Innlent

Lífskjör verst á Íslandi miðað við Norðurlöndin

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mynd 1. Kaupmáttur landsframleiðslu á mann 1980-2012 (Bandaríkjadollarar).
Mynd 1. Kaupmáttur landsframleiðslu á mann 1980-2012 (Bandaríkjadollarar). Mynd / notendur.hi.is/gylfason
Þorvaldur Gylfason, hagfræðiprófessor, birtir á vefsíðu sinni lífskjarasamanburð á Norðurlöndunum og eru niðurstöðurnar nokkuð sláandi.

Íslendingar koma vægast sagt illa út úr greiningunni en Þorvaldur sýnir þrjár skýringarmyndir á lífskjörum Íslendinga borið saman við hin Norðurlöndin.

Á fyrstu myndinni, hér að ofan, má sjá hvernig Ísland dróst skyndilega aftur úr öðrum Norðurlöndum í hruninu 2008 ef mælt er þjóðartekjur á mann.

Myndin sýnir kaupmátt landsframleiðslu á mann á Norðurlöndunum fimm í dollurum á ári. Þorvaldur greinir einnig frá að þetta sé niðurstaðan þrátt fyrir að Íslendingar vinna mun lengri vinnuviku en starfandi menn annars staðar um Norðurlönd.

Á myndinni hér að neðan má sjá að Íslendingar þurfa að vinna lengri vinnuviku og lengri hluta ævinnar að jafnaði, þ.e. mun fleiri vinnustundir á mann á heildina litið, til að ná endum saman.

Mynd 2. Vinnustundir á mann 1990-2012.
Þriðja myndin, sem sjá má hér að neðan, sýnir að Íslendingar byrjuðu að dragast aftur úr hinum Norðurlöndunum löngu fyrir efnahagshrunið 2008 í efnahagslegu tilliti, ef kaupmáttur þjóðartekna á hverja vinnustund er skoðaður.

Mynd 3. Kaupmáttur landsframleiðslu á vinnustund 1990-2012 (Bandaríkjadollarar).



Fleiri fréttir

Sjá meira


×