Vits er þörf Jón Birgir Eiríksson skrifar 11. október 2014 11:30 „...Þeim er víða ratar,“ hugsa eflaust flestir nemendur Háskóla Íslands þegar þeir lesa titilinn hér að ofan. Setning þessi trónir tignarlega yfir Háskólatorgi, aðal samkomustað Háskólans. Seint myndi undirritaður þó saka háskólanema um að góna of oft upp í loft þótt þeir hljóti að gjóa augunum þangað reglulega og velta orðunum fyrir sér. Enginn veit fyrir víst hver merking orðanna að ofan er, en þeim hefur þó verið ljáð eftirfarandi merking: Þeim sem ferðast víða hlotnast djúp þekking. Síðan er því bætt við að auðvelt sé að sitja heima í hugsunarleysi en þá sé maður þekkingunni fátækari. Vitaskuld, kynnu margir að hugsa. En speki þessi rímar þó ekki að öllu leyti við þá reynslu sem þekkist hér á landi. Hingað til hafa Íslendingar ekki þurft að ferðast lengra en niður í Vatnsmýri til að sækja sér menntun sambærilega þeirri sem víðar þekkist. Og um það hefur þjóðin sammælst, að öllum skuli tryggður aðgangur að menntun - kjósi þeir að mennta sig. Sú er líka raunin, fólk sækir í Háskóla Íslands og síðastliðna öld hefur þar skapast blómlegt menntasamfélag. Þeim sem gera sér grein fyrir mikilvægi menntunar, ætti að vera ljós sú ógn sem nú stafar að háskólasamfélaginu. Ítrekað hefur verið bent á afleiðingar þess fjársveltis sem viðgengist hefur síðustu ár. Þrátt fyrir háværar raddir innan og utan háskólans virðast stjórnvöld takmarkaðan áhuga hafa á áframhaldandi uppbyggingu menntakerfisins, þó uppbyggingin yrði samfélaginu öllu til heilla. Gott fólk er grunnur góðs samfélags. Því er ekki að undra að í hnattvæðingu 21. aldarinnar er samkeppnin um mannauð orðin meginatriði í hugum manna. Metnaðarfullt fólk leitar þangað sem það getur best aukið við og ræktað þekkingu sína. Ef fram fer sem horfir, hvað gæði náms í Háskóla Íslands varðar, er landflótti námsmanna óumflýjanlegur. Þessu hafa nágrannaþjóðir okkar á norðurlöndum áttað sig á, auk fjölmargra annarra þjóða, en í mörg ár hefur Ísland rekið lestina hvað fjárveitingu til hvers nemanda varðar. Ef háskólinn á að halda stöðu sinni og fá tækifæri til eflingar og árangurs er ljóst að stjórnvöld þurfa að taka menntamál föstum tökum. Brýn þörf er á bótum. Sú staðreynd er óásættanleg að árið 2014 spyrji stjórnvöld sig hvort vits sé þörf hér á landi. Hvort Ísland þurfi að státa af háskóla í fremstu röð. Í stefnu sinni hefur ríkisstjórnin lofað að grípa til aðgerða til bjargar þeirri hnignandi stofnun sem Háskóli Íslands er. Lítið bólar á björg þeirri og útlitið er slæmt. Undirrituðum þykir ólíklegt að efnisfólki detti í hug að hanga hugsunarlaust heima hjá sér. Vits er þörf, þeim er víða ratar. Þeir sem leita, finna. Mikilvægt er fyrir íslenskt samfélag að Háskóli Íslands hafi burði til að svala þorsta þeirra sem þekkingar leita. Ef halda á uppi samkeppnishæfum háskóla hér á landi er það stjórnvalda að standa við orð sín. Það er stjórnvalda að sjá til þess að komandi kynslóðum standi Háskóli Íslands til boða. Þær rati ekki of langt.Þessi grein er hluti af Áfram í fremstu röð - 10 daga átaki um menntamál Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Áfram í fremstu röð? 7. október 2014 07:00 Hverju hefur Stúdentaráð áorkað? 8. október 2014 07:00 Úr faðmi fjalla blárra í kaldan faðm LÍN 10. október 2014 07:00 Ráðherra talar tungum tveim 9. október 2014 07:00 Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Sjá meira
„...Þeim er víða ratar,“ hugsa eflaust flestir nemendur Háskóla Íslands þegar þeir lesa titilinn hér að ofan. Setning þessi trónir tignarlega yfir Háskólatorgi, aðal samkomustað Háskólans. Seint myndi undirritaður þó saka háskólanema um að góna of oft upp í loft þótt þeir hljóti að gjóa augunum þangað reglulega og velta orðunum fyrir sér. Enginn veit fyrir víst hver merking orðanna að ofan er, en þeim hefur þó verið ljáð eftirfarandi merking: Þeim sem ferðast víða hlotnast djúp þekking. Síðan er því bætt við að auðvelt sé að sitja heima í hugsunarleysi en þá sé maður þekkingunni fátækari. Vitaskuld, kynnu margir að hugsa. En speki þessi rímar þó ekki að öllu leyti við þá reynslu sem þekkist hér á landi. Hingað til hafa Íslendingar ekki þurft að ferðast lengra en niður í Vatnsmýri til að sækja sér menntun sambærilega þeirri sem víðar þekkist. Og um það hefur þjóðin sammælst, að öllum skuli tryggður aðgangur að menntun - kjósi þeir að mennta sig. Sú er líka raunin, fólk sækir í Háskóla Íslands og síðastliðna öld hefur þar skapast blómlegt menntasamfélag. Þeim sem gera sér grein fyrir mikilvægi menntunar, ætti að vera ljós sú ógn sem nú stafar að háskólasamfélaginu. Ítrekað hefur verið bent á afleiðingar þess fjársveltis sem viðgengist hefur síðustu ár. Þrátt fyrir háværar raddir innan og utan háskólans virðast stjórnvöld takmarkaðan áhuga hafa á áframhaldandi uppbyggingu menntakerfisins, þó uppbyggingin yrði samfélaginu öllu til heilla. Gott fólk er grunnur góðs samfélags. Því er ekki að undra að í hnattvæðingu 21. aldarinnar er samkeppnin um mannauð orðin meginatriði í hugum manna. Metnaðarfullt fólk leitar þangað sem það getur best aukið við og ræktað þekkingu sína. Ef fram fer sem horfir, hvað gæði náms í Háskóla Íslands varðar, er landflótti námsmanna óumflýjanlegur. Þessu hafa nágrannaþjóðir okkar á norðurlöndum áttað sig á, auk fjölmargra annarra þjóða, en í mörg ár hefur Ísland rekið lestina hvað fjárveitingu til hvers nemanda varðar. Ef háskólinn á að halda stöðu sinni og fá tækifæri til eflingar og árangurs er ljóst að stjórnvöld þurfa að taka menntamál föstum tökum. Brýn þörf er á bótum. Sú staðreynd er óásættanleg að árið 2014 spyrji stjórnvöld sig hvort vits sé þörf hér á landi. Hvort Ísland þurfi að státa af háskóla í fremstu röð. Í stefnu sinni hefur ríkisstjórnin lofað að grípa til aðgerða til bjargar þeirri hnignandi stofnun sem Háskóli Íslands er. Lítið bólar á björg þeirri og útlitið er slæmt. Undirrituðum þykir ólíklegt að efnisfólki detti í hug að hanga hugsunarlaust heima hjá sér. Vits er þörf, þeim er víða ratar. Þeir sem leita, finna. Mikilvægt er fyrir íslenskt samfélag að Háskóli Íslands hafi burði til að svala þorsta þeirra sem þekkingar leita. Ef halda á uppi samkeppnishæfum háskóla hér á landi er það stjórnvalda að standa við orð sín. Það er stjórnvalda að sjá til þess að komandi kynslóðum standi Háskóli Íslands til boða. Þær rati ekki of langt.Þessi grein er hluti af Áfram í fremstu röð - 10 daga átaki um menntamál
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun