Innlent

Myndband af brunanum við Hafravatn

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu barðist í morgun við eld í sumarbústað við Elliðakotsafleggjara rétt austan við Gunnarshólma við Suðurlandsveg.

Þegar liðið kom á vettvang logaði glatt í öllum bústaðnum þannig að ekki var viðlit að senda reykkafara inn í hann til að leita að fólki, en brátt fréttist að bústaðurinn hafi verið mannlaus.

Þegar ljóst var að bústaðruinn væri orðinn ónýtur, var ákveðið að láta hann brenna til kaldra kola  frekar enn á láta rústir standa uppi.

Myndband af brunanum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×