Yfir tveggja ára bið eftir parkúrþjálfun Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 27. janúar 2014 10:00 Á æfingu Parkúræfing hjá Fimleikafélaginu Björk í Hafnarfirði. fréttablaðið/vilhelm Tveggja og hálfs árs bið er eftir því að komast í parkúr, það er götufimleika, hjá Íþróttafélaginu Gerplu. Á biðlistanum eru rúmlega 140, flestallt strákar. „Þetta eru þeir sem nenna að vera á biðlista. Ég væri kominn með 500 manna hóp ef ég fengi pláss til þess hjá Gerplu,“ segir þjálfarinn, Sindri Viborg. Hann segir eftirspurnina eftir að komast í parkúr hjá öðrum íþróttafélögum einnig mikla. „Það er allt troðið alls staðar.“Sindri ViborgÞað er mat Sindra að hætta sé á að gríðarlegur fjöldi barna og unglinga missi af hreyfingu vegna aðstöðuleysis. „Þótt þetta séu í raun götufimleikar þurfum við sali til að iðka þessa íþrótt sem er keppnislaus. Það þarf að auka aðgengi að öðrum íþróttum en boltaíþróttum. Stór hópur krakka hefur ekki áhuga á keppnisíþróttum. Þeim finnst óþægilegt að traðka á öðrum til að komast áfram og þeir vilja heldur ekki bera þá ábyrgð sem fylgir því að klúðra sendingu. Þeir upplifa þá eins og liðið hati þá. Ef þessir krakkar komast ekki í íþróttir sem ekki er keppt í kjósa þeir að gera ekki neitt.“ Sindri segir að taka þurfi strax á þessu. „Vægi íþrótta þarf að vera jafnt. Það má ekki hugsa þannig að nauðsynlegt sé að koma upp sem flestum fótboltavöllum. Þá missa mörg börn af hreyfingu.“ Núna æfa um áttatíu parkúr hjá Gerplu og eru langflestir iðkendanna strákar, sá yngsti sjö ára. „Kjarninn er á aldrinum átta til 15 ára en nemendur eru alveg upp í 36 ára gamlir,“ segir Sindri sem þjálfar einnig parkúr á Selfossi og Akranesi þar sem áhuginn á íþróttinni er gríðarlega mikill eins og á höfuðborgarsvæðinu. Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Tveggja og hálfs árs bið er eftir því að komast í parkúr, það er götufimleika, hjá Íþróttafélaginu Gerplu. Á biðlistanum eru rúmlega 140, flestallt strákar. „Þetta eru þeir sem nenna að vera á biðlista. Ég væri kominn með 500 manna hóp ef ég fengi pláss til þess hjá Gerplu,“ segir þjálfarinn, Sindri Viborg. Hann segir eftirspurnina eftir að komast í parkúr hjá öðrum íþróttafélögum einnig mikla. „Það er allt troðið alls staðar.“Sindri ViborgÞað er mat Sindra að hætta sé á að gríðarlegur fjöldi barna og unglinga missi af hreyfingu vegna aðstöðuleysis. „Þótt þetta séu í raun götufimleikar þurfum við sali til að iðka þessa íþrótt sem er keppnislaus. Það þarf að auka aðgengi að öðrum íþróttum en boltaíþróttum. Stór hópur krakka hefur ekki áhuga á keppnisíþróttum. Þeim finnst óþægilegt að traðka á öðrum til að komast áfram og þeir vilja heldur ekki bera þá ábyrgð sem fylgir því að klúðra sendingu. Þeir upplifa þá eins og liðið hati þá. Ef þessir krakkar komast ekki í íþróttir sem ekki er keppt í kjósa þeir að gera ekki neitt.“ Sindri segir að taka þurfi strax á þessu. „Vægi íþrótta þarf að vera jafnt. Það má ekki hugsa þannig að nauðsynlegt sé að koma upp sem flestum fótboltavöllum. Þá missa mörg börn af hreyfingu.“ Núna æfa um áttatíu parkúr hjá Gerplu og eru langflestir iðkendanna strákar, sá yngsti sjö ára. „Kjarninn er á aldrinum átta til 15 ára en nemendur eru alveg upp í 36 ára gamlir,“ segir Sindri sem þjálfar einnig parkúr á Selfossi og Akranesi þar sem áhuginn á íþróttinni er gríðarlega mikill eins og á höfuðborgarsvæðinu.
Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira