Brotnar undirstöður Margrét Unnarsdóttir skrifar 15. október 2014 07:00 „Teachers make all other professions possible“ eða „Kennarar eru undirstaða allra starfsgreina“ er setning sem er búin að vera mér hugleikin undanfarna daga. Þekking nemenda á heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands er að miklu leyti undir klínískum kennurum komin. Klínísk kennsla einkennir m.a. nám á sviðinu og gerir nemendum kleift, að námi loknu, að starfa við það sem fræðilegt nám þeirra byggist á. Það má því segja að klínísk kennsla er undirstaða framtíðar íslensks heilbrigðiskerfis. Nýlega gerði Sviðsráð heilbrigðisvísindasviðs SHÍ könnun á viðhorfum verknámsnemenda til Landspítalans og framtíðar að loknu námi. Niðurstöður sýna að 52% nemenda upplifa klíníska kennara sína ekki hafa nægan tíma til að sinna kennslu. Telja má að mikið vinnuálag og mannekla á Landspítalanum sé að birtast í upplifunum nemenda í klínísku námi þeirra. Klínískir kennarar á heilbrigðisvísindasviði eru einnig starfsmenn Landspítalans sem hafa þurft að þola ómældan fjárskort í gegnum árin. Fjárskort sem getur komið í veg fyrir að dýrmætur boðskapur þeirra komist til skila til nemenda. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður þá vinna kennarar hörðum höndum að því markmiði að útskrifa fært heilbrigðisstarfsólk, en nú er virkilega verið að þjarma að gæðum framtíðar heilbrigðisþjónustu okkar. Það er grátlegt þegar ekki næst að miðla mikilsmetinni reynslu og þekkingu. Og það er enn grátlegra að ástæðan fyrir því séu takmarkaðar fjárveitingar. Aðstaða starfsmanna og nemenda á Landspítalanum hefur einnig áhrif á umgjörð klínískrar kennslu og gæði hennar. Einungis 15% nemenda eru sammála því að aðstaða nemenda á Landspítalanum sé við hæfi. Upplifun nemenda í verknámi á heilbrigðisvísindasviði skiptir gríðarlegu máli þar sem framtíðarsýn nemenda mótast á meðan á námi þeirra stendur. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar sjá aðeins 17% nemenda Landspítalann sem sinn framtíðarvinnustað. Framþróun er markmið samfélagsins. Háskóli Íslands og Landspítalinn eru stofnanir ríkisins sem þjóna að viðhalda undirstöðu okkar samfélags svo önnur starfsemi þess sé möguleg og framtíð verði sem farsælust. Það er því með ólíkindum að þessar tvær stofnanir hafa þurft að þola endalausan niðurskurð af völdum stjórnvalda. Suðupunktur niðurskurðar þessara stofnana mætist í námi nemenda á heilbrigðisvísindasviði HÍ sem ber þess greinilega merki. Skammsýni og skyndilausnir í mennta- og heilbrigðismálum brjóta niður undirstöður samfélags okkar. Það er því ekki seinna vænna að átta sig á alvarleika málsins.Þessi grein er hluti af Áfram í fremstu röð - 10 daga átaki um menntamál Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Áfram í fremstu röð? 7. október 2014 07:00 Vits er þörf 11. október 2014 11:30 Falin skólagjöld Háskóla Íslands 12. október 2014 07:00 Hverju hefur Stúdentaráð áorkað? 8. október 2014 07:00 Úr faðmi fjalla blárra í kaldan faðm LÍN 10. október 2014 07:00 Samstaða um LÍN 13. október 2014 11:00 Ráðherra talar tungum tveim 9. október 2014 07:00 Palli einn í heiminum Einungis 17% heilbrigðisnemenda við Háskóla Íslands sem stunda verknám við Landspítalann geta hugsað sér Landspítalann sem sinn framtíðarvinnustað. 14. október 2014 07:00 Nemendur í verknámi upplifa mikið álag, manneklu og lélega aðstöðu á Landspítalanum Meirihluti nemenda við heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands íhugar að flytja erlendis að námi loknu og einungis 7% nemenda hafa jákvætt viðhorf til heilbrigðismála á Íslandi. 13. október 2014 11:24 Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
„Teachers make all other professions possible“ eða „Kennarar eru undirstaða allra starfsgreina“ er setning sem er búin að vera mér hugleikin undanfarna daga. Þekking nemenda á heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands er að miklu leyti undir klínískum kennurum komin. Klínísk kennsla einkennir m.a. nám á sviðinu og gerir nemendum kleift, að námi loknu, að starfa við það sem fræðilegt nám þeirra byggist á. Það má því segja að klínísk kennsla er undirstaða framtíðar íslensks heilbrigðiskerfis. Nýlega gerði Sviðsráð heilbrigðisvísindasviðs SHÍ könnun á viðhorfum verknámsnemenda til Landspítalans og framtíðar að loknu námi. Niðurstöður sýna að 52% nemenda upplifa klíníska kennara sína ekki hafa nægan tíma til að sinna kennslu. Telja má að mikið vinnuálag og mannekla á Landspítalanum sé að birtast í upplifunum nemenda í klínísku námi þeirra. Klínískir kennarar á heilbrigðisvísindasviði eru einnig starfsmenn Landspítalans sem hafa þurft að þola ómældan fjárskort í gegnum árin. Fjárskort sem getur komið í veg fyrir að dýrmætur boðskapur þeirra komist til skila til nemenda. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður þá vinna kennarar hörðum höndum að því markmiði að útskrifa fært heilbrigðisstarfsólk, en nú er virkilega verið að þjarma að gæðum framtíðar heilbrigðisþjónustu okkar. Það er grátlegt þegar ekki næst að miðla mikilsmetinni reynslu og þekkingu. Og það er enn grátlegra að ástæðan fyrir því séu takmarkaðar fjárveitingar. Aðstaða starfsmanna og nemenda á Landspítalanum hefur einnig áhrif á umgjörð klínískrar kennslu og gæði hennar. Einungis 15% nemenda eru sammála því að aðstaða nemenda á Landspítalanum sé við hæfi. Upplifun nemenda í verknámi á heilbrigðisvísindasviði skiptir gríðarlegu máli þar sem framtíðarsýn nemenda mótast á meðan á námi þeirra stendur. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar sjá aðeins 17% nemenda Landspítalann sem sinn framtíðarvinnustað. Framþróun er markmið samfélagsins. Háskóli Íslands og Landspítalinn eru stofnanir ríkisins sem þjóna að viðhalda undirstöðu okkar samfélags svo önnur starfsemi þess sé möguleg og framtíð verði sem farsælust. Það er því með ólíkindum að þessar tvær stofnanir hafa þurft að þola endalausan niðurskurð af völdum stjórnvalda. Suðupunktur niðurskurðar þessara stofnana mætist í námi nemenda á heilbrigðisvísindasviði HÍ sem ber þess greinilega merki. Skammsýni og skyndilausnir í mennta- og heilbrigðismálum brjóta niður undirstöður samfélags okkar. Það er því ekki seinna vænna að átta sig á alvarleika málsins.Þessi grein er hluti af Áfram í fremstu röð - 10 daga átaki um menntamál
Palli einn í heiminum Einungis 17% heilbrigðisnemenda við Háskóla Íslands sem stunda verknám við Landspítalann geta hugsað sér Landspítalann sem sinn framtíðarvinnustað. 14. október 2014 07:00
Nemendur í verknámi upplifa mikið álag, manneklu og lélega aðstöðu á Landspítalanum Meirihluti nemenda við heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands íhugar að flytja erlendis að námi loknu og einungis 7% nemenda hafa jákvætt viðhorf til heilbrigðismála á Íslandi. 13. október 2014 11:24
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar