Innlent

Mál Dróma gegn Kaupþingstoppum tekið fyrir

Samúel Karl Ólason skrifar
Hreiðar Már Sigurðsson er einn þeirra sem Drómi hefur höfðað mál gegn.
Hreiðar Már Sigurðsson er einn þeirra sem Drómi hefur höfðað mál gegn. Mynd/Vilhelm
Mál Dróma gegn Hreiðari Má Sigurðssyni, Ingólfi Helgasyni, Sigurði Einarssyni og Steingrímur Kárasyni var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Málið var höfðað til innheimtu rúmlega 900 milljóna króna skuldar vegna jarðakaupa við Langá á Mýrum. Jarðirnar voru ætlaðar undir sumarhús sem aldrei risu.

Jafnframt er málið höfðað á hendur félaginu Hvítsstöðum, en skuldin hvílir á því, og dótturfélagi þessi Langárfossi ehf. Félagið fékk 400 milljóna króna lán til áðurnefndra jarðarkaupa hjá Sparisjóði Mýrasýslu, sem átti landið, og SPRON.

Lánin voru í japönskum jenum og hækkuðu mjög eftir hrunið. Hæst stóðu þau í 1,1 milljarði króna. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×