Innlent

Tvö strik geta þýtt krabbamein í eistum

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Vissar tegundir krabbameins í eistum gefa frá sér efnið HCG sem mælist á  þungunarprófum.
Vissar tegundir krabbameins í eistum gefa frá sér efnið HCG sem mælist á þungunarprófum. mynd/365
Komi tvær línur þegar karlmenn pissa á þungunarpróf er mjög líklegt að þeir séu krabbamein í eistum. Vissar tegundir krabbameins í eistum gefa frá sér efnið HCG sem mælist á slíkum prófum.

HCG er sama efni og myndast hjá konum í fylgjunni þannig að þungunarpróf verður jákvætt séu þær þungaðar.

„Almennt er karlmönnum ekki ráðlagt að kaupa slík próf og pissa á þau. Það er einfaldara og ódýrara að þreifa á sér eistun,“ segir Eiríkur Orri Guðmundsson, læknir og sérfræðingur í þvagfæraskurðlækningum.

Þar fyrir utan geti menn aldrei verið öryggir þó það komi bara eitt strik enda séu ekki öll krabbamein í eistum sem gefi endið HCG frá sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×