Vöruverð lækkar í kjölfar fríverslunarsamnings Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 27. júní 2014 20:15 Fríverslunarsamningur milli Íslands og Kína tekur gildi á þriðjudaginn. Samingnum er ætlað að bæta verulega viðskiptakjör milli Íslands og Kína en hann kveður á um niðurfellingu tolla á helstu útflutningsafurðum Íslendinga. Allar sjávarafurðir verða tollfrjálsar, en 90% alls útflutnings til Kína eru sjávarafurðir. Forsvarsmenn í íslenskum sjávarútvegi, sem fréttastofa hefur rætt við í dag, segja samninginn bjóða upp á gríðarleg tækifæri. En áhrifanna gætir víðar. Tökum skópar, sem framleitt er í Kína, sem dæmi. Til að einfalda dæmið skulum við gefa okkur að það kosti 10.000 krónur með flutningskostnaði og öðrum kostnaði. Ofan á það bætist 15% tollur og 25,5% virðisaukaskattur. Heildarverð í dag er því 14.443 krónur. Eftir gildistöku fríverslunarsamningsins fellur þessi tollur niður. Við erum því með skó sem kosta 10.000 krónur, bera engan toll og virðisaukaskatt upp á 25,5%. Alls 12.550. Þarna getum við sparað tæpar 1.900 krónur eða 13%. „Já klárlega. Vöruverð lækkar, það er alveg klárt. Við fögnum þessum samningi. Þetta er eitthvað sem við erum búin að vera að berjast fyrir. Fríverslunarsamningar eru mikið hagsmunamál fyrir verslunina og við teljum að þetta sé leið til lækkunar vöruverðs. Þannig að neytendur fagna og við fögnum“, segir Margrét Sanders, formaður Samtaka verslunar og þjónustu. Fjöldi sendinga frá Kína til Íslands hefur margfaldast undanfarin ár, þá ekki síst fyrir tilstilli netverslana líkt og hinnar kínversku aliexpress.com. En mun fríverslunasamningurinn ekki hafa þau áhrif að Íslendingur versli í auknum mæli í gegnum slíkar síður? „Netverslun er eitthvað sem er komið til að vera. En við teljum að ef við erum að bjóða samkeppnishæf verð, sem við erum að gera, og með fríverslunarsamningnum er vöruverð að lækka á Íslandi, að þá fáum við fleiri inn í verslaninnar, og þá eykst verslunin, þá fjölgar starfsfólki, og allir hagnast á þessu“, segir Margrét. Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Sjá meira
Fríverslunarsamningur milli Íslands og Kína tekur gildi á þriðjudaginn. Samingnum er ætlað að bæta verulega viðskiptakjör milli Íslands og Kína en hann kveður á um niðurfellingu tolla á helstu útflutningsafurðum Íslendinga. Allar sjávarafurðir verða tollfrjálsar, en 90% alls útflutnings til Kína eru sjávarafurðir. Forsvarsmenn í íslenskum sjávarútvegi, sem fréttastofa hefur rætt við í dag, segja samninginn bjóða upp á gríðarleg tækifæri. En áhrifanna gætir víðar. Tökum skópar, sem framleitt er í Kína, sem dæmi. Til að einfalda dæmið skulum við gefa okkur að það kosti 10.000 krónur með flutningskostnaði og öðrum kostnaði. Ofan á það bætist 15% tollur og 25,5% virðisaukaskattur. Heildarverð í dag er því 14.443 krónur. Eftir gildistöku fríverslunarsamningsins fellur þessi tollur niður. Við erum því með skó sem kosta 10.000 krónur, bera engan toll og virðisaukaskatt upp á 25,5%. Alls 12.550. Þarna getum við sparað tæpar 1.900 krónur eða 13%. „Já klárlega. Vöruverð lækkar, það er alveg klárt. Við fögnum þessum samningi. Þetta er eitthvað sem við erum búin að vera að berjast fyrir. Fríverslunarsamningar eru mikið hagsmunamál fyrir verslunina og við teljum að þetta sé leið til lækkunar vöruverðs. Þannig að neytendur fagna og við fögnum“, segir Margrét Sanders, formaður Samtaka verslunar og þjónustu. Fjöldi sendinga frá Kína til Íslands hefur margfaldast undanfarin ár, þá ekki síst fyrir tilstilli netverslana líkt og hinnar kínversku aliexpress.com. En mun fríverslunasamningurinn ekki hafa þau áhrif að Íslendingur versli í auknum mæli í gegnum slíkar síður? „Netverslun er eitthvað sem er komið til að vera. En við teljum að ef við erum að bjóða samkeppnishæf verð, sem við erum að gera, og með fríverslunarsamningnum er vöruverð að lækka á Íslandi, að þá fáum við fleiri inn í verslaninnar, og þá eykst verslunin, þá fjölgar starfsfólki, og allir hagnast á þessu“, segir Margrét.
Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Sjá meira