Mikið hefur verið hent af rusli í Öskjuhlíð en svo virðist sem sumir noti svæðið jafnvel til að losa sig við ónýt raf- og heimilistæki.
Á myndum sem fréttastofu bárust má sjá hvernig fólk hefur af einhverjum ástæðum losað sig við ýmislegt stórt og smátt í Öskjuhlíðinni. Á myndunum má sjá hátalarastæðu, örbylgjuofn, pappakassa, plastpoka, blaðabunka og ýmislegt annað dót sem er á víð og dreif um svæðið og það er óhætt að segja að umgengnin sé afar dapurleg.
Nálægustu starfsstöðvar Sorpu eru á Dalvegi í Kópavogi og Ánanaustum í Reykjavík þar sem hægt er að losa sig við heimilissorp sér að kostnaðarlausu. Auk þess eru grenndargámar í Hamragerði, Stóragerði og Suðurhlíð, í næsta nágrenni við Öskjuhlíðina.
Rusl á víð og dreif um Öskjuhlíð
