Innlent

SSF samþykkir kjarasamninga

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Kjarasamningar Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) og Samtaka atvinnulífsins (SA) voru samþykktir í allsherjar atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna SSF nú rétt í þessu. Kjarasamningarnir voru undirritaðir á þriðjudaginn í síðustu viku.

Samningurinn byggir á sáttatillögu Ríkissáttasemjara sem lögð var fyrir stéttarfélög á almennum vinnumarkaði og undirritaðir voru þann 21. febrúar síðastliðinn. Af 4270 félagsmönnum greiddu 2840 atkvæði. 65,70 prósent, eða 1866 félagsmenn, sögðu já, og 875 félagsmenn, eða 30,80 prósent, sögðu nei.  99 skiluðu auðu.

Kjarasamningurinn gerir ráð fyrir 2,8% hækkun á kauptaxta, þó að lágmarki 8.000 kr. fyrir dagvinnu í fullu starfi. Aðrir kjaratengdir liðir hækka einnig um 2,8%. Allir kjarasamningsliðir taka gildi frá og með 1. febrúar 2014. Þá er gert ráð fyrir að sérstakri hækkun kauptaxta hjá þeim sem eru með 230.000 kr. launataxta á mánuði eða lægri en kauptaxtar þeirra hækka sérstaklega um 1.750 kr.

Desember- og orlofsuppbætur hækka samtals um 32.300 kr. frá síðast gildandi samning. Desemberuppbót miðað við fullt starf á árinu 2014 verður 73.600 kr.

Orlofsuppbót fyrir orlofsárið sem hefst 1. maí 2014  miðað við fullt starf á árinu 2014 verður 39.500 kr.

Í stað launabreytinga frá 1. janúar 2014 greiðist sérstök eingreiðsla, kr. 14.600 kr. miðað við fullt starf, enda hafi starfsmaður starfað í janúar 2014 og var enn í starfi 1. febrúar 2014.

Framlag atvinnurekenda í menntunarsjóð SSF hækkar um 0,1% frá og með 1.janúar 2014.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×