
Andoxun og langlífi, lygasaga?
Um nokkuð langt skeið höfum við vitað að við efnaskiptin í líkamanum myndast ákveðin efni sem hafa verið kölluð radíkalar eða sindurefni. Þessi ákveðnu efni hafa verið talin sérstaklega hættuleg í miklu magni og talin eiga að hafa neikvæð áhrif á heilsu okkar.
Sérstaklega hefur það verið rætt að þau ýti undir öldrun líkamans auk þess sem þau eigi að hafa neikvæð áhrif á ýmis líffæri og geta í verstu tilfellum leitt til hjarta- og æðasjúkdóma, krabbameina og hver kyns óværu. Líkami okkar þarfnast súrefnis til að lifa, megintilgangurinn með súrefninu er að ýta undir ákveðin efnahvörf þar sem orkuefnum er breytt í orku og niðurbrotsefnin vatn og koltvísýring. Þannig halda frumur okkar áfram að starfa og líkaminn að virka. Ferlið er afar flókið og koma mjög margir þættir við sögu, en í stuttu máli er þetta það sem gerist. Það er við þessar kringumstæður sem þessi svokölluðu sindurefni verða til.
Efast um virknina
Þar sem við höfum til nokkuð langs tíma velt vöngum yfir því hvaða atriði það eru sem hafa áhrif á meingerð sjúkdóma, myndun krabbameina, hrörnun og öldrun, hafa þessi efni fengið neikvæða athygli á þann veg að talið hefur verið gott að draga sem mest úr álagi af þeirra völdum. Það sem einna helst er talið valda myndun þeirra er hefðbundin líkamsstarfsemi, mengun, reykingar, geislun, mataræði, áfengisdrykkja, streita og þannig mætti lengi telja. Í grunninn nánast hvað sem við gerum. Til að útskýra á einfaldan hátt hvers vegna sindurefnin ættu að skemma líkamann hefur verið bent á sams konar virkni í tengslum við rotnun matvæla, ryðgaða málma, fölnandi málningu og almenna hrörnun bygginga. Það er auðvelt að átta sig á því að það hljóti að virka eins í líkamanum.
Það er á þessum grunni sem kenningin um öldrun af þeirra völdum hefur orðið til og þá einnig hvers vegna það hljóti að vera allra meina bót að taka til sín sem mest af svokölluðum andoxunarefnum í því tilliti að ná einhvers konar jafnvægi eða jafnvel yfirhöndinni. Mjög margt hefur verið sett fram sem andoxunarefni með raunverulega virkni í tilraunaglasi, hægt er að efast um að öll sú virkni sé til staðar eftir að hafa borið á sig krem með slíkum innihaldsefnum eða innbyrt vökva, duft eða pillur sem eiga að sýna sömu virkni.
Ruglingsleg fræði
Þeir sem eru hvað harðastir telja að best sé að taka til sín andoxunarefni með hefðbundnum mat og eru sumar matvörur sérstaklega öflugar í sinni andoxunarvirkni. Þar má nefna ávexti og grænmeti sem eru ríkir af A-, C- og E-vítamínum. Bláber, jarðarber, hindber, laukur og tómatar sem dæmi eru mjög rík af flavonóíðum. Ekki má gleyma pólýfenólum sem er að finna í ýmsu kryddi eins og negul, karrí, kanil, hnetum og ýmsu fleira. Öll þessi fræði hafa gert mann ruglaðan í raun og neytendur vita hvorki upp né niður hvað þeir eiga að gúffa í sig þá stundina og er í tísku sem „aðal“ andoxarinn. Líklega er jafnvægi lykillinn að öllu þessu sem fyrr.
Einn stærsti kollhnís í heimi
Það er þó hálfu verra þegar vísindamenn í dag segja að öll þessi fræði séu bara ekki rétt. Sindurefnin hafi ekki þessi vondu áhrif sem okkur hefur verið selt á undanförnum árum. Sindurefnin hjálpi meira að segja til og komi í veg fyrir öldrun! Hvað þá heldur að þau stjórni sjálfstýrðum frumudauða meir en við höfum áður talið, meira að segja í varnarskyni en ekki til að skemma okkur. Við vitum að líkaminn hefur ákveðna möguleika á að drepa eigin frumur til að koma í veg fyrir að þær fjölgi sér líkt og við krabbamein, sjálfsónæmissjúkdóma eða veirusjúkdóma og það er líklega á hverjum degi sem hann er að vinna slíka vinnu á mörgum vígstöðvum á sama tíma. Mögulega styðja sindurefnin frumurnar fremur en hitt.
Svo virðist sem þessir vísindamenn sem birta grein sína í virtasta vísindatímariti á sviði líf- og læknisfræði séu að kollvarpa hugmyndum sem hafa verið lífseigar í mörg ár. Hafi þeir rétt fyrir sér er um að ræða einn stærsta kollhnís í heimi sjúkdómafræði, fæðubótar og heilsuráðlegginga seinni tíma.
Skoðun

Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum
Arnar Þór Jónsson skrifar

Lík brennd í Grafarvogi
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Er handahlaup valdeflandi?
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Á jaðrinum með Jesú
Daníel Ágúst Gautason skrifar

Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna
Karl Héðinn Kristjánsson skrifar

Gervigreindin beisluð
Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar

Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér
Heiða Ingimarsdóttir skrifar

Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn
Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar

Geislameðferð sem lífsbjörg
Ingibjörg Isaksen skrifar

Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Stöðvum helvíti á jörðu
Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar

Hversu mikið er nóg?
Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar

Til þeirra sem fagna
Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar

Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis
Elliði Vignisson skrifar

Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni
Ellen Calmon skrifar

Að flokka hver vinnur og hver tapar
Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar

Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi
Jón Kaldal skrifar

Má berja blaðamenn?
Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar

Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum
Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar

Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá
Sveinn Rúnar Hauksson skrifar

Samfélagið innan samfélagsins
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu
Andri Björn Róbertsson skrifar

Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum
Kjartan Páll Sveinsson skrifar

„Oft er flagð undir fögru skinni“
Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar

Orðhengilsháttur og lygar
Elín Erna Steinarsdóttir skrifar

Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki?
Sigvaldi Einarsson skrifar

Ráðherra gengur fram án laga
Svanur Guðmundsson skrifar

Hagkvæmur kostur utan friðlands
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Gagnsæi og inntak
Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar