Stefnir í stórátök á Alþingi Jakob Bjarnar skrifar 6. mars 2014 16:26 Ríkisstjórnin hefur ekki virt samkomulag um að boða til sáttafundar með formönnum flokkanna. Í síðustu viku var allt í hnút á Alþingi, gríðarleg átök vegna þingsályktunartillögu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra þess efnis að slíta beri umsvifalaust viðræðum við Evrópusambandið. Að endingu var samið um vopnahlé, undir forystu forseta Alþingis, Einars K. Guðfinnssonar, milli formanna þingflokkanna. Niðurstaðan var sú að Gunnar Bragi fengi að flytja ályktun sína og stjórnarandstaðan gerði ekki mikinn ágreining um það – fyrstu umræðu um málið hófst, henni var þá frestað og nefndavika tók við.Bólar ekki á fundarboði Í samkomulaginu fólst að formenn flokka kæmu saman til að reyna að ná einhverri sátt í þessu mikla hitamáli. Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, segir það hafa verið sinn skilning. En ekkert bólar hins vegar á fundarboði frá forsætisráðherra. „Þessi var minn skilningur. Þetta var ekki niðurneglt eða undirskrifað en það var talað um að flokkarnir myndu hittast,“ segir Guðmundur. Af slíkum fundi verður ekki. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráherra er floginn til Kanada og kemur ekki aftur fyrr en á laugardag. Guðmundur segir að það líklegt sé að umræða muni um þingsályktunartillöguna muni halda áfram, og það án þess að nokkur sátt sé í sjónmáli. „Sú umræða mun væntanlega taka langan tíma. Þetta er stórt mál og ekki mikil sátt um það. Þannig að, þetta er mikill ósveigjanleiki að vilja ekki ræða málin við okkur.“Engin sátt í boði Guðmundur Steingrímsson segir lítið frumkvæði koma frá Sigmundi Davíð er varðar allt sem lýtur að friði um mál og sátt. „Menn verða náttúrlega að sýna einhvern lit í því. Fjölmargir hafa bent á, meðal annarra við í Bjartri framtíð, um að það megi finna farveg og sátt sem gæti verið í samræmi við stjórnarsáttmálann.“ En, allt kemur fyrir ekki. „Ég veit ekki hvort eitthvað hefur farið fram milli stjórnarflokkanna um þetta. Mér virðist ráðaleysi í ríkisstjórninni um þetta mál. Á hverjum degi kemur einhver ný ástæða um að rétt sé að slíta viðræðum og fara ekki í þjóðaratkvæðagreiðslu. Undantekningarlaust er það hrakið; rökþrot einkennir þetta mál. Ef ég væri þeir myndi ég reyna að landa þessu máli í sátt og samlyndi. Að því marki sem það er hægt.“Stefnir í langa og mikla umræðu Ómögulegt er að segja til um hversu lengi umræðan um þingsályktunartillöguna stendur. Guðmundur segir þetta risastórt mál og það hljóti menn að vilja ræða út frá öllum sjónarhornum. „Það liggur í augum uppi. Við munum vera málefnaleg, að sjálfsögðu, en það er núna eða aldrei, í nánustu framtíð að tala um Evrópumálin, ef þeir ætla virkilega að slíta þessu. Þingstörf gætu orðið erfið ef þeir ætla að koma með umfangsmikil mál önnur. Allur ósveigjanleiki er mikil tímaeyðsla. Sorglegt að menn kjósi ekki sáttaleiðina.“ Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Fleiri fréttir Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Sjá meira
Í síðustu viku var allt í hnút á Alþingi, gríðarleg átök vegna þingsályktunartillögu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra þess efnis að slíta beri umsvifalaust viðræðum við Evrópusambandið. Að endingu var samið um vopnahlé, undir forystu forseta Alþingis, Einars K. Guðfinnssonar, milli formanna þingflokkanna. Niðurstaðan var sú að Gunnar Bragi fengi að flytja ályktun sína og stjórnarandstaðan gerði ekki mikinn ágreining um það – fyrstu umræðu um málið hófst, henni var þá frestað og nefndavika tók við.Bólar ekki á fundarboði Í samkomulaginu fólst að formenn flokka kæmu saman til að reyna að ná einhverri sátt í þessu mikla hitamáli. Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, segir það hafa verið sinn skilning. En ekkert bólar hins vegar á fundarboði frá forsætisráðherra. „Þessi var minn skilningur. Þetta var ekki niðurneglt eða undirskrifað en það var talað um að flokkarnir myndu hittast,“ segir Guðmundur. Af slíkum fundi verður ekki. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráherra er floginn til Kanada og kemur ekki aftur fyrr en á laugardag. Guðmundur segir að það líklegt sé að umræða muni um þingsályktunartillöguna muni halda áfram, og það án þess að nokkur sátt sé í sjónmáli. „Sú umræða mun væntanlega taka langan tíma. Þetta er stórt mál og ekki mikil sátt um það. Þannig að, þetta er mikill ósveigjanleiki að vilja ekki ræða málin við okkur.“Engin sátt í boði Guðmundur Steingrímsson segir lítið frumkvæði koma frá Sigmundi Davíð er varðar allt sem lýtur að friði um mál og sátt. „Menn verða náttúrlega að sýna einhvern lit í því. Fjölmargir hafa bent á, meðal annarra við í Bjartri framtíð, um að það megi finna farveg og sátt sem gæti verið í samræmi við stjórnarsáttmálann.“ En, allt kemur fyrir ekki. „Ég veit ekki hvort eitthvað hefur farið fram milli stjórnarflokkanna um þetta. Mér virðist ráðaleysi í ríkisstjórninni um þetta mál. Á hverjum degi kemur einhver ný ástæða um að rétt sé að slíta viðræðum og fara ekki í þjóðaratkvæðagreiðslu. Undantekningarlaust er það hrakið; rökþrot einkennir þetta mál. Ef ég væri þeir myndi ég reyna að landa þessu máli í sátt og samlyndi. Að því marki sem það er hægt.“Stefnir í langa og mikla umræðu Ómögulegt er að segja til um hversu lengi umræðan um þingsályktunartillöguna stendur. Guðmundur segir þetta risastórt mál og það hljóti menn að vilja ræða út frá öllum sjónarhornum. „Það liggur í augum uppi. Við munum vera málefnaleg, að sjálfsögðu, en það er núna eða aldrei, í nánustu framtíð að tala um Evrópumálin, ef þeir ætla virkilega að slíta þessu. Þingstörf gætu orðið erfið ef þeir ætla að koma með umfangsmikil mál önnur. Allur ósveigjanleiki er mikil tímaeyðsla. Sorglegt að menn kjósi ekki sáttaleiðina.“
Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Fleiri fréttir Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Sjá meira