Vöruverð lækkar í kjölfar fríverslunarsamnings Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 27. júní 2014 20:15 Fríverslunarsamningur milli Íslands og Kína tekur gildi á þriðjudaginn. Samingnum er ætlað að bæta verulega viðskiptakjör milli Íslands og Kína en hann kveður á um niðurfellingu tolla á helstu útflutningsafurðum Íslendinga. Allar sjávarafurðir verða tollfrjálsar, en 90% alls útflutnings til Kína eru sjávarafurðir. Forsvarsmenn í íslenskum sjávarútvegi, sem fréttastofa hefur rætt við í dag, segja samninginn bjóða upp á gríðarleg tækifæri. En áhrifanna gætir víðar. Tökum skópar, sem framleitt er í Kína, sem dæmi. Til að einfalda dæmið skulum við gefa okkur að það kosti 10.000 krónur með flutningskostnaði og öðrum kostnaði. Ofan á það bætist 15% tollur og 25,5% virðisaukaskattur. Heildarverð í dag er því 14.443 krónur. Eftir gildistöku fríverslunarsamningsins fellur þessi tollur niður. Við erum því með skó sem kosta 10.000 krónur, bera engan toll og virðisaukaskatt upp á 25,5%. Alls 12.550. Þarna getum við sparað tæpar 1.900 krónur eða 13%. „Já klárlega. Vöruverð lækkar, það er alveg klárt. Við fögnum þessum samningi. Þetta er eitthvað sem við erum búin að vera að berjast fyrir. Fríverslunarsamningar eru mikið hagsmunamál fyrir verslunina og við teljum að þetta sé leið til lækkunar vöruverðs. Þannig að neytendur fagna og við fögnum“, segir Margrét Sanders, formaður Samtaka verslunar og þjónustu. Fjöldi sendinga frá Kína til Íslands hefur margfaldast undanfarin ár, þá ekki síst fyrir tilstilli netverslana líkt og hinnar kínversku aliexpress.com. En mun fríverslunasamningurinn ekki hafa þau áhrif að Íslendingur versli í auknum mæli í gegnum slíkar síður? „Netverslun er eitthvað sem er komið til að vera. En við teljum að ef við erum að bjóða samkeppnishæf verð, sem við erum að gera, og með fríverslunarsamningnum er vöruverð að lækka á Íslandi, að þá fáum við fleiri inn í verslaninnar, og þá eykst verslunin, þá fjölgar starfsfólki, og allir hagnast á þessu“, segir Margrét. Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira
Fríverslunarsamningur milli Íslands og Kína tekur gildi á þriðjudaginn. Samingnum er ætlað að bæta verulega viðskiptakjör milli Íslands og Kína en hann kveður á um niðurfellingu tolla á helstu útflutningsafurðum Íslendinga. Allar sjávarafurðir verða tollfrjálsar, en 90% alls útflutnings til Kína eru sjávarafurðir. Forsvarsmenn í íslenskum sjávarútvegi, sem fréttastofa hefur rætt við í dag, segja samninginn bjóða upp á gríðarleg tækifæri. En áhrifanna gætir víðar. Tökum skópar, sem framleitt er í Kína, sem dæmi. Til að einfalda dæmið skulum við gefa okkur að það kosti 10.000 krónur með flutningskostnaði og öðrum kostnaði. Ofan á það bætist 15% tollur og 25,5% virðisaukaskattur. Heildarverð í dag er því 14.443 krónur. Eftir gildistöku fríverslunarsamningsins fellur þessi tollur niður. Við erum því með skó sem kosta 10.000 krónur, bera engan toll og virðisaukaskatt upp á 25,5%. Alls 12.550. Þarna getum við sparað tæpar 1.900 krónur eða 13%. „Já klárlega. Vöruverð lækkar, það er alveg klárt. Við fögnum þessum samningi. Þetta er eitthvað sem við erum búin að vera að berjast fyrir. Fríverslunarsamningar eru mikið hagsmunamál fyrir verslunina og við teljum að þetta sé leið til lækkunar vöruverðs. Þannig að neytendur fagna og við fögnum“, segir Margrét Sanders, formaður Samtaka verslunar og þjónustu. Fjöldi sendinga frá Kína til Íslands hefur margfaldast undanfarin ár, þá ekki síst fyrir tilstilli netverslana líkt og hinnar kínversku aliexpress.com. En mun fríverslunasamningurinn ekki hafa þau áhrif að Íslendingur versli í auknum mæli í gegnum slíkar síður? „Netverslun er eitthvað sem er komið til að vera. En við teljum að ef við erum að bjóða samkeppnishæf verð, sem við erum að gera, og með fríverslunarsamningnum er vöruverð að lækka á Íslandi, að þá fáum við fleiri inn í verslaninnar, og þá eykst verslunin, þá fjölgar starfsfólki, og allir hagnast á þessu“, segir Margrét.
Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira