfir farinn veg.Stúdentagarðar er ein helsta búbótin sem Stúdentaráð hefur barist fyrir í gegnum árin. Fyrstu íbúðirnar voru teknar í notkun árið 1934 og voru þá 43 íbúðir byggðar. Nú eru íbúðirnar hins vegar orðnar um 1100 og er Stúdentaráð hvergi hætt enda þörfin enn til staðar. Við höldum því áfram að berjast fyrir enn fleiri íbúðum.Fyrir tíma LÍN var starfrækur lánasjóður stúdenta við Háskóla Íslands. En hann var stofnaður árið 1921 af Stúdentaráði. Árið 1952 var starfsemi sjóðsins loks tryggð með ríkisframlögum að beiðni Stúdentaráðs enda hafði starfsemin orðið umfangsmeiri með hverju árinu. Loks tók LÍN við starfsemi sjóðsins með breyttu fyrirkomulagi.Árið 1968 var Félagsstofnun stúdenta sett á stofn af Stúdentaráði og Háskólaráði. Félagsstofnun stúdenta tók bæði við bóksölu og kaffisölu sem Stúdentaráð rak áður og hafa þær tryggt stúdentum ýmsar nauðsynjarvörur á góðum kjörum í fjölda ára.Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn opnaði fyrir almenningi árið 1994. Var um að ræða sameiningu Landsbókasafns og Háskólasafns í nýjum húsakynnum, Þjóðarbókhlöðunni, sem Stúdentaráð átti þátt í að fjármagna. Svona mætti lengi telja. Þetta eru aðeins nokkur atriði af mörgum sem Stúdentaráð hefur barist fyrir og komið í framkvæmd í gegnum tíðina. Eins og sjá má hefur Stúdentaráð staðið fyrir umbótum í menntakerfinu sem námsmenn í dag líta á sem sjálfsagðan hlut. Stúdentaráð hefur það að markmiði að standa fyrir framþróun menntakerfisins, nauðsynlegri þróun sem komandi kynslóðir munu ekki geta lifað án. Nú í ár er okkar helsta markmið að auka framlög til háskólanna en eftir samfelldan sjö ára niðurskurð er kominn tími til þess að byggja upp aftur. Aðeins með því að auka framlög til Háskóla Íslands verðum við áfram í fremstu röð.Þessi grein er hluti af Áfram í fremstu röð - 10 daga átaki um menntamál
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar