Úr faðmi fjalla blárra í kaldan faðm LÍN Silja Rán Guðmunsddóttir skrifar 10. október 2014 07:00 Hagsmunabarátta stúdenta er fyrst og fremst barátta fyrir jöfnu aðgengi að háskólanámi. Það gæti verið að réttindabaráttan hljómi eins og innantómt væl í eyru annarra en stúdenta, en hún er mjög raunveruleg og mikilvæg kjarabarátta. Ekki síst, og kannski sérstaklega, fyrir námsmenn utan af landi. Sjálf ólst ég upp á Ísafirði, í faðmi fjalla blárra. Fyrir rúmu ári flutti ég til Reykjavíkur til þess að hefja nám við Háskóla Íslands. Í mínum huga var alltaf sjálfgefið að fara suður að mennta mig eftir framhaldsskóla. Á fyrsta árinu mínu í Háskólanum áttaði ég mig á því að það er langt í frá sjálfsagt. Fyrir flesta utan af landi sem ætla að stunda háskólanám er óhjákvæmilegt að flytja að heiman. Að sækja nám langt frá heimabyggð er mikil skuldbinding og getur verið áhættusamt. Það felur í sér miklar breytingar. Ekki aðeins að byrja í háskóla, sem er nógu stórt stökk í sjálfu sér, heldur að þurfa jafnframt að venjast nýju umhverfi og breyttum aðstæðum - oft í óvissu og undir mikilli pressu. Til þess að eiga rétt á námslánum og mega leigja á Stúdentagörðum þarf að standast ákveðnar framvindukröfur. Lánasjóður íslenskra námsmanna gerir kröfu um að ná 22 einingum á misseri. Fullt nám er 30 einingar en uppbygging námsins er mismunandi eftir námsleiðum - frá sex 5 eininga námskeiðum til þriggja 10 eininga námskeiða á misseri - og passar misvel við framvindukröfur LÍN. Eitt af skilyrðum Félagsstofnunar stúdenta fyrir framlengingu leigusamninga er að ná 40 einingum á skólaári, þar af 18 einingum á haustmisseri. Það getur verið kvíðvænlegt að taka próf, sérstaklega þegar mikið er í húfi. Námsframvindukröfur LÍN og FS eru ekki til þess að draga úr prófkvíða. Það minnkar ekki streitu og álag í prófi að vita hve mikið getur oltið á niðurstöðunum. Frammistaða í lokaprófi getur skipt sköpum upp á að fá greidd námslán og að halda húsnæði á stúdentagörðum. Afleiðingar þess að misstíga sig geta verið alvarlegar. Ófullnægjandi einkunn, þó ekki nema í einu prófi, getur orðið til riftunar leigusamnings ásamt hálfrar milljónar króna skuldar við bankann. Þar með eru jafnvel allar forsendur fyrir áframhaldandi háskólanámi horfnar. Hlutverk LÍN er að veita tækifæri til náms. Svo þau tækifæri séu raunveruleg þurfa þau að vera raunhæf. Óvissa og breytileiki kerfisins færir tækifærin nær því að vera óraunhæf. Nýjar framvindukröfur veita ekki mikið svigrúm til mistaka, með einu falli geta forsendur fyrir námi verið farnar. Engin gögn sýna fram á að þessi stefnubreyting flýti fólki í gegnum háskólanám, eins og ætlunin er. Þvert á móti leiða hertar kröfur frekar til brottfalls úr námi. Þær koma verst niður á okkur sem eigum mest undir.Þessi grein er hluti af Áfram í fremstu röð - 10 daga átaki um menntamál Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Áfram í fremstu röð? 7. október 2014 07:00 Hverju hefur Stúdentaráð áorkað? 8. október 2014 07:00 Ráðherra talar tungum tveim 9. október 2014 07:00 Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Hagsmunabarátta stúdenta er fyrst og fremst barátta fyrir jöfnu aðgengi að háskólanámi. Það gæti verið að réttindabaráttan hljómi eins og innantómt væl í eyru annarra en stúdenta, en hún er mjög raunveruleg og mikilvæg kjarabarátta. Ekki síst, og kannski sérstaklega, fyrir námsmenn utan af landi. Sjálf ólst ég upp á Ísafirði, í faðmi fjalla blárra. Fyrir rúmu ári flutti ég til Reykjavíkur til þess að hefja nám við Háskóla Íslands. Í mínum huga var alltaf sjálfgefið að fara suður að mennta mig eftir framhaldsskóla. Á fyrsta árinu mínu í Háskólanum áttaði ég mig á því að það er langt í frá sjálfsagt. Fyrir flesta utan af landi sem ætla að stunda háskólanám er óhjákvæmilegt að flytja að heiman. Að sækja nám langt frá heimabyggð er mikil skuldbinding og getur verið áhættusamt. Það felur í sér miklar breytingar. Ekki aðeins að byrja í háskóla, sem er nógu stórt stökk í sjálfu sér, heldur að þurfa jafnframt að venjast nýju umhverfi og breyttum aðstæðum - oft í óvissu og undir mikilli pressu. Til þess að eiga rétt á námslánum og mega leigja á Stúdentagörðum þarf að standast ákveðnar framvindukröfur. Lánasjóður íslenskra námsmanna gerir kröfu um að ná 22 einingum á misseri. Fullt nám er 30 einingar en uppbygging námsins er mismunandi eftir námsleiðum - frá sex 5 eininga námskeiðum til þriggja 10 eininga námskeiða á misseri - og passar misvel við framvindukröfur LÍN. Eitt af skilyrðum Félagsstofnunar stúdenta fyrir framlengingu leigusamninga er að ná 40 einingum á skólaári, þar af 18 einingum á haustmisseri. Það getur verið kvíðvænlegt að taka próf, sérstaklega þegar mikið er í húfi. Námsframvindukröfur LÍN og FS eru ekki til þess að draga úr prófkvíða. Það minnkar ekki streitu og álag í prófi að vita hve mikið getur oltið á niðurstöðunum. Frammistaða í lokaprófi getur skipt sköpum upp á að fá greidd námslán og að halda húsnæði á stúdentagörðum. Afleiðingar þess að misstíga sig geta verið alvarlegar. Ófullnægjandi einkunn, þó ekki nema í einu prófi, getur orðið til riftunar leigusamnings ásamt hálfrar milljónar króna skuldar við bankann. Þar með eru jafnvel allar forsendur fyrir áframhaldandi háskólanámi horfnar. Hlutverk LÍN er að veita tækifæri til náms. Svo þau tækifæri séu raunveruleg þurfa þau að vera raunhæf. Óvissa og breytileiki kerfisins færir tækifærin nær því að vera óraunhæf. Nýjar framvindukröfur veita ekki mikið svigrúm til mistaka, með einu falli geta forsendur fyrir námi verið farnar. Engin gögn sýna fram á að þessi stefnubreyting flýti fólki í gegnum háskólanám, eins og ætlunin er. Þvert á móti leiða hertar kröfur frekar til brottfalls úr námi. Þær koma verst niður á okkur sem eigum mest undir.Þessi grein er hluti af Áfram í fremstu röð - 10 daga átaki um menntamál
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun