Vöruverð lækkar í kjölfar fríverslunarsamnings Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 27. júní 2014 20:15 Fríverslunarsamningur milli Íslands og Kína tekur gildi á þriðjudaginn. Samingnum er ætlað að bæta verulega viðskiptakjör milli Íslands og Kína en hann kveður á um niðurfellingu tolla á helstu útflutningsafurðum Íslendinga. Allar sjávarafurðir verða tollfrjálsar, en 90% alls útflutnings til Kína eru sjávarafurðir. Forsvarsmenn í íslenskum sjávarútvegi, sem fréttastofa hefur rætt við í dag, segja samninginn bjóða upp á gríðarleg tækifæri. En áhrifanna gætir víðar. Tökum skópar, sem framleitt er í Kína, sem dæmi. Til að einfalda dæmið skulum við gefa okkur að það kosti 10.000 krónur með flutningskostnaði og öðrum kostnaði. Ofan á það bætist 15% tollur og 25,5% virðisaukaskattur. Heildarverð í dag er því 14.443 krónur. Eftir gildistöku fríverslunarsamningsins fellur þessi tollur niður. Við erum því með skó sem kosta 10.000 krónur, bera engan toll og virðisaukaskatt upp á 25,5%. Alls 12.550. Þarna getum við sparað tæpar 1.900 krónur eða 13%. „Já klárlega. Vöruverð lækkar, það er alveg klárt. Við fögnum þessum samningi. Þetta er eitthvað sem við erum búin að vera að berjast fyrir. Fríverslunarsamningar eru mikið hagsmunamál fyrir verslunina og við teljum að þetta sé leið til lækkunar vöruverðs. Þannig að neytendur fagna og við fögnum“, segir Margrét Sanders, formaður Samtaka verslunar og þjónustu. Fjöldi sendinga frá Kína til Íslands hefur margfaldast undanfarin ár, þá ekki síst fyrir tilstilli netverslana líkt og hinnar kínversku aliexpress.com. En mun fríverslunasamningurinn ekki hafa þau áhrif að Íslendingur versli í auknum mæli í gegnum slíkar síður? „Netverslun er eitthvað sem er komið til að vera. En við teljum að ef við erum að bjóða samkeppnishæf verð, sem við erum að gera, og með fríverslunarsamningnum er vöruverð að lækka á Íslandi, að þá fáum við fleiri inn í verslaninnar, og þá eykst verslunin, þá fjölgar starfsfólki, og allir hagnast á þessu“, segir Margrét. Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
Fríverslunarsamningur milli Íslands og Kína tekur gildi á þriðjudaginn. Samingnum er ætlað að bæta verulega viðskiptakjör milli Íslands og Kína en hann kveður á um niðurfellingu tolla á helstu útflutningsafurðum Íslendinga. Allar sjávarafurðir verða tollfrjálsar, en 90% alls útflutnings til Kína eru sjávarafurðir. Forsvarsmenn í íslenskum sjávarútvegi, sem fréttastofa hefur rætt við í dag, segja samninginn bjóða upp á gríðarleg tækifæri. En áhrifanna gætir víðar. Tökum skópar, sem framleitt er í Kína, sem dæmi. Til að einfalda dæmið skulum við gefa okkur að það kosti 10.000 krónur með flutningskostnaði og öðrum kostnaði. Ofan á það bætist 15% tollur og 25,5% virðisaukaskattur. Heildarverð í dag er því 14.443 krónur. Eftir gildistöku fríverslunarsamningsins fellur þessi tollur niður. Við erum því með skó sem kosta 10.000 krónur, bera engan toll og virðisaukaskatt upp á 25,5%. Alls 12.550. Þarna getum við sparað tæpar 1.900 krónur eða 13%. „Já klárlega. Vöruverð lækkar, það er alveg klárt. Við fögnum þessum samningi. Þetta er eitthvað sem við erum búin að vera að berjast fyrir. Fríverslunarsamningar eru mikið hagsmunamál fyrir verslunina og við teljum að þetta sé leið til lækkunar vöruverðs. Þannig að neytendur fagna og við fögnum“, segir Margrét Sanders, formaður Samtaka verslunar og þjónustu. Fjöldi sendinga frá Kína til Íslands hefur margfaldast undanfarin ár, þá ekki síst fyrir tilstilli netverslana líkt og hinnar kínversku aliexpress.com. En mun fríverslunasamningurinn ekki hafa þau áhrif að Íslendingur versli í auknum mæli í gegnum slíkar síður? „Netverslun er eitthvað sem er komið til að vera. En við teljum að ef við erum að bjóða samkeppnishæf verð, sem við erum að gera, og með fríverslunarsamningnum er vöruverð að lækka á Íslandi, að þá fáum við fleiri inn í verslaninnar, og þá eykst verslunin, þá fjölgar starfsfólki, og allir hagnast á þessu“, segir Margrét.
Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira