Úr faðmi fjalla blárra í kaldan faðm LÍN Silja Rán Guðmunsddóttir skrifar 10. október 2014 07:00 Hagsmunabarátta stúdenta er fyrst og fremst barátta fyrir jöfnu aðgengi að háskólanámi. Það gæti verið að réttindabaráttan hljómi eins og innantómt væl í eyru annarra en stúdenta, en hún er mjög raunveruleg og mikilvæg kjarabarátta. Ekki síst, og kannski sérstaklega, fyrir námsmenn utan af landi. Sjálf ólst ég upp á Ísafirði, í faðmi fjalla blárra. Fyrir rúmu ári flutti ég til Reykjavíkur til þess að hefja nám við Háskóla Íslands. Í mínum huga var alltaf sjálfgefið að fara suður að mennta mig eftir framhaldsskóla. Á fyrsta árinu mínu í Háskólanum áttaði ég mig á því að það er langt í frá sjálfsagt. Fyrir flesta utan af landi sem ætla að stunda háskólanám er óhjákvæmilegt að flytja að heiman. Að sækja nám langt frá heimabyggð er mikil skuldbinding og getur verið áhættusamt. Það felur í sér miklar breytingar. Ekki aðeins að byrja í háskóla, sem er nógu stórt stökk í sjálfu sér, heldur að þurfa jafnframt að venjast nýju umhverfi og breyttum aðstæðum - oft í óvissu og undir mikilli pressu. Til þess að eiga rétt á námslánum og mega leigja á Stúdentagörðum þarf að standast ákveðnar framvindukröfur. Lánasjóður íslenskra námsmanna gerir kröfu um að ná 22 einingum á misseri. Fullt nám er 30 einingar en uppbygging námsins er mismunandi eftir námsleiðum - frá sex 5 eininga námskeiðum til þriggja 10 eininga námskeiða á misseri - og passar misvel við framvindukröfur LÍN. Eitt af skilyrðum Félagsstofnunar stúdenta fyrir framlengingu leigusamninga er að ná 40 einingum á skólaári, þar af 18 einingum á haustmisseri. Það getur verið kvíðvænlegt að taka próf, sérstaklega þegar mikið er í húfi. Námsframvindukröfur LÍN og FS eru ekki til þess að draga úr prófkvíða. Það minnkar ekki streitu og álag í prófi að vita hve mikið getur oltið á niðurstöðunum. Frammistaða í lokaprófi getur skipt sköpum upp á að fá greidd námslán og að halda húsnæði á stúdentagörðum. Afleiðingar þess að misstíga sig geta verið alvarlegar. Ófullnægjandi einkunn, þó ekki nema í einu prófi, getur orðið til riftunar leigusamnings ásamt hálfrar milljónar króna skuldar við bankann. Þar með eru jafnvel allar forsendur fyrir áframhaldandi háskólanámi horfnar. Hlutverk LÍN er að veita tækifæri til náms. Svo þau tækifæri séu raunveruleg þurfa þau að vera raunhæf. Óvissa og breytileiki kerfisins færir tækifærin nær því að vera óraunhæf. Nýjar framvindukröfur veita ekki mikið svigrúm til mistaka, með einu falli geta forsendur fyrir námi verið farnar. Engin gögn sýna fram á að þessi stefnubreyting flýti fólki í gegnum háskólanám, eins og ætlunin er. Þvert á móti leiða hertar kröfur frekar til brottfalls úr námi. Þær koma verst niður á okkur sem eigum mest undir.Þessi grein er hluti af Áfram í fremstu röð - 10 daga átaki um menntamál Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Áfram í fremstu röð? 7. október 2014 07:00 Hverju hefur Stúdentaráð áorkað? 8. október 2014 07:00 Ráðherra talar tungum tveim 9. október 2014 07:00 Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Hagsmunabarátta stúdenta er fyrst og fremst barátta fyrir jöfnu aðgengi að háskólanámi. Það gæti verið að réttindabaráttan hljómi eins og innantómt væl í eyru annarra en stúdenta, en hún er mjög raunveruleg og mikilvæg kjarabarátta. Ekki síst, og kannski sérstaklega, fyrir námsmenn utan af landi. Sjálf ólst ég upp á Ísafirði, í faðmi fjalla blárra. Fyrir rúmu ári flutti ég til Reykjavíkur til þess að hefja nám við Háskóla Íslands. Í mínum huga var alltaf sjálfgefið að fara suður að mennta mig eftir framhaldsskóla. Á fyrsta árinu mínu í Háskólanum áttaði ég mig á því að það er langt í frá sjálfsagt. Fyrir flesta utan af landi sem ætla að stunda háskólanám er óhjákvæmilegt að flytja að heiman. Að sækja nám langt frá heimabyggð er mikil skuldbinding og getur verið áhættusamt. Það felur í sér miklar breytingar. Ekki aðeins að byrja í háskóla, sem er nógu stórt stökk í sjálfu sér, heldur að þurfa jafnframt að venjast nýju umhverfi og breyttum aðstæðum - oft í óvissu og undir mikilli pressu. Til þess að eiga rétt á námslánum og mega leigja á Stúdentagörðum þarf að standast ákveðnar framvindukröfur. Lánasjóður íslenskra námsmanna gerir kröfu um að ná 22 einingum á misseri. Fullt nám er 30 einingar en uppbygging námsins er mismunandi eftir námsleiðum - frá sex 5 eininga námskeiðum til þriggja 10 eininga námskeiða á misseri - og passar misvel við framvindukröfur LÍN. Eitt af skilyrðum Félagsstofnunar stúdenta fyrir framlengingu leigusamninga er að ná 40 einingum á skólaári, þar af 18 einingum á haustmisseri. Það getur verið kvíðvænlegt að taka próf, sérstaklega þegar mikið er í húfi. Námsframvindukröfur LÍN og FS eru ekki til þess að draga úr prófkvíða. Það minnkar ekki streitu og álag í prófi að vita hve mikið getur oltið á niðurstöðunum. Frammistaða í lokaprófi getur skipt sköpum upp á að fá greidd námslán og að halda húsnæði á stúdentagörðum. Afleiðingar þess að misstíga sig geta verið alvarlegar. Ófullnægjandi einkunn, þó ekki nema í einu prófi, getur orðið til riftunar leigusamnings ásamt hálfrar milljónar króna skuldar við bankann. Þar með eru jafnvel allar forsendur fyrir áframhaldandi háskólanámi horfnar. Hlutverk LÍN er að veita tækifæri til náms. Svo þau tækifæri séu raunveruleg þurfa þau að vera raunhæf. Óvissa og breytileiki kerfisins færir tækifærin nær því að vera óraunhæf. Nýjar framvindukröfur veita ekki mikið svigrúm til mistaka, með einu falli geta forsendur fyrir námi verið farnar. Engin gögn sýna fram á að þessi stefnubreyting flýti fólki í gegnum háskólanám, eins og ætlunin er. Þvert á móti leiða hertar kröfur frekar til brottfalls úr námi. Þær koma verst niður á okkur sem eigum mest undir.Þessi grein er hluti af Áfram í fremstu röð - 10 daga átaki um menntamál
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun