Vits er þörf Jón Birgir Eiríksson skrifar 11. október 2014 11:30 „...Þeim er víða ratar,“ hugsa eflaust flestir nemendur Háskóla Íslands þegar þeir lesa titilinn hér að ofan. Setning þessi trónir tignarlega yfir Háskólatorgi, aðal samkomustað Háskólans. Seint myndi undirritaður þó saka háskólanema um að góna of oft upp í loft þótt þeir hljóti að gjóa augunum þangað reglulega og velta orðunum fyrir sér. Enginn veit fyrir víst hver merking orðanna að ofan er, en þeim hefur þó verið ljáð eftirfarandi merking: Þeim sem ferðast víða hlotnast djúp þekking. Síðan er því bætt við að auðvelt sé að sitja heima í hugsunarleysi en þá sé maður þekkingunni fátækari. Vitaskuld, kynnu margir að hugsa. En speki þessi rímar þó ekki að öllu leyti við þá reynslu sem þekkist hér á landi. Hingað til hafa Íslendingar ekki þurft að ferðast lengra en niður í Vatnsmýri til að sækja sér menntun sambærilega þeirri sem víðar þekkist. Og um það hefur þjóðin sammælst, að öllum skuli tryggður aðgangur að menntun - kjósi þeir að mennta sig. Sú er líka raunin, fólk sækir í Háskóla Íslands og síðastliðna öld hefur þar skapast blómlegt menntasamfélag. Þeim sem gera sér grein fyrir mikilvægi menntunar, ætti að vera ljós sú ógn sem nú stafar að háskólasamfélaginu. Ítrekað hefur verið bent á afleiðingar þess fjársveltis sem viðgengist hefur síðustu ár. Þrátt fyrir háværar raddir innan og utan háskólans virðast stjórnvöld takmarkaðan áhuga hafa á áframhaldandi uppbyggingu menntakerfisins, þó uppbyggingin yrði samfélaginu öllu til heilla. Gott fólk er grunnur góðs samfélags. Því er ekki að undra að í hnattvæðingu 21. aldarinnar er samkeppnin um mannauð orðin meginatriði í hugum manna. Metnaðarfullt fólk leitar þangað sem það getur best aukið við og ræktað þekkingu sína. Ef fram fer sem horfir, hvað gæði náms í Háskóla Íslands varðar, er landflótti námsmanna óumflýjanlegur. Þessu hafa nágrannaþjóðir okkar á norðurlöndum áttað sig á, auk fjölmargra annarra þjóða, en í mörg ár hefur Ísland rekið lestina hvað fjárveitingu til hvers nemanda varðar. Ef háskólinn á að halda stöðu sinni og fá tækifæri til eflingar og árangurs er ljóst að stjórnvöld þurfa að taka menntamál föstum tökum. Brýn þörf er á bótum. Sú staðreynd er óásættanleg að árið 2014 spyrji stjórnvöld sig hvort vits sé þörf hér á landi. Hvort Ísland þurfi að státa af háskóla í fremstu röð. Í stefnu sinni hefur ríkisstjórnin lofað að grípa til aðgerða til bjargar þeirri hnignandi stofnun sem Háskóli Íslands er. Lítið bólar á björg þeirri og útlitið er slæmt. Undirrituðum þykir ólíklegt að efnisfólki detti í hug að hanga hugsunarlaust heima hjá sér. Vits er þörf, þeim er víða ratar. Þeir sem leita, finna. Mikilvægt er fyrir íslenskt samfélag að Háskóli Íslands hafi burði til að svala þorsta þeirra sem þekkingar leita. Ef halda á uppi samkeppnishæfum háskóla hér á landi er það stjórnvalda að standa við orð sín. Það er stjórnvalda að sjá til þess að komandi kynslóðum standi Háskóli Íslands til boða. Þær rati ekki of langt.Þessi grein er hluti af Áfram í fremstu röð - 10 daga átaki um menntamál Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Áfram í fremstu röð? 7. október 2014 07:00 Hverju hefur Stúdentaráð áorkað? 8. október 2014 07:00 Úr faðmi fjalla blárra í kaldan faðm LÍN 10. október 2014 07:00 Ráðherra talar tungum tveim 9. október 2014 07:00 Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
„...Þeim er víða ratar,“ hugsa eflaust flestir nemendur Háskóla Íslands þegar þeir lesa titilinn hér að ofan. Setning þessi trónir tignarlega yfir Háskólatorgi, aðal samkomustað Háskólans. Seint myndi undirritaður þó saka háskólanema um að góna of oft upp í loft þótt þeir hljóti að gjóa augunum þangað reglulega og velta orðunum fyrir sér. Enginn veit fyrir víst hver merking orðanna að ofan er, en þeim hefur þó verið ljáð eftirfarandi merking: Þeim sem ferðast víða hlotnast djúp þekking. Síðan er því bætt við að auðvelt sé að sitja heima í hugsunarleysi en þá sé maður þekkingunni fátækari. Vitaskuld, kynnu margir að hugsa. En speki þessi rímar þó ekki að öllu leyti við þá reynslu sem þekkist hér á landi. Hingað til hafa Íslendingar ekki þurft að ferðast lengra en niður í Vatnsmýri til að sækja sér menntun sambærilega þeirri sem víðar þekkist. Og um það hefur þjóðin sammælst, að öllum skuli tryggður aðgangur að menntun - kjósi þeir að mennta sig. Sú er líka raunin, fólk sækir í Háskóla Íslands og síðastliðna öld hefur þar skapast blómlegt menntasamfélag. Þeim sem gera sér grein fyrir mikilvægi menntunar, ætti að vera ljós sú ógn sem nú stafar að háskólasamfélaginu. Ítrekað hefur verið bent á afleiðingar þess fjársveltis sem viðgengist hefur síðustu ár. Þrátt fyrir háværar raddir innan og utan háskólans virðast stjórnvöld takmarkaðan áhuga hafa á áframhaldandi uppbyggingu menntakerfisins, þó uppbyggingin yrði samfélaginu öllu til heilla. Gott fólk er grunnur góðs samfélags. Því er ekki að undra að í hnattvæðingu 21. aldarinnar er samkeppnin um mannauð orðin meginatriði í hugum manna. Metnaðarfullt fólk leitar þangað sem það getur best aukið við og ræktað þekkingu sína. Ef fram fer sem horfir, hvað gæði náms í Háskóla Íslands varðar, er landflótti námsmanna óumflýjanlegur. Þessu hafa nágrannaþjóðir okkar á norðurlöndum áttað sig á, auk fjölmargra annarra þjóða, en í mörg ár hefur Ísland rekið lestina hvað fjárveitingu til hvers nemanda varðar. Ef háskólinn á að halda stöðu sinni og fá tækifæri til eflingar og árangurs er ljóst að stjórnvöld þurfa að taka menntamál föstum tökum. Brýn þörf er á bótum. Sú staðreynd er óásættanleg að árið 2014 spyrji stjórnvöld sig hvort vits sé þörf hér á landi. Hvort Ísland þurfi að státa af háskóla í fremstu röð. Í stefnu sinni hefur ríkisstjórnin lofað að grípa til aðgerða til bjargar þeirri hnignandi stofnun sem Háskóli Íslands er. Lítið bólar á björg þeirri og útlitið er slæmt. Undirrituðum þykir ólíklegt að efnisfólki detti í hug að hanga hugsunarlaust heima hjá sér. Vits er þörf, þeim er víða ratar. Þeir sem leita, finna. Mikilvægt er fyrir íslenskt samfélag að Háskóli Íslands hafi burði til að svala þorsta þeirra sem þekkingar leita. Ef halda á uppi samkeppnishæfum háskóla hér á landi er það stjórnvalda að standa við orð sín. Það er stjórnvalda að sjá til þess að komandi kynslóðum standi Háskóli Íslands til boða. Þær rati ekki of langt.Þessi grein er hluti af Áfram í fremstu röð - 10 daga átaki um menntamál
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun