Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar 29. desember 2025 08:00 Á árinu sem er að líða breyttist öryggisumhverfi Evrópu til hins verra svo miklu munar. Viðbrögð nágranna okkar og frændþjóða á norðurlöndunum létu ekki á sér standa. Danmörk breytti reglum um herskyldu svo nú geta konur verið kvaddar til herskyldu til jafns við karla, og stefna á að lengja herskylduna úr 4 mánuðum í 11 á næsta ári. Í Svíþjóð var heilbrigðisyfirvöldum gert að undirbúa samfélagsskyldu í heilbrigðisstéttum og dreifiveitu rafmagns var gert að þjálfa þúsund viðbragðsaðila til að sinna nauðsynlegu viðhaldi á rafmagnskerfum í neyð. Í Noregi á að æfa viðbrögð við stríði á öllum stigum samfélagsins allt næsta ár. Við erum herlaus þjóð á eyju sem, sökum staðsetningar, yrði alltaf álitin mikilvæg í átökum í okkar heimshluta. Það er ágæt staða að vera í þegar við erum umkringd vinum en öllu flóknari þegar staðan er önnur. Við eigum allt okkar undir greiðum alþjóðaviðskiptum og aðgengi að lykilvörum til að tryggja matvæli, samgöngur og heilbrigði. Við búum að skynsamlegri uppbyggingu fyrri kynslóða á hitaveitu- og raforkukerfum en megum auðvitað ekki við neins konar rofi á starfsemi þeirra. Þegar kemur að varnarmálum má segja að við höfum komist upp með að „útvista“ þeim til bandamanna okkar og vinaþjóða sem hafa einnig talið samstarfið þjóna eigin hagsmunum. Það er auðvelt að hneykslast á því hversu værukær við höfum verið varðandi öryggis- og varnarmál og hversu erfiðlega okkur gengur að hefja alvarlegt samtal um þau. Fyrir þessu eru eðlilegar skýringar. Ísland hefur sloppið ódýrt frá þessum mikilvægasta málaflokki stjórnvalda flestra ríkja. Við eyðum sáralitlum fjármunum í öryggis- og varnarmál og bæði almenningur og flestir ráðamenn hafa komist hjá því að ræða þau. En hvort sem okkur líkar það betur eða verr þá er sá tími liðinn. Við þurfum að opna augun fyrir gjörbreyttri stöðu. Allir þeir sem bera ábyrgð í okkar samfélagi þurfa að rækta skilning á þeim hættum sem hugsanlega steðja að velferð okkar og öryggi. Þetta gildir um stjórnmálafólk, stjórnkerfið, fyrirtæki, fjölmiðla, háskólasamfélagið og fjölmarga aðra. Ef þær þungu áhyggjur sem vina- og bandalagsþjóðir hafa verða að veruleika, þá mun reyna á okkur öll. Þjóðaröryggismál mega því aldrei vera álitin flokkspólitísk eða sérhagsmunir. Nú liggur boltinn hjá okkur, borgurunum, að taka við þessum skilaboðum, skilja hvað þau þýða og taka þátt í að gera öryggi að grundvallarmáli í okkar opinbera samtali um stjórnmál. Við þurfum að eiga yfirvegað samtal um hvernig við hugsum um mikilvæga innviði, hvernig við tryggjum þá og hver ber ábyrgðina, um hlutverk borgara og fyrirtækja í viðnámsþrótti og viðbúnaði. Og um hvernig við forgangsröðum þeirri fjárfestingu sem þarf að eiga sér stað. Gerum árið 2026 að árinu sem við tökum samtal sem skiptir máli. Við eigum langt í land og megum engan tíma missa. Höfundu er meðstofnandi Vörðu - vettvangs um viðnámsþrótt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Sjá meira
Á árinu sem er að líða breyttist öryggisumhverfi Evrópu til hins verra svo miklu munar. Viðbrögð nágranna okkar og frændþjóða á norðurlöndunum létu ekki á sér standa. Danmörk breytti reglum um herskyldu svo nú geta konur verið kvaddar til herskyldu til jafns við karla, og stefna á að lengja herskylduna úr 4 mánuðum í 11 á næsta ári. Í Svíþjóð var heilbrigðisyfirvöldum gert að undirbúa samfélagsskyldu í heilbrigðisstéttum og dreifiveitu rafmagns var gert að þjálfa þúsund viðbragðsaðila til að sinna nauðsynlegu viðhaldi á rafmagnskerfum í neyð. Í Noregi á að æfa viðbrögð við stríði á öllum stigum samfélagsins allt næsta ár. Við erum herlaus þjóð á eyju sem, sökum staðsetningar, yrði alltaf álitin mikilvæg í átökum í okkar heimshluta. Það er ágæt staða að vera í þegar við erum umkringd vinum en öllu flóknari þegar staðan er önnur. Við eigum allt okkar undir greiðum alþjóðaviðskiptum og aðgengi að lykilvörum til að tryggja matvæli, samgöngur og heilbrigði. Við búum að skynsamlegri uppbyggingu fyrri kynslóða á hitaveitu- og raforkukerfum en megum auðvitað ekki við neins konar rofi á starfsemi þeirra. Þegar kemur að varnarmálum má segja að við höfum komist upp með að „útvista“ þeim til bandamanna okkar og vinaþjóða sem hafa einnig talið samstarfið þjóna eigin hagsmunum. Það er auðvelt að hneykslast á því hversu værukær við höfum verið varðandi öryggis- og varnarmál og hversu erfiðlega okkur gengur að hefja alvarlegt samtal um þau. Fyrir þessu eru eðlilegar skýringar. Ísland hefur sloppið ódýrt frá þessum mikilvægasta málaflokki stjórnvalda flestra ríkja. Við eyðum sáralitlum fjármunum í öryggis- og varnarmál og bæði almenningur og flestir ráðamenn hafa komist hjá því að ræða þau. En hvort sem okkur líkar það betur eða verr þá er sá tími liðinn. Við þurfum að opna augun fyrir gjörbreyttri stöðu. Allir þeir sem bera ábyrgð í okkar samfélagi þurfa að rækta skilning á þeim hættum sem hugsanlega steðja að velferð okkar og öryggi. Þetta gildir um stjórnmálafólk, stjórnkerfið, fyrirtæki, fjölmiðla, háskólasamfélagið og fjölmarga aðra. Ef þær þungu áhyggjur sem vina- og bandalagsþjóðir hafa verða að veruleika, þá mun reyna á okkur öll. Þjóðaröryggismál mega því aldrei vera álitin flokkspólitísk eða sérhagsmunir. Nú liggur boltinn hjá okkur, borgurunum, að taka við þessum skilaboðum, skilja hvað þau þýða og taka þátt í að gera öryggi að grundvallarmáli í okkar opinbera samtali um stjórnmál. Við þurfum að eiga yfirvegað samtal um hvernig við hugsum um mikilvæga innviði, hvernig við tryggjum þá og hver ber ábyrgðina, um hlutverk borgara og fyrirtækja í viðnámsþrótti og viðbúnaði. Og um hvernig við forgangsröðum þeirri fjárfestingu sem þarf að eiga sér stað. Gerum árið 2026 að árinu sem við tökum samtal sem skiptir máli. Við eigum langt í land og megum engan tíma missa. Höfundu er meðstofnandi Vörðu - vettvangs um viðnámsþrótt.
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun