Treður upp í sama klúbbi og Robin Williams gerði Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 26. ágúst 2014 09:30 Inga hefur komið fram fimmtán sinnum. mynd/úr einkasafni „Húmor hefur alltaf heillað mig og að mínu mati er hann vanmetið vopn. Það hefur alltaf kitlað mig að prufa þetta sjálfn en það er ekki hægt að segja að ég hafi gert þetta lengi,“ segir Akureyringurinn og viðskiptafræðingurinn Inga Kristjánsdóttir. Hún er 38 ára, þriggja barna móðir sem býr með fjölskyldu sinni í Washington DC í Bandaríkjunum. Hún reynir nú fyrir sér sem uppistandari vestan hafs og hefur upptaka af uppistandi hennar í DC Improv-klúbbnum vakið athygli á YouTube. „Ég byrjaði í uppistandi í júní á þessu ári þegar maðurinn minn gaf mér námskeið hjá DC Improv-klúbbnum á konudaginn en klúbburinn er einn sá virtasti grínklúbbur á þessu svæði. Það er mjög erfitt að komast að þar og ég veit ekki enn hvernig hann fór að þessu. Þar fékk ég frábæra leiðsögn inn í þennan undirheim sem kallast The Comedy Scene og hvernig best sé að setja upp rútínu. Námskeiðið samanstóð af fjórum skiptum og svo alvöru útskrifarsýningu sem var selt inná,“ segir Inga og bætir við að taugarnar hafi látið vita af sér fyrir útskriftarsýninguna. „Þetta er líklega eitt það mest ógnvekjandi sem ég hef nokkurn tímann gert á ævinni og ekki var á það bætandi að gera þetta á öðru tungumáli. En þetta var hrikalega gaman og mikið kikk. Það voru um tvö hundruð manns í salnum og mér þótti óendanlega vænt um stuðninginn frá vinum og ættingjum sem mættu á sýninguna.“ Inga flutti með eiginmanni sínum og börnunum þremur, fjögurra ára, sjö ára og fjórtán ára, til Washington DC í febrúar árið 2012. Eiginmaður hennar vinnur hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum og stefnir fjölskyldan á að dvelja hið ytra í um fjögur ár til viðbótar. Á dögunum fékk hún boð um að taka þátt í heimildarmynd á vegum Comedy Central þar sem fimm upprennandi uppistöndurum er fylgt eftir í leik og starfi. Henni fannst það of mikið skuldbinding og vill taka sér tíma í að rækta listformið. „Ég sá aldrei fyrir mér að ég myndi endilega gera einhvern frama úr þessu heldur var þetta áhugamál. Móðurhlutverkið er að sjálfsögðu mikilvægast eins og stendur og tekur gríðarlega mikla orku og tíma hér þar sem hraðinn er mikill og baklandið lítið sem ekkert. Ég væri svakalega glöð að fá að vaxa í rólegheitum sem uppistandari og verða sterkari, öruggari og semja meira efni. Svo vona ég að þetta verði listform sem ég get fengið að tjá mig með í framtíðinni. Sjáum til hvert þetta leiðir mann,“ segir Inga sem á langt í land, að eigin sögn. „Gullna reglan hér er að þú kemur fram hundrað sinnum áður en þú getur sagst eiga svokallaðar fimm skotheldnar mínútur. Þetta er afar harður skóli og gríðarleg áskorun. Ég er búin að koma fram fimmtán sinnum síðan ég byrjaði þannig að ég er ekki langt komin. Ég hef fengið, að mínu mati, ótrúlega góð viðbrögð þegar ég hef komið fram. Yfirleitt þegar maður situr baksviðs, þar sem uppistandarar sitja grafalvarlegir nagandi á sér neglurnar með pappírssnefla í sveittum lófunum að fara yfir settin sín, lít ég yfir hópinn og geri mig grein fyrir því hvað ég er innilega langt frá því að falla inn í hópinn. Og langt að heiman. Ekki bara er ég alltaf eini útlendingurinn heldur líka eina þriggja barna móðirin,“ segir Inga sem lítur mikið upp til grínista á borð við Jim Carrey, CK Louis, Ricky Gervais og Steve Rannazzissi.Robin Williams.vísir/gettyKom óvænt fram á klúbbnum Margir þekktir grínistar hafa stigið sín fyrstu skref í DC Improv-klúbbnum síðan hann var stofnaður árið 1992, til að mynda Ellen DeGeneres, heimamaðurinn Dave Chappelle, Jay Leno, Jerry Seinfeld og Richard Pryor. Leikarinn sálugi Robin Williams hefur einnig skemmt í klúbbnum en hann kom öllum í opna skjöldu í maí árið 1996 og flutti óvænt uppistand síðla kvölds á staðnum. DC Improv-klúbburinn er afar virtur en samkvæmt nýlegri rannsókn Colorado’s Humor Research Lab er Washington fjórða fyndnasta borgin í Bandaríkjunum, á eftir Chicago, Boston og Atlanta. Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Bíó og sjónvarp Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Sjá meira
„Húmor hefur alltaf heillað mig og að mínu mati er hann vanmetið vopn. Það hefur alltaf kitlað mig að prufa þetta sjálfn en það er ekki hægt að segja að ég hafi gert þetta lengi,“ segir Akureyringurinn og viðskiptafræðingurinn Inga Kristjánsdóttir. Hún er 38 ára, þriggja barna móðir sem býr með fjölskyldu sinni í Washington DC í Bandaríkjunum. Hún reynir nú fyrir sér sem uppistandari vestan hafs og hefur upptaka af uppistandi hennar í DC Improv-klúbbnum vakið athygli á YouTube. „Ég byrjaði í uppistandi í júní á þessu ári þegar maðurinn minn gaf mér námskeið hjá DC Improv-klúbbnum á konudaginn en klúbburinn er einn sá virtasti grínklúbbur á þessu svæði. Það er mjög erfitt að komast að þar og ég veit ekki enn hvernig hann fór að þessu. Þar fékk ég frábæra leiðsögn inn í þennan undirheim sem kallast The Comedy Scene og hvernig best sé að setja upp rútínu. Námskeiðið samanstóð af fjórum skiptum og svo alvöru útskrifarsýningu sem var selt inná,“ segir Inga og bætir við að taugarnar hafi látið vita af sér fyrir útskriftarsýninguna. „Þetta er líklega eitt það mest ógnvekjandi sem ég hef nokkurn tímann gert á ævinni og ekki var á það bætandi að gera þetta á öðru tungumáli. En þetta var hrikalega gaman og mikið kikk. Það voru um tvö hundruð manns í salnum og mér þótti óendanlega vænt um stuðninginn frá vinum og ættingjum sem mættu á sýninguna.“ Inga flutti með eiginmanni sínum og börnunum þremur, fjögurra ára, sjö ára og fjórtán ára, til Washington DC í febrúar árið 2012. Eiginmaður hennar vinnur hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum og stefnir fjölskyldan á að dvelja hið ytra í um fjögur ár til viðbótar. Á dögunum fékk hún boð um að taka þátt í heimildarmynd á vegum Comedy Central þar sem fimm upprennandi uppistöndurum er fylgt eftir í leik og starfi. Henni fannst það of mikið skuldbinding og vill taka sér tíma í að rækta listformið. „Ég sá aldrei fyrir mér að ég myndi endilega gera einhvern frama úr þessu heldur var þetta áhugamál. Móðurhlutverkið er að sjálfsögðu mikilvægast eins og stendur og tekur gríðarlega mikla orku og tíma hér þar sem hraðinn er mikill og baklandið lítið sem ekkert. Ég væri svakalega glöð að fá að vaxa í rólegheitum sem uppistandari og verða sterkari, öruggari og semja meira efni. Svo vona ég að þetta verði listform sem ég get fengið að tjá mig með í framtíðinni. Sjáum til hvert þetta leiðir mann,“ segir Inga sem á langt í land, að eigin sögn. „Gullna reglan hér er að þú kemur fram hundrað sinnum áður en þú getur sagst eiga svokallaðar fimm skotheldnar mínútur. Þetta er afar harður skóli og gríðarleg áskorun. Ég er búin að koma fram fimmtán sinnum síðan ég byrjaði þannig að ég er ekki langt komin. Ég hef fengið, að mínu mati, ótrúlega góð viðbrögð þegar ég hef komið fram. Yfirleitt þegar maður situr baksviðs, þar sem uppistandarar sitja grafalvarlegir nagandi á sér neglurnar með pappírssnefla í sveittum lófunum að fara yfir settin sín, lít ég yfir hópinn og geri mig grein fyrir því hvað ég er innilega langt frá því að falla inn í hópinn. Og langt að heiman. Ekki bara er ég alltaf eini útlendingurinn heldur líka eina þriggja barna móðirin,“ segir Inga sem lítur mikið upp til grínista á borð við Jim Carrey, CK Louis, Ricky Gervais og Steve Rannazzissi.Robin Williams.vísir/gettyKom óvænt fram á klúbbnum Margir þekktir grínistar hafa stigið sín fyrstu skref í DC Improv-klúbbnum síðan hann var stofnaður árið 1992, til að mynda Ellen DeGeneres, heimamaðurinn Dave Chappelle, Jay Leno, Jerry Seinfeld og Richard Pryor. Leikarinn sálugi Robin Williams hefur einnig skemmt í klúbbnum en hann kom öllum í opna skjöldu í maí árið 1996 og flutti óvænt uppistand síðla kvölds á staðnum. DC Improv-klúbburinn er afar virtur en samkvæmt nýlegri rannsókn Colorado’s Humor Research Lab er Washington fjórða fyndnasta borgin í Bandaríkjunum, á eftir Chicago, Boston og Atlanta.
Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Bíó og sjónvarp Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Sjá meira