Brotnar undirstöður Margrét Unnarsdóttir skrifar 15. október 2014 07:00 „Teachers make all other professions possible“ eða „Kennarar eru undirstaða allra starfsgreina“ er setning sem er búin að vera mér hugleikin undanfarna daga. Þekking nemenda á heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands er að miklu leyti undir klínískum kennurum komin. Klínísk kennsla einkennir m.a. nám á sviðinu og gerir nemendum kleift, að námi loknu, að starfa við það sem fræðilegt nám þeirra byggist á. Það má því segja að klínísk kennsla er undirstaða framtíðar íslensks heilbrigðiskerfis. Nýlega gerði Sviðsráð heilbrigðisvísindasviðs SHÍ könnun á viðhorfum verknámsnemenda til Landspítalans og framtíðar að loknu námi. Niðurstöður sýna að 52% nemenda upplifa klíníska kennara sína ekki hafa nægan tíma til að sinna kennslu. Telja má að mikið vinnuálag og mannekla á Landspítalanum sé að birtast í upplifunum nemenda í klínísku námi þeirra. Klínískir kennarar á heilbrigðisvísindasviði eru einnig starfsmenn Landspítalans sem hafa þurft að þola ómældan fjárskort í gegnum árin. Fjárskort sem getur komið í veg fyrir að dýrmætur boðskapur þeirra komist til skila til nemenda. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður þá vinna kennarar hörðum höndum að því markmiði að útskrifa fært heilbrigðisstarfsólk, en nú er virkilega verið að þjarma að gæðum framtíðar heilbrigðisþjónustu okkar. Það er grátlegt þegar ekki næst að miðla mikilsmetinni reynslu og þekkingu. Og það er enn grátlegra að ástæðan fyrir því séu takmarkaðar fjárveitingar. Aðstaða starfsmanna og nemenda á Landspítalanum hefur einnig áhrif á umgjörð klínískrar kennslu og gæði hennar. Einungis 15% nemenda eru sammála því að aðstaða nemenda á Landspítalanum sé við hæfi. Upplifun nemenda í verknámi á heilbrigðisvísindasviði skiptir gríðarlegu máli þar sem framtíðarsýn nemenda mótast á meðan á námi þeirra stendur. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar sjá aðeins 17% nemenda Landspítalann sem sinn framtíðarvinnustað. Framþróun er markmið samfélagsins. Háskóli Íslands og Landspítalinn eru stofnanir ríkisins sem þjóna að viðhalda undirstöðu okkar samfélags svo önnur starfsemi þess sé möguleg og framtíð verði sem farsælust. Það er því með ólíkindum að þessar tvær stofnanir hafa þurft að þola endalausan niðurskurð af völdum stjórnvalda. Suðupunktur niðurskurðar þessara stofnana mætist í námi nemenda á heilbrigðisvísindasviði HÍ sem ber þess greinilega merki. Skammsýni og skyndilausnir í mennta- og heilbrigðismálum brjóta niður undirstöður samfélags okkar. Það er því ekki seinna vænna að átta sig á alvarleika málsins.Þessi grein er hluti af Áfram í fremstu röð - 10 daga átaki um menntamál Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Áfram í fremstu röð? 7. október 2014 07:00 Vits er þörf 11. október 2014 11:30 Falin skólagjöld Háskóla Íslands 12. október 2014 07:00 Hverju hefur Stúdentaráð áorkað? 8. október 2014 07:00 Úr faðmi fjalla blárra í kaldan faðm LÍN 10. október 2014 07:00 Samstaða um LÍN 13. október 2014 11:00 Ráðherra talar tungum tveim 9. október 2014 07:00 Palli einn í heiminum Einungis 17% heilbrigðisnemenda við Háskóla Íslands sem stunda verknám við Landspítalann geta hugsað sér Landspítalann sem sinn framtíðarvinnustað. 14. október 2014 07:00 Nemendur í verknámi upplifa mikið álag, manneklu og lélega aðstöðu á Landspítalanum Meirihluti nemenda við heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands íhugar að flytja erlendis að námi loknu og einungis 7% nemenda hafa jákvætt viðhorf til heilbrigðismála á Íslandi. 13. október 2014 11:24 Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
„Teachers make all other professions possible“ eða „Kennarar eru undirstaða allra starfsgreina“ er setning sem er búin að vera mér hugleikin undanfarna daga. Þekking nemenda á heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands er að miklu leyti undir klínískum kennurum komin. Klínísk kennsla einkennir m.a. nám á sviðinu og gerir nemendum kleift, að námi loknu, að starfa við það sem fræðilegt nám þeirra byggist á. Það má því segja að klínísk kennsla er undirstaða framtíðar íslensks heilbrigðiskerfis. Nýlega gerði Sviðsráð heilbrigðisvísindasviðs SHÍ könnun á viðhorfum verknámsnemenda til Landspítalans og framtíðar að loknu námi. Niðurstöður sýna að 52% nemenda upplifa klíníska kennara sína ekki hafa nægan tíma til að sinna kennslu. Telja má að mikið vinnuálag og mannekla á Landspítalanum sé að birtast í upplifunum nemenda í klínísku námi þeirra. Klínískir kennarar á heilbrigðisvísindasviði eru einnig starfsmenn Landspítalans sem hafa þurft að þola ómældan fjárskort í gegnum árin. Fjárskort sem getur komið í veg fyrir að dýrmætur boðskapur þeirra komist til skila til nemenda. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður þá vinna kennarar hörðum höndum að því markmiði að útskrifa fært heilbrigðisstarfsólk, en nú er virkilega verið að þjarma að gæðum framtíðar heilbrigðisþjónustu okkar. Það er grátlegt þegar ekki næst að miðla mikilsmetinni reynslu og þekkingu. Og það er enn grátlegra að ástæðan fyrir því séu takmarkaðar fjárveitingar. Aðstaða starfsmanna og nemenda á Landspítalanum hefur einnig áhrif á umgjörð klínískrar kennslu og gæði hennar. Einungis 15% nemenda eru sammála því að aðstaða nemenda á Landspítalanum sé við hæfi. Upplifun nemenda í verknámi á heilbrigðisvísindasviði skiptir gríðarlegu máli þar sem framtíðarsýn nemenda mótast á meðan á námi þeirra stendur. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar sjá aðeins 17% nemenda Landspítalann sem sinn framtíðarvinnustað. Framþróun er markmið samfélagsins. Háskóli Íslands og Landspítalinn eru stofnanir ríkisins sem þjóna að viðhalda undirstöðu okkar samfélags svo önnur starfsemi þess sé möguleg og framtíð verði sem farsælust. Það er því með ólíkindum að þessar tvær stofnanir hafa þurft að þola endalausan niðurskurð af völdum stjórnvalda. Suðupunktur niðurskurðar þessara stofnana mætist í námi nemenda á heilbrigðisvísindasviði HÍ sem ber þess greinilega merki. Skammsýni og skyndilausnir í mennta- og heilbrigðismálum brjóta niður undirstöður samfélags okkar. Það er því ekki seinna vænna að átta sig á alvarleika málsins.Þessi grein er hluti af Áfram í fremstu röð - 10 daga átaki um menntamál
Palli einn í heiminum Einungis 17% heilbrigðisnemenda við Háskóla Íslands sem stunda verknám við Landspítalann geta hugsað sér Landspítalann sem sinn framtíðarvinnustað. 14. október 2014 07:00
Nemendur í verknámi upplifa mikið álag, manneklu og lélega aðstöðu á Landspítalanum Meirihluti nemenda við heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands íhugar að flytja erlendis að námi loknu og einungis 7% nemenda hafa jákvætt viðhorf til heilbrigðismála á Íslandi. 13. október 2014 11:24
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar