Ekkert sjálfvirkt eftirlit með lyfjaávísunum lækna Heimir Már Pétursson skrifar 13. október 2014 21:15 Ekkert sjálfvirkt eftirlitskerfi er með ávísunum lækna á lyf til einstakra sjúklinga. Þá geta læknar ekki séð með einföldum hætti hvaða lyfjum aðrir læknar hafa ávísað eða í hvaða magni, en það horfir til bóta innan nokkurra mánaða. Viðtal í helgarblaði Fréttablaðsins við föður 44 ára gamallrar konu sem lést í vor meðal annars vegna óhóflegrar notkunar á sterkum verkjalyfjum hefur vakið mikla athygli. En þar greinir faðirinn frá því hvernig líf dóttur hans fjaraði út á um tveimur árum, en hún hafði eftir veikindi í meltingarvegi orðið háð sterkum morfínlyfjum. Á síðasta hálfa árinu sem hún lifði hafði hún fengið ávísað 2.200 morfíntöflum frá sama lækninum. Er ekkert viðvörunarkerfi í gangi hjá Landlæknisembættinu sem hringir bjöllum þegar einn tiltekinn læknir t.d. útskrifar mikið af ávinabindandi lyfjum á einn tiltekinn sjúkling? „Svona já og nei. Það er ekki í gangi neitt sérstakt tölvukerfi, eins og sums staðar er gert reyndar, sem skannar það sem er gert og setur í gang einhverjar bjöllur,“ segir Magnús Jóhannsson læknir hjá Landlæknisembættinu. En hann ásamt fleirum hefur undanfarin ár unnið að gerð lyfjagagnagrunns. Hins vegar skoði embættið reglulega mál þeirra sem séu að fá stærstu skammtana af vissum lyfjum og þá lækna sem ávísi vissum lyfjum. „En mest af þessu er bara dálítið tilviljunarkennt. Vegna þess að við erum undirmannaðir við þetta og þetta byggir svolítið á ábendingum sem við fáum frá læknum, frá lyfjafræðingum aðstandendum, sjúklingunum sjálfum og héðan og þaðan,“ segir Magnús. Þá geta læknar ekki séð með einföldum hætti hvort og þá hvað mikið sjúklingur hefur fengið ávísað af lyfjum frá öðrum læknum, án þess að hafa samband við Landlæknisembættið og láta fletta sjúklingunum upp. en það stendur til bóta, því vinnu við nýjan gagnagrunn er að ljúka. „Það er hópur af læknum sem hefur aðgang að þessu nú þegar. En það fara ekki allir lyfseðlar þarna inn einnþá. Þannig að það er svona takmarkað gagn af þessu. En það stendur til bóta vonandi á næstu mánuðum,“ segir Magnús. Þá ættu allir læknar að geta séð lyfjagjöf annarra lækna til sjúklinga með einfaldri uppflettingu í gagnagrunninum. Tengdar fréttir Lést vegna lyfjafíknar: „Læknirinn dældi lyfjum í dóttur mína“ Dóttir Markúsar Kristjánssonar lést vegna misnotkunar á lyfjum. Hann hefur undir höndum útskrift frá apóteki sem sýnir að einn læknir ávísaði hundruðum taflna af morfínlyfi í hverjum mánuði. 11. október 2014 08:30 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
Ekkert sjálfvirkt eftirlitskerfi er með ávísunum lækna á lyf til einstakra sjúklinga. Þá geta læknar ekki séð með einföldum hætti hvaða lyfjum aðrir læknar hafa ávísað eða í hvaða magni, en það horfir til bóta innan nokkurra mánaða. Viðtal í helgarblaði Fréttablaðsins við föður 44 ára gamallrar konu sem lést í vor meðal annars vegna óhóflegrar notkunar á sterkum verkjalyfjum hefur vakið mikla athygli. En þar greinir faðirinn frá því hvernig líf dóttur hans fjaraði út á um tveimur árum, en hún hafði eftir veikindi í meltingarvegi orðið háð sterkum morfínlyfjum. Á síðasta hálfa árinu sem hún lifði hafði hún fengið ávísað 2.200 morfíntöflum frá sama lækninum. Er ekkert viðvörunarkerfi í gangi hjá Landlæknisembættinu sem hringir bjöllum þegar einn tiltekinn læknir t.d. útskrifar mikið af ávinabindandi lyfjum á einn tiltekinn sjúkling? „Svona já og nei. Það er ekki í gangi neitt sérstakt tölvukerfi, eins og sums staðar er gert reyndar, sem skannar það sem er gert og setur í gang einhverjar bjöllur,“ segir Magnús Jóhannsson læknir hjá Landlæknisembættinu. En hann ásamt fleirum hefur undanfarin ár unnið að gerð lyfjagagnagrunns. Hins vegar skoði embættið reglulega mál þeirra sem séu að fá stærstu skammtana af vissum lyfjum og þá lækna sem ávísi vissum lyfjum. „En mest af þessu er bara dálítið tilviljunarkennt. Vegna þess að við erum undirmannaðir við þetta og þetta byggir svolítið á ábendingum sem við fáum frá læknum, frá lyfjafræðingum aðstandendum, sjúklingunum sjálfum og héðan og þaðan,“ segir Magnús. Þá geta læknar ekki séð með einföldum hætti hvort og þá hvað mikið sjúklingur hefur fengið ávísað af lyfjum frá öðrum læknum, án þess að hafa samband við Landlæknisembættið og láta fletta sjúklingunum upp. en það stendur til bóta, því vinnu við nýjan gagnagrunn er að ljúka. „Það er hópur af læknum sem hefur aðgang að þessu nú þegar. En það fara ekki allir lyfseðlar þarna inn einnþá. Þannig að það er svona takmarkað gagn af þessu. En það stendur til bóta vonandi á næstu mánuðum,“ segir Magnús. Þá ættu allir læknar að geta séð lyfjagjöf annarra lækna til sjúklinga með einfaldri uppflettingu í gagnagrunninum.
Tengdar fréttir Lést vegna lyfjafíknar: „Læknirinn dældi lyfjum í dóttur mína“ Dóttir Markúsar Kristjánssonar lést vegna misnotkunar á lyfjum. Hann hefur undir höndum útskrift frá apóteki sem sýnir að einn læknir ávísaði hundruðum taflna af morfínlyfi í hverjum mánuði. 11. október 2014 08:30 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
Lést vegna lyfjafíknar: „Læknirinn dældi lyfjum í dóttur mína“ Dóttir Markúsar Kristjánssonar lést vegna misnotkunar á lyfjum. Hann hefur undir höndum útskrift frá apóteki sem sýnir að einn læknir ávísaði hundruðum taflna af morfínlyfi í hverjum mánuði. 11. október 2014 08:30