„Við erum að keppa á móti Robert Downey Jr. og fleiri töffurum“ Baldvin Þormóðsson skrifar 19. ágúst 2014 16:37 Baldvin Zophoníasson er búinn að vera að springa síðan hann frétti að myndin yrði sýnd í Toronto. vísir/arnþór „Ég var svo glaður í hjartanu þegar ég frétti þetta. Ég er búinn að vera springa síðan,“ segir leikstjórinn Baldvin Zophoníasson en mynd hans Vonarstræti hefur verið valin til sýningar á Toronto International Film Festival þar sem hún mun keppa til verðlauna í tveimur flokkum. Myndin mun keppa til aðalverðlauna hátíðarinnar og einnig svonefndra Discovery verðlauna sem er flokkur upprennandi leikstjóra og segir kvikmyndaspekúlöntum hvaða leikstjórum þeir eigi að fylgjast með á komandi árum og því mikill heiður fyrir Baldvin að vera í þeim flokki.„Við erum að keppa þarna á móti Robert Downey Jr. og fleiri töffurum,“ segir Baldvin en hefur hann von á að myndin muni sigra í sínum flokki?„Mér er alveg sama,“ segir Baldvin hlæjandi. „Ég er bara kominn þangað og mér finnst það geðveikt, við erum öll að fara sem stóðum að myndinni og ég ætla bara að hafa ótrúlega gaman af þessu.“Nóg eftir á dagskránni Leikstjórinn er staddur í Noregi þessa dagana að kynna myndina á markaðssýningu þar en það eru nóg af ferðalögum á dagskránni.„Nú á næsta mánuði er ég síðan að fara til Zürich, Toronto og Þýskalands,“ segir Baldvin en fær hann engan tíma til þess að slappa af á milli kvikmyndahátíða?„Jú, ég fer í viku til Spánar með fjölskyldunni, það verður svona sumarfríið,“ segir leikstjórinn og hlær. Aðspurður hvort að það séu engin fleiri verkefni á döfinni hjá leikstjóranum segir hann það vera nóg að gera.„Ég er með tvær sjónvarpsseríur í bígerð í haust og síðan erum við Biggi nýbúnir að klára handritið fyrir næstu mynd,“ segir Baldvin en þá vísar hann til Birgis Arnar Steinarssonar, einnig þekktur sem Biggi í Maus, en þeir félagar skrifuðu handritið að Vonarstræti. Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira
„Ég var svo glaður í hjartanu þegar ég frétti þetta. Ég er búinn að vera springa síðan,“ segir leikstjórinn Baldvin Zophoníasson en mynd hans Vonarstræti hefur verið valin til sýningar á Toronto International Film Festival þar sem hún mun keppa til verðlauna í tveimur flokkum. Myndin mun keppa til aðalverðlauna hátíðarinnar og einnig svonefndra Discovery verðlauna sem er flokkur upprennandi leikstjóra og segir kvikmyndaspekúlöntum hvaða leikstjórum þeir eigi að fylgjast með á komandi árum og því mikill heiður fyrir Baldvin að vera í þeim flokki.„Við erum að keppa þarna á móti Robert Downey Jr. og fleiri töffurum,“ segir Baldvin en hefur hann von á að myndin muni sigra í sínum flokki?„Mér er alveg sama,“ segir Baldvin hlæjandi. „Ég er bara kominn þangað og mér finnst það geðveikt, við erum öll að fara sem stóðum að myndinni og ég ætla bara að hafa ótrúlega gaman af þessu.“Nóg eftir á dagskránni Leikstjórinn er staddur í Noregi þessa dagana að kynna myndina á markaðssýningu þar en það eru nóg af ferðalögum á dagskránni.„Nú á næsta mánuði er ég síðan að fara til Zürich, Toronto og Þýskalands,“ segir Baldvin en fær hann engan tíma til þess að slappa af á milli kvikmyndahátíða?„Jú, ég fer í viku til Spánar með fjölskyldunni, það verður svona sumarfríið,“ segir leikstjórinn og hlær. Aðspurður hvort að það séu engin fleiri verkefni á döfinni hjá leikstjóranum segir hann það vera nóg að gera.„Ég er með tvær sjónvarpsseríur í bígerð í haust og síðan erum við Biggi nýbúnir að klára handritið fyrir næstu mynd,“ segir Baldvin en þá vísar hann til Birgis Arnar Steinarssonar, einnig þekktur sem Biggi í Maus, en þeir félagar skrifuðu handritið að Vonarstræti.
Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira