Nú síðdegis gaf sig kaldavatnslögn í Drekagili á Akureyri. Öll hús við Drekagil eru vatnslaus nema hús nr. 21.
Óvíst er hvenær viðgerð lýkur. Vegfarendur eru beðnir að gæta að því að nauðsynlegt var að loka austasta hluta Drekagils fyrir umferð.
Bifreiðar sem eru á bílastæðum við blokkirnar nr. 21 og 28 komast af þeim eftir göngustíg út á Hlíðarbraut en ekki hægt að leyfa frekari umferð um þann stíg.
Kaldavatnslögn gaf sig í Drekagili á Akureyri
Stefán Árni Pálsson skrifar
