Vits er þörf Jón Birgir Eiríksson skrifar 11. október 2014 11:30 „...Þeim er víða ratar,“ hugsa eflaust flestir nemendur Háskóla Íslands þegar þeir lesa titilinn hér að ofan. Setning þessi trónir tignarlega yfir Háskólatorgi, aðal samkomustað Háskólans. Seint myndi undirritaður þó saka háskólanema um að góna of oft upp í loft þótt þeir hljóti að gjóa augunum þangað reglulega og velta orðunum fyrir sér. Enginn veit fyrir víst hver merking orðanna að ofan er, en þeim hefur þó verið ljáð eftirfarandi merking: Þeim sem ferðast víða hlotnast djúp þekking. Síðan er því bætt við að auðvelt sé að sitja heima í hugsunarleysi en þá sé maður þekkingunni fátækari. Vitaskuld, kynnu margir að hugsa. En speki þessi rímar þó ekki að öllu leyti við þá reynslu sem þekkist hér á landi. Hingað til hafa Íslendingar ekki þurft að ferðast lengra en niður í Vatnsmýri til að sækja sér menntun sambærilega þeirri sem víðar þekkist. Og um það hefur þjóðin sammælst, að öllum skuli tryggður aðgangur að menntun - kjósi þeir að mennta sig. Sú er líka raunin, fólk sækir í Háskóla Íslands og síðastliðna öld hefur þar skapast blómlegt menntasamfélag. Þeim sem gera sér grein fyrir mikilvægi menntunar, ætti að vera ljós sú ógn sem nú stafar að háskólasamfélaginu. Ítrekað hefur verið bent á afleiðingar þess fjársveltis sem viðgengist hefur síðustu ár. Þrátt fyrir háværar raddir innan og utan háskólans virðast stjórnvöld takmarkaðan áhuga hafa á áframhaldandi uppbyggingu menntakerfisins, þó uppbyggingin yrði samfélaginu öllu til heilla. Gott fólk er grunnur góðs samfélags. Því er ekki að undra að í hnattvæðingu 21. aldarinnar er samkeppnin um mannauð orðin meginatriði í hugum manna. Metnaðarfullt fólk leitar þangað sem það getur best aukið við og ræktað þekkingu sína. Ef fram fer sem horfir, hvað gæði náms í Háskóla Íslands varðar, er landflótti námsmanna óumflýjanlegur. Þessu hafa nágrannaþjóðir okkar á norðurlöndum áttað sig á, auk fjölmargra annarra þjóða, en í mörg ár hefur Ísland rekið lestina hvað fjárveitingu til hvers nemanda varðar. Ef háskólinn á að halda stöðu sinni og fá tækifæri til eflingar og árangurs er ljóst að stjórnvöld þurfa að taka menntamál föstum tökum. Brýn þörf er á bótum. Sú staðreynd er óásættanleg að árið 2014 spyrji stjórnvöld sig hvort vits sé þörf hér á landi. Hvort Ísland þurfi að státa af háskóla í fremstu röð. Í stefnu sinni hefur ríkisstjórnin lofað að grípa til aðgerða til bjargar þeirri hnignandi stofnun sem Háskóli Íslands er. Lítið bólar á björg þeirri og útlitið er slæmt. Undirrituðum þykir ólíklegt að efnisfólki detti í hug að hanga hugsunarlaust heima hjá sér. Vits er þörf, þeim er víða ratar. Þeir sem leita, finna. Mikilvægt er fyrir íslenskt samfélag að Háskóli Íslands hafi burði til að svala þorsta þeirra sem þekkingar leita. Ef halda á uppi samkeppnishæfum háskóla hér á landi er það stjórnvalda að standa við orð sín. Það er stjórnvalda að sjá til þess að komandi kynslóðum standi Háskóli Íslands til boða. Þær rati ekki of langt.Þessi grein er hluti af Áfram í fremstu röð - 10 daga átaki um menntamál Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Áfram í fremstu röð? 7. október 2014 07:00 Hverju hefur Stúdentaráð áorkað? 8. október 2014 07:00 Úr faðmi fjalla blárra í kaldan faðm LÍN 10. október 2014 07:00 Ráðherra talar tungum tveim 9. október 2014 07:00 Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
„...Þeim er víða ratar,“ hugsa eflaust flestir nemendur Háskóla Íslands þegar þeir lesa titilinn hér að ofan. Setning þessi trónir tignarlega yfir Háskólatorgi, aðal samkomustað Háskólans. Seint myndi undirritaður þó saka háskólanema um að góna of oft upp í loft þótt þeir hljóti að gjóa augunum þangað reglulega og velta orðunum fyrir sér. Enginn veit fyrir víst hver merking orðanna að ofan er, en þeim hefur þó verið ljáð eftirfarandi merking: Þeim sem ferðast víða hlotnast djúp þekking. Síðan er því bætt við að auðvelt sé að sitja heima í hugsunarleysi en þá sé maður þekkingunni fátækari. Vitaskuld, kynnu margir að hugsa. En speki þessi rímar þó ekki að öllu leyti við þá reynslu sem þekkist hér á landi. Hingað til hafa Íslendingar ekki þurft að ferðast lengra en niður í Vatnsmýri til að sækja sér menntun sambærilega þeirri sem víðar þekkist. Og um það hefur þjóðin sammælst, að öllum skuli tryggður aðgangur að menntun - kjósi þeir að mennta sig. Sú er líka raunin, fólk sækir í Háskóla Íslands og síðastliðna öld hefur þar skapast blómlegt menntasamfélag. Þeim sem gera sér grein fyrir mikilvægi menntunar, ætti að vera ljós sú ógn sem nú stafar að háskólasamfélaginu. Ítrekað hefur verið bent á afleiðingar þess fjársveltis sem viðgengist hefur síðustu ár. Þrátt fyrir háværar raddir innan og utan háskólans virðast stjórnvöld takmarkaðan áhuga hafa á áframhaldandi uppbyggingu menntakerfisins, þó uppbyggingin yrði samfélaginu öllu til heilla. Gott fólk er grunnur góðs samfélags. Því er ekki að undra að í hnattvæðingu 21. aldarinnar er samkeppnin um mannauð orðin meginatriði í hugum manna. Metnaðarfullt fólk leitar þangað sem það getur best aukið við og ræktað þekkingu sína. Ef fram fer sem horfir, hvað gæði náms í Háskóla Íslands varðar, er landflótti námsmanna óumflýjanlegur. Þessu hafa nágrannaþjóðir okkar á norðurlöndum áttað sig á, auk fjölmargra annarra þjóða, en í mörg ár hefur Ísland rekið lestina hvað fjárveitingu til hvers nemanda varðar. Ef háskólinn á að halda stöðu sinni og fá tækifæri til eflingar og árangurs er ljóst að stjórnvöld þurfa að taka menntamál föstum tökum. Brýn þörf er á bótum. Sú staðreynd er óásættanleg að árið 2014 spyrji stjórnvöld sig hvort vits sé þörf hér á landi. Hvort Ísland þurfi að státa af háskóla í fremstu röð. Í stefnu sinni hefur ríkisstjórnin lofað að grípa til aðgerða til bjargar þeirri hnignandi stofnun sem Háskóli Íslands er. Lítið bólar á björg þeirri og útlitið er slæmt. Undirrituðum þykir ólíklegt að efnisfólki detti í hug að hanga hugsunarlaust heima hjá sér. Vits er þörf, þeim er víða ratar. Þeir sem leita, finna. Mikilvægt er fyrir íslenskt samfélag að Háskóli Íslands hafi burði til að svala þorsta þeirra sem þekkingar leita. Ef halda á uppi samkeppnishæfum háskóla hér á landi er það stjórnvalda að standa við orð sín. Það er stjórnvalda að sjá til þess að komandi kynslóðum standi Háskóli Íslands til boða. Þær rati ekki of langt.Þessi grein er hluti af Áfram í fremstu röð - 10 daga átaki um menntamál
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun