Flytja langreyðarkjöt til Japan Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar 20. mars 2014 21:58 Skipið ALMA undirbýr siglingu til Japan. Mynd/Daníel Hvalveiðifyrirtækið Hvalur hf. hefur staðið fyrir útskipun á langreyðakjöti í skipið ALMA í Hafnarfjarðarhöfn síðustu daga. Skipið heldur til Japan að fermingu lokinni. Í tilkynningu frá Alþjóðadýravelferðarsjóðnum segir að tilraunir Hvals hf. til útflutnings hafi misheppnast í tvígang. Annars vegar hafi kjötfarminum verið snúið við og hins vegar hafi fyrirtækið gert tilraun til að flytja hvalkjötið í gegnum Kanada. Brugðust kanadískir stjórnmálamenn illa við, og olli tilraunin einnig talsverðu uppþoti og óánægju meðal almennings í Kanada. Nú á að flytja kjötið beina leið til Japan. Kassarnir, sem voru fluttir um borð í skipið, voru merktir „Frosið hvalakjöt" á japönsku. Forsvarsmenn Alþjóðadýravelferðarsjóðsins fullyrða að markaðsaðstæður fyrir sölu á hvalkjöti í Japan séu erfiðar. Í raun bendi allt til þess að Hvalur hf. sé aðeins að flytja kjötið úr íslenskum frystikistum í japanskar. Hvalur í útrýmingarhættu Langreyður er á válista yfir dýr í útrýmingarhættu samkvæmt samningi um alþjóðaverslun með tegundir í útrýmingarhættu (CITES). Markmið CITES er að gæta þess að milliríkjaverslun með dýr og afurðir þeirra ógni ekki lífstofni dýranna. Sally Jewell, innanríkisráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti Barack Obama Bandaríkjaforseta frá því í febrúar að hvalveiðar Íslendinga í viðskiptaskyni minnkuðu skilvirkni fyrrnefnds samnings. „Hvalveiðar Íslendinga grafa undan þeirri viðleitni um allan heim að vernda hvali,“ var haft eftir Sally Jewell innanríkisráðherra í tilkynningu frá innanríkisráðuneyti Bandaríkjanna. Við sama tilefni kom fram að Obama myndi ákvarða innan sextíu daga hvaða aðgerðir væru viðeigandi til að bregðast við skilaboðunum úr ráðuneytinu. Samkvæmt bandarískum lögum getur forsetinn sett viðskiptabann á fiskinnflutning frá Íslandi. Aðeins einu sinni hefur verið gripið til slíks banns vegna hvalveiða og þá gegn Japan. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., svaraði fyrirspurn Vísis vegna fyrirhugaðs útflutnings. Hann segir útflutninginn enga nýlundu. „Er við stunduðum hvalveiðar hér á árum áður, komu oft og aftur frystiskip og lestuðu okkar afurðir í Hafnarfirði til Japan." Mest lesið Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Erlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Sjá meira
Hvalveiðifyrirtækið Hvalur hf. hefur staðið fyrir útskipun á langreyðakjöti í skipið ALMA í Hafnarfjarðarhöfn síðustu daga. Skipið heldur til Japan að fermingu lokinni. Í tilkynningu frá Alþjóðadýravelferðarsjóðnum segir að tilraunir Hvals hf. til útflutnings hafi misheppnast í tvígang. Annars vegar hafi kjötfarminum verið snúið við og hins vegar hafi fyrirtækið gert tilraun til að flytja hvalkjötið í gegnum Kanada. Brugðust kanadískir stjórnmálamenn illa við, og olli tilraunin einnig talsverðu uppþoti og óánægju meðal almennings í Kanada. Nú á að flytja kjötið beina leið til Japan. Kassarnir, sem voru fluttir um borð í skipið, voru merktir „Frosið hvalakjöt" á japönsku. Forsvarsmenn Alþjóðadýravelferðarsjóðsins fullyrða að markaðsaðstæður fyrir sölu á hvalkjöti í Japan séu erfiðar. Í raun bendi allt til þess að Hvalur hf. sé aðeins að flytja kjötið úr íslenskum frystikistum í japanskar. Hvalur í útrýmingarhættu Langreyður er á válista yfir dýr í útrýmingarhættu samkvæmt samningi um alþjóðaverslun með tegundir í útrýmingarhættu (CITES). Markmið CITES er að gæta þess að milliríkjaverslun með dýr og afurðir þeirra ógni ekki lífstofni dýranna. Sally Jewell, innanríkisráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti Barack Obama Bandaríkjaforseta frá því í febrúar að hvalveiðar Íslendinga í viðskiptaskyni minnkuðu skilvirkni fyrrnefnds samnings. „Hvalveiðar Íslendinga grafa undan þeirri viðleitni um allan heim að vernda hvali,“ var haft eftir Sally Jewell innanríkisráðherra í tilkynningu frá innanríkisráðuneyti Bandaríkjanna. Við sama tilefni kom fram að Obama myndi ákvarða innan sextíu daga hvaða aðgerðir væru viðeigandi til að bregðast við skilaboðunum úr ráðuneytinu. Samkvæmt bandarískum lögum getur forsetinn sett viðskiptabann á fiskinnflutning frá Íslandi. Aðeins einu sinni hefur verið gripið til slíks banns vegna hvalveiða og þá gegn Japan. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., svaraði fyrirspurn Vísis vegna fyrirhugaðs útflutnings. Hann segir útflutninginn enga nýlundu. „Er við stunduðum hvalveiðar hér á árum áður, komu oft og aftur frystiskip og lestuðu okkar afurðir í Hafnarfirði til Japan."
Mest lesið Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Erlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Sjá meira