Innlent

Ekki mikið magn af loðnu við Vestfirði

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Anton
Miðað við fyrstu tolur á loðna á Vestfjarðarmiðum er ekki um verulegt magn að ræða. Þetta kemur fram á vef Hafrannsóknastofnunnar.

Undanfarna daga hafa loðnuskip verið við veiðar á svæðinu og Árni Friðriksson, skip Hafró, var á svæðinu við botnfiskmælingar og kannaði magn loðnu í leiðinni.

Mælingar Hafrannsóknastofnunar á veiðistofninum s.l. haust og tillögur leiddu til þess að gefið var út 160 þús. tonna aflamark fyrir yfirstandandi vertíð. Hvorki mælingar stofnunarinnar í febrúar né ofangreindar mælingar á Vestfjarðarmiðum síðastliðinn sólarhring gefa tilefni til að breyta þeirri ákvörðun, samkvæmt frétt Hafró.


Tengdar fréttir

Loðnuskipin með fullfermi

Góð loðnuveiði var úr ný fundinni vesturgöngunni út af Ísafjarðardjúpi í gær og eru nokkur skip á landleið með fullfermi , en önnur bíða birtingar til að geta fyllt sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×