Flytja langreyðarkjöt til Japan Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar 20. mars 2014 21:58 Skipið ALMA undirbýr siglingu til Japan. Mynd/Daníel Hvalveiðifyrirtækið Hvalur hf. hefur staðið fyrir útskipun á langreyðakjöti í skipið ALMA í Hafnarfjarðarhöfn síðustu daga. Skipið heldur til Japan að fermingu lokinni. Í tilkynningu frá Alþjóðadýravelferðarsjóðnum segir að tilraunir Hvals hf. til útflutnings hafi misheppnast í tvígang. Annars vegar hafi kjötfarminum verið snúið við og hins vegar hafi fyrirtækið gert tilraun til að flytja hvalkjötið í gegnum Kanada. Brugðust kanadískir stjórnmálamenn illa við, og olli tilraunin einnig talsverðu uppþoti og óánægju meðal almennings í Kanada. Nú á að flytja kjötið beina leið til Japan. Kassarnir, sem voru fluttir um borð í skipið, voru merktir „Frosið hvalakjöt" á japönsku. Forsvarsmenn Alþjóðadýravelferðarsjóðsins fullyrða að markaðsaðstæður fyrir sölu á hvalkjöti í Japan séu erfiðar. Í raun bendi allt til þess að Hvalur hf. sé aðeins að flytja kjötið úr íslenskum frystikistum í japanskar. Hvalur í útrýmingarhættu Langreyður er á válista yfir dýr í útrýmingarhættu samkvæmt samningi um alþjóðaverslun með tegundir í útrýmingarhættu (CITES). Markmið CITES er að gæta þess að milliríkjaverslun með dýr og afurðir þeirra ógni ekki lífstofni dýranna. Sally Jewell, innanríkisráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti Barack Obama Bandaríkjaforseta frá því í febrúar að hvalveiðar Íslendinga í viðskiptaskyni minnkuðu skilvirkni fyrrnefnds samnings. „Hvalveiðar Íslendinga grafa undan þeirri viðleitni um allan heim að vernda hvali,“ var haft eftir Sally Jewell innanríkisráðherra í tilkynningu frá innanríkisráðuneyti Bandaríkjanna. Við sama tilefni kom fram að Obama myndi ákvarða innan sextíu daga hvaða aðgerðir væru viðeigandi til að bregðast við skilaboðunum úr ráðuneytinu. Samkvæmt bandarískum lögum getur forsetinn sett viðskiptabann á fiskinnflutning frá Íslandi. Aðeins einu sinni hefur verið gripið til slíks banns vegna hvalveiða og þá gegn Japan. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., svaraði fyrirspurn Vísis vegna fyrirhugaðs útflutnings. Hann segir útflutninginn enga nýlundu. „Er við stunduðum hvalveiðar hér á árum áður, komu oft og aftur frystiskip og lestuðu okkar afurðir í Hafnarfirði til Japan." Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Hvalveiðifyrirtækið Hvalur hf. hefur staðið fyrir útskipun á langreyðakjöti í skipið ALMA í Hafnarfjarðarhöfn síðustu daga. Skipið heldur til Japan að fermingu lokinni. Í tilkynningu frá Alþjóðadýravelferðarsjóðnum segir að tilraunir Hvals hf. til útflutnings hafi misheppnast í tvígang. Annars vegar hafi kjötfarminum verið snúið við og hins vegar hafi fyrirtækið gert tilraun til að flytja hvalkjötið í gegnum Kanada. Brugðust kanadískir stjórnmálamenn illa við, og olli tilraunin einnig talsverðu uppþoti og óánægju meðal almennings í Kanada. Nú á að flytja kjötið beina leið til Japan. Kassarnir, sem voru fluttir um borð í skipið, voru merktir „Frosið hvalakjöt" á japönsku. Forsvarsmenn Alþjóðadýravelferðarsjóðsins fullyrða að markaðsaðstæður fyrir sölu á hvalkjöti í Japan séu erfiðar. Í raun bendi allt til þess að Hvalur hf. sé aðeins að flytja kjötið úr íslenskum frystikistum í japanskar. Hvalur í útrýmingarhættu Langreyður er á válista yfir dýr í útrýmingarhættu samkvæmt samningi um alþjóðaverslun með tegundir í útrýmingarhættu (CITES). Markmið CITES er að gæta þess að milliríkjaverslun með dýr og afurðir þeirra ógni ekki lífstofni dýranna. Sally Jewell, innanríkisráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti Barack Obama Bandaríkjaforseta frá því í febrúar að hvalveiðar Íslendinga í viðskiptaskyni minnkuðu skilvirkni fyrrnefnds samnings. „Hvalveiðar Íslendinga grafa undan þeirri viðleitni um allan heim að vernda hvali,“ var haft eftir Sally Jewell innanríkisráðherra í tilkynningu frá innanríkisráðuneyti Bandaríkjanna. Við sama tilefni kom fram að Obama myndi ákvarða innan sextíu daga hvaða aðgerðir væru viðeigandi til að bregðast við skilaboðunum úr ráðuneytinu. Samkvæmt bandarískum lögum getur forsetinn sett viðskiptabann á fiskinnflutning frá Íslandi. Aðeins einu sinni hefur verið gripið til slíks banns vegna hvalveiða og þá gegn Japan. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., svaraði fyrirspurn Vísis vegna fyrirhugaðs útflutnings. Hann segir útflutninginn enga nýlundu. „Er við stunduðum hvalveiðar hér á árum áður, komu oft og aftur frystiskip og lestuðu okkar afurðir í Hafnarfirði til Japan."
Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira