"Ég er spenntur að vera kominn til baka eftir rúmt ár í burtu. Ég hef verið heill heilsu núna í nokkra mánuði þannig að ég er ánægður," sagði Gunnar í viðtali hjá Severe MMA.
"Ég veit um menn sem hafa meiðst en halda að þeir séu búnir að ná sér af því þeir eru í góðu formi. Ég vildi gefa mér aukatíma til þess að slaka á vöðvunum og ná mér. Hnéð á mér er mjög gott eftir það og ég er sáttur að hafa hvílt mig vel."
Áður en Gunnar meiddist átti hann að keppa í Bandaríkjunum en einhver bið verður á því að hann keppi þar.
"Ég vil endilega berjast í Las Vegas og ég veit að það mun gerast fljótlega. Það er fínt að berjast í London og auðveldara flug líka fyrir mig. Hér á ég marga aðdáendur sem ég kann að meta. Það er alltaf gott að koma hingað."
Gunnar segist alltaf stefna að því að klára andstæðinginn í keppni.
"Þið munuð sjá betri Gunnar Nelson um helgina en þið hafið séð áður," sagði okkar maður kokhraustur.
Viðtalið við Gunnar má sjá í heild hér að neðan.