Flugmenn gagnrýna yfirstjórn Icelandair Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. maí 2014 14:54 vísir/anton brink „Eins og öllum er ljóst er staða samningamála komin á alvarlegt stig. Viðsemjendur okkar hafa ekki sýnt neina viðleitni til að koma til móts við kröfur okkar og halda sig fast við 2,8 prósent.“ Þetta kemur fram í fréttabréfi Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA), sem kom út í dag. Í fréttabréfinu kemur fram að laun stjórnarformanns Icelandair Group hafi á þriggja ára tímabili hækkað um 109,2 prósent og laun stjórnarmanns Icelandair Group hafi hækkað um 211,3 prósent. Árslaun forstjóra Icelandair Group eru 44,2 milljónir og hafa þau hækkað um 13 prósent á milli ára. „Hagsmuna hverra er forstjóri Icelandair Group að gæta með þessum aðgerðum sínum, hluthafa Icelandair Group eða SA? Formaður SA er greinilega valdameiri en forstjóri Icelandair Group. Hvenær brestur þolinmæði hluthafa gagnvart forstjóra Icelandair Group?“mynd/skjáskotVinnustöðvun flugmanna hófst hinn 9.maí síðastliðinn. Tvö tólf klukkustunda verkföll eru boðuð 16. og 20. maí og tveggja sólarhringa verkfall er boðað 23. maí. Náist samningar ekki hefst verkfall frá klukkan sex að morgni 30. maí til klukkan sex að morgni 3. júní. Beint fjárhagstap kemur til með að nema um 1,5 til 1,7 milljörðum króna vari það allan þann tíma sem það hefur verið boðað. Tapaðar tekjur af frádregnum sparnaði vegna niðurfelldra fluga auk áætlaðs kostnaðar vegna aðstoðar við farþega eru hluti af fjárhæðinni. Þá eru hvorki hugsanleg áhrif yfirvinnubanns né áhrif verkfallsins á bókanir og tekjur félagsins á þeim dögum sem verkfallið stendur ekki yfir. „Er þessi stefna gagnvart starfsmönnum, hluthöfum Icelandair Group sæmandi? Félagið er tilbúið að fórna 1500-1700 milljónum króna í stað þess að semja. Það getur ekki verið hluthöfum félagsins í hag að fyrirtækinu sé beitt sem stýritæki í sýndarleik SA í stað þess að hámarka eign hluthafa.“ Tíu stærstu hluthafar Icelandair Group eiga um 60 prósent af hlutafé félagsins. Af þessum tíu stærstu eiga lífeyrissjóðirnir 37 prósent af heildarhlutafé. „Félagsmátturinn er það vopn sem við höfum. Nú er mikilvægara en nokkru sinni að sýna samstöðu,“ segir jafnframt í fréttabréfinu. Tengdar fréttir Ekki tímabært að stjórnvöld blandi sér í kjaradeiluna Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra vonar að deiluaðilar nái að semja og ekki þurfi að koma til lagasetningar vegna verkfallsins. 11. maí 2014 18:53 Flugstjórar vilja margfalt meiri hækkun en ASÍ fékk Allt stefnir í að flugmenn fari í verkfall eftir rúma viku. Um milljarður mun tapast á degi hverjum komi til verkfalls og ímynd landsins skaddast. 2. maí 2014 08:00 Engin ástæða til lagasetningar á flugmenn Flugmenn hjá Icelandair hefja yfirvinnubann og skæruverkföll hinn 9. Maí hafi kjarasamningar ekki verið undirritaðir fyrir þann tíma. 30. apríl 2014 20:08 „Allir vita að flugmenn eru vel launaðir“ Upplýsingafulltrúi Icelandair er hóflega bjartsýnn á að samningar takist áður en verkfallsaðgerðir flugmanna skella á eftir viku. Hann segir kröfur flugmanna umtalsverðar. 2. maí 2014 19:15 Verkfall hefur áhrif á 7.000 ferðalanga Samtök atvinnulífsins segja að flugmenn Icelandair fari fram á 30 prósenta launahækkun. Fyrsta boðaða verkfall flugmanna er 9. maí og setur ferðaplön 7.000 manns, sem ýmist eru að koma eða fara frá landinu, í uppnám þennan eina dag. 5. maí 2014 07:00 Flugmenn tilbúnir til samninga Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir ekkert til í ásökunum að flugmenn fyrirtækisins stundi skæruaðgerðir. 11. maí 2014 14:15 Allar líkur á verkfalli á föstudag Fundi lauk í kjaradeilu flugmanna Icelandair laust fyrir klukkan 17 í dag, án árangurs. Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) segir enga lausn í sjónmáli. 7. maí 2014 17:22 Langt á milli krafna flugmanna og þess sem Icelandair býður Stuttur samningafundur var í deilu flugmanna hjá Icelandair og félagsins hjá Ríkissáttasemjara í morgun. Mikinn samningsvilja þarf til að ná samningum að sögn formanns samninganefndar flugmanna. 2. maí 2014 12:58 Flugmenn í verkfall Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) hefur boðað ótímabundið yfirvinnubann flugmanna Icelandair ehf. sem mun hefjast hinn 9. maí klukkan sex að morgni. 29. apríl 2014 13:38 Neyðarréttur hálaunafólksins Flugmenn hjá Icelandair hafa boðað til nokkurra tólf tíma skæruverkfalla, þess fyrsta næstkomandi föstudag. Verkföllin munu valda stórfelldri truflun á samgöngum til og frá landinu. 6. maí 2014 07:00 Icelandair segist ekki fella niður flug nema í ítrustu neyð Flugmenn og fulltrúar Icelandair kenna hvor öðrum um að flugferðir féllu niður á sunnudag. 12. maí 2014 07:00 Verkföll næsta mánuðinn geta raskað ferðum þúsunda Semjist ekki í kjaradeilu flugmanna og flugfreyja við Icelandair gæti orðið mikil röskun á flugi næstu vikurnar. Flugvirkjar eru með lausa samninga. Ferðaþjónustan segist hafa orðið fyrir miklu tjóni vegna verkfalls. 13. maí 2014 07:00 Verkfall flugmanna Icelandair yfirvofandi: "Gífurlega mikið ber á milli aðila“ Allt bendir til þess að flugmenn Icelandair fari í verkfall á morgun. 8. maí 2014 15:25 Fámenni í Leifstöð á verkfallsdegi „Með því að tilkynna þetta strax í gærmorgun tókst nú að afstýra annars fyrirsjáanlegu öngþveiti bæði hér og flugvöllum erlendis,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. 9. maí 2014 10:07 Allar líkur á verkfalli flugmanna á morgun Illugi Gunnarsson, starfandi innanríkisráðherra, segir enga ákvörðun hafa verið tekna um að setja lög á verkfallsaðgerðir flugmanna. 8. maí 2014 10:00 Flugmenn enn hjá ríkissáttasemjara Enn sitja samningamenn hjá ríkissáttasemjara til að leysa kjaradeilu flugmanna Icelandair en fundurinn hófst klukkan 13 í dag. 12. maí 2014 19:56 Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
„Eins og öllum er ljóst er staða samningamála komin á alvarlegt stig. Viðsemjendur okkar hafa ekki sýnt neina viðleitni til að koma til móts við kröfur okkar og halda sig fast við 2,8 prósent.“ Þetta kemur fram í fréttabréfi Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA), sem kom út í dag. Í fréttabréfinu kemur fram að laun stjórnarformanns Icelandair Group hafi á þriggja ára tímabili hækkað um 109,2 prósent og laun stjórnarmanns Icelandair Group hafi hækkað um 211,3 prósent. Árslaun forstjóra Icelandair Group eru 44,2 milljónir og hafa þau hækkað um 13 prósent á milli ára. „Hagsmuna hverra er forstjóri Icelandair Group að gæta með þessum aðgerðum sínum, hluthafa Icelandair Group eða SA? Formaður SA er greinilega valdameiri en forstjóri Icelandair Group. Hvenær brestur þolinmæði hluthafa gagnvart forstjóra Icelandair Group?“mynd/skjáskotVinnustöðvun flugmanna hófst hinn 9.maí síðastliðinn. Tvö tólf klukkustunda verkföll eru boðuð 16. og 20. maí og tveggja sólarhringa verkfall er boðað 23. maí. Náist samningar ekki hefst verkfall frá klukkan sex að morgni 30. maí til klukkan sex að morgni 3. júní. Beint fjárhagstap kemur til með að nema um 1,5 til 1,7 milljörðum króna vari það allan þann tíma sem það hefur verið boðað. Tapaðar tekjur af frádregnum sparnaði vegna niðurfelldra fluga auk áætlaðs kostnaðar vegna aðstoðar við farþega eru hluti af fjárhæðinni. Þá eru hvorki hugsanleg áhrif yfirvinnubanns né áhrif verkfallsins á bókanir og tekjur félagsins á þeim dögum sem verkfallið stendur ekki yfir. „Er þessi stefna gagnvart starfsmönnum, hluthöfum Icelandair Group sæmandi? Félagið er tilbúið að fórna 1500-1700 milljónum króna í stað þess að semja. Það getur ekki verið hluthöfum félagsins í hag að fyrirtækinu sé beitt sem stýritæki í sýndarleik SA í stað þess að hámarka eign hluthafa.“ Tíu stærstu hluthafar Icelandair Group eiga um 60 prósent af hlutafé félagsins. Af þessum tíu stærstu eiga lífeyrissjóðirnir 37 prósent af heildarhlutafé. „Félagsmátturinn er það vopn sem við höfum. Nú er mikilvægara en nokkru sinni að sýna samstöðu,“ segir jafnframt í fréttabréfinu.
Tengdar fréttir Ekki tímabært að stjórnvöld blandi sér í kjaradeiluna Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra vonar að deiluaðilar nái að semja og ekki þurfi að koma til lagasetningar vegna verkfallsins. 11. maí 2014 18:53 Flugstjórar vilja margfalt meiri hækkun en ASÍ fékk Allt stefnir í að flugmenn fari í verkfall eftir rúma viku. Um milljarður mun tapast á degi hverjum komi til verkfalls og ímynd landsins skaddast. 2. maí 2014 08:00 Engin ástæða til lagasetningar á flugmenn Flugmenn hjá Icelandair hefja yfirvinnubann og skæruverkföll hinn 9. Maí hafi kjarasamningar ekki verið undirritaðir fyrir þann tíma. 30. apríl 2014 20:08 „Allir vita að flugmenn eru vel launaðir“ Upplýsingafulltrúi Icelandair er hóflega bjartsýnn á að samningar takist áður en verkfallsaðgerðir flugmanna skella á eftir viku. Hann segir kröfur flugmanna umtalsverðar. 2. maí 2014 19:15 Verkfall hefur áhrif á 7.000 ferðalanga Samtök atvinnulífsins segja að flugmenn Icelandair fari fram á 30 prósenta launahækkun. Fyrsta boðaða verkfall flugmanna er 9. maí og setur ferðaplön 7.000 manns, sem ýmist eru að koma eða fara frá landinu, í uppnám þennan eina dag. 5. maí 2014 07:00 Flugmenn tilbúnir til samninga Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir ekkert til í ásökunum að flugmenn fyrirtækisins stundi skæruaðgerðir. 11. maí 2014 14:15 Allar líkur á verkfalli á föstudag Fundi lauk í kjaradeilu flugmanna Icelandair laust fyrir klukkan 17 í dag, án árangurs. Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) segir enga lausn í sjónmáli. 7. maí 2014 17:22 Langt á milli krafna flugmanna og þess sem Icelandair býður Stuttur samningafundur var í deilu flugmanna hjá Icelandair og félagsins hjá Ríkissáttasemjara í morgun. Mikinn samningsvilja þarf til að ná samningum að sögn formanns samninganefndar flugmanna. 2. maí 2014 12:58 Flugmenn í verkfall Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) hefur boðað ótímabundið yfirvinnubann flugmanna Icelandair ehf. sem mun hefjast hinn 9. maí klukkan sex að morgni. 29. apríl 2014 13:38 Neyðarréttur hálaunafólksins Flugmenn hjá Icelandair hafa boðað til nokkurra tólf tíma skæruverkfalla, þess fyrsta næstkomandi föstudag. Verkföllin munu valda stórfelldri truflun á samgöngum til og frá landinu. 6. maí 2014 07:00 Icelandair segist ekki fella niður flug nema í ítrustu neyð Flugmenn og fulltrúar Icelandair kenna hvor öðrum um að flugferðir féllu niður á sunnudag. 12. maí 2014 07:00 Verkföll næsta mánuðinn geta raskað ferðum þúsunda Semjist ekki í kjaradeilu flugmanna og flugfreyja við Icelandair gæti orðið mikil röskun á flugi næstu vikurnar. Flugvirkjar eru með lausa samninga. Ferðaþjónustan segist hafa orðið fyrir miklu tjóni vegna verkfalls. 13. maí 2014 07:00 Verkfall flugmanna Icelandair yfirvofandi: "Gífurlega mikið ber á milli aðila“ Allt bendir til þess að flugmenn Icelandair fari í verkfall á morgun. 8. maí 2014 15:25 Fámenni í Leifstöð á verkfallsdegi „Með því að tilkynna þetta strax í gærmorgun tókst nú að afstýra annars fyrirsjáanlegu öngþveiti bæði hér og flugvöllum erlendis,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. 9. maí 2014 10:07 Allar líkur á verkfalli flugmanna á morgun Illugi Gunnarsson, starfandi innanríkisráðherra, segir enga ákvörðun hafa verið tekna um að setja lög á verkfallsaðgerðir flugmanna. 8. maí 2014 10:00 Flugmenn enn hjá ríkissáttasemjara Enn sitja samningamenn hjá ríkissáttasemjara til að leysa kjaradeilu flugmanna Icelandair en fundurinn hófst klukkan 13 í dag. 12. maí 2014 19:56 Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Ekki tímabært að stjórnvöld blandi sér í kjaradeiluna Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra vonar að deiluaðilar nái að semja og ekki þurfi að koma til lagasetningar vegna verkfallsins. 11. maí 2014 18:53
Flugstjórar vilja margfalt meiri hækkun en ASÍ fékk Allt stefnir í að flugmenn fari í verkfall eftir rúma viku. Um milljarður mun tapast á degi hverjum komi til verkfalls og ímynd landsins skaddast. 2. maí 2014 08:00
Engin ástæða til lagasetningar á flugmenn Flugmenn hjá Icelandair hefja yfirvinnubann og skæruverkföll hinn 9. Maí hafi kjarasamningar ekki verið undirritaðir fyrir þann tíma. 30. apríl 2014 20:08
„Allir vita að flugmenn eru vel launaðir“ Upplýsingafulltrúi Icelandair er hóflega bjartsýnn á að samningar takist áður en verkfallsaðgerðir flugmanna skella á eftir viku. Hann segir kröfur flugmanna umtalsverðar. 2. maí 2014 19:15
Verkfall hefur áhrif á 7.000 ferðalanga Samtök atvinnulífsins segja að flugmenn Icelandair fari fram á 30 prósenta launahækkun. Fyrsta boðaða verkfall flugmanna er 9. maí og setur ferðaplön 7.000 manns, sem ýmist eru að koma eða fara frá landinu, í uppnám þennan eina dag. 5. maí 2014 07:00
Flugmenn tilbúnir til samninga Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir ekkert til í ásökunum að flugmenn fyrirtækisins stundi skæruaðgerðir. 11. maí 2014 14:15
Allar líkur á verkfalli á föstudag Fundi lauk í kjaradeilu flugmanna Icelandair laust fyrir klukkan 17 í dag, án árangurs. Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) segir enga lausn í sjónmáli. 7. maí 2014 17:22
Langt á milli krafna flugmanna og þess sem Icelandair býður Stuttur samningafundur var í deilu flugmanna hjá Icelandair og félagsins hjá Ríkissáttasemjara í morgun. Mikinn samningsvilja þarf til að ná samningum að sögn formanns samninganefndar flugmanna. 2. maí 2014 12:58
Flugmenn í verkfall Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) hefur boðað ótímabundið yfirvinnubann flugmanna Icelandair ehf. sem mun hefjast hinn 9. maí klukkan sex að morgni. 29. apríl 2014 13:38
Neyðarréttur hálaunafólksins Flugmenn hjá Icelandair hafa boðað til nokkurra tólf tíma skæruverkfalla, þess fyrsta næstkomandi föstudag. Verkföllin munu valda stórfelldri truflun á samgöngum til og frá landinu. 6. maí 2014 07:00
Icelandair segist ekki fella niður flug nema í ítrustu neyð Flugmenn og fulltrúar Icelandair kenna hvor öðrum um að flugferðir féllu niður á sunnudag. 12. maí 2014 07:00
Verkföll næsta mánuðinn geta raskað ferðum þúsunda Semjist ekki í kjaradeilu flugmanna og flugfreyja við Icelandair gæti orðið mikil röskun á flugi næstu vikurnar. Flugvirkjar eru með lausa samninga. Ferðaþjónustan segist hafa orðið fyrir miklu tjóni vegna verkfalls. 13. maí 2014 07:00
Verkfall flugmanna Icelandair yfirvofandi: "Gífurlega mikið ber á milli aðila“ Allt bendir til þess að flugmenn Icelandair fari í verkfall á morgun. 8. maí 2014 15:25
Fámenni í Leifstöð á verkfallsdegi „Með því að tilkynna þetta strax í gærmorgun tókst nú að afstýra annars fyrirsjáanlegu öngþveiti bæði hér og flugvöllum erlendis,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. 9. maí 2014 10:07
Allar líkur á verkfalli flugmanna á morgun Illugi Gunnarsson, starfandi innanríkisráðherra, segir enga ákvörðun hafa verið tekna um að setja lög á verkfallsaðgerðir flugmanna. 8. maí 2014 10:00
Flugmenn enn hjá ríkissáttasemjara Enn sitja samningamenn hjá ríkissáttasemjara til að leysa kjaradeilu flugmanna Icelandair en fundurinn hófst klukkan 13 í dag. 12. maí 2014 19:56