Evrópumeistarinn Helgi: Þetta er eins og í lygasögu Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. ágúst 2014 19:42 Helgi Sveinsson (t.h.) fagnar Evrópumeistaratitlinum í Swansea í kvöld. mynd/ífsport.is „Þetta er bara draumi líkast - alveg ótrúleg tilfinning,“ sagði HelgiSveinsson nýbakaður Evrópumeistari fatlaðra (T42) í spjótkasti við Vísi í kvöld. Helgi, sem varð fimmti á ÓL 2012 og heimsmeistari í Lyon fyrra, bætti Evrópumeistaratitlinum í safnið í kvöld þegar hann kastaði lengst 50,74 metra á EM fatlaðra í Swansea. „Þetta er sykursætur dagur því þó köstin voru þetta löng var ég var ekki nógu ánægður með þau. Ég var ekki að hitta í gegnum punktinn og atrenuna eins og ég hefði viljað. Hefði mér tekist það hefði ég getað slett spjótinu enn lengra. En miðað hvernig þetta var gæti ég ekki verið ánægðari,“ sagði Helgi. Norðmaðurinn Runar Steinstad var sá eini sem veitti Helga samkeppni, en hann var þó langt frá því að skáka okkar manni. Steinstad kastaði lengst 47,18 metra og þurfti að éta ofan í sig orð sem hann hafði látið falla í garð Helga. „Hann var búinn að vinna í miklum sálfræðihernaði og vera að koma skilaboðum áleiðis til mín í gegnum annað fólk og hópinn okkar,“ sagði Helgi við Vísi. „Hann mætti ekki á opnunarhátíðina og ég sagði honum að hann væri orðinn of gamall. Þá kom hann skilaboðum áleiðis til mín um hversu gaman það yrði þegar gamli maðurinn, sem sagt hann, myndi vinna mig. Svo lét hann annan keppanda bera þau skilaboð til mín í Berlín fyrr í sumar að hann myndi vinna mig á EM. Þetta er bara heilbrigð samkeppni og gaman að þessu.“ Síðustu þrjú sumur hafa verið mögnuð fyrir Helga sem hóf ekki að æfa spjótkast fyrr en fyrir nokkrum árum. Fimmta sæti á ÓL 2012 og nú heims- og Evrópumeistari. „Ég veit ekki hvað ég á að segja. Þetta er eins og í lygasögu. Þetta er bara með ólíkindum,“ sagði Helgi glaðbeittur. „Maður er bara í spennufalli núna. Ég er búinn að æfa og æfa fyrir þetta mót og svo þegar maður nær markmiðinu er maður bara í sjokki. Ég þarf aðeins að láta rykið falla og þakka svo þeim sem hafa hjálpað mér á þennan stað. Ég gæti ekki verið þakklátari fyrir allan þann stuðning sem ég hef fengið,“ sagði Helgi Sveinsson, heims- og Evrópumeistari fatlaðra í spjótkasti. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Helgi Evrópumeistari í spjótkasti Er nú ríkjandi heims- og Evrópumeistari eftir sigur á HM í Lyon síðasta sumar. 19. ágúst 2014 15:43 Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Í beinni: Afturelding - KA | Langt frá síðasta sigri Mosfellinga Í beinni: Newcastle - Arsenal | Skytturnar mæta á St James' Park Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Rut barnshafandi Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum „Þetta er klárlega staðurinn sem að Keflavík á alltaf að vera á“ „Við fórum hina erfiðari leiðina og hún var eiginlega bara sætari ef eitthvað er“ Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Sjá meira
„Þetta er bara draumi líkast - alveg ótrúleg tilfinning,“ sagði HelgiSveinsson nýbakaður Evrópumeistari fatlaðra (T42) í spjótkasti við Vísi í kvöld. Helgi, sem varð fimmti á ÓL 2012 og heimsmeistari í Lyon fyrra, bætti Evrópumeistaratitlinum í safnið í kvöld þegar hann kastaði lengst 50,74 metra á EM fatlaðra í Swansea. „Þetta er sykursætur dagur því þó köstin voru þetta löng var ég var ekki nógu ánægður með þau. Ég var ekki að hitta í gegnum punktinn og atrenuna eins og ég hefði viljað. Hefði mér tekist það hefði ég getað slett spjótinu enn lengra. En miðað hvernig þetta var gæti ég ekki verið ánægðari,“ sagði Helgi. Norðmaðurinn Runar Steinstad var sá eini sem veitti Helga samkeppni, en hann var þó langt frá því að skáka okkar manni. Steinstad kastaði lengst 47,18 metra og þurfti að éta ofan í sig orð sem hann hafði látið falla í garð Helga. „Hann var búinn að vinna í miklum sálfræðihernaði og vera að koma skilaboðum áleiðis til mín í gegnum annað fólk og hópinn okkar,“ sagði Helgi við Vísi. „Hann mætti ekki á opnunarhátíðina og ég sagði honum að hann væri orðinn of gamall. Þá kom hann skilaboðum áleiðis til mín um hversu gaman það yrði þegar gamli maðurinn, sem sagt hann, myndi vinna mig. Svo lét hann annan keppanda bera þau skilaboð til mín í Berlín fyrr í sumar að hann myndi vinna mig á EM. Þetta er bara heilbrigð samkeppni og gaman að þessu.“ Síðustu þrjú sumur hafa verið mögnuð fyrir Helga sem hóf ekki að æfa spjótkast fyrr en fyrir nokkrum árum. Fimmta sæti á ÓL 2012 og nú heims- og Evrópumeistari. „Ég veit ekki hvað ég á að segja. Þetta er eins og í lygasögu. Þetta er bara með ólíkindum,“ sagði Helgi glaðbeittur. „Maður er bara í spennufalli núna. Ég er búinn að æfa og æfa fyrir þetta mót og svo þegar maður nær markmiðinu er maður bara í sjokki. Ég þarf aðeins að láta rykið falla og þakka svo þeim sem hafa hjálpað mér á þennan stað. Ég gæti ekki verið þakklátari fyrir allan þann stuðning sem ég hef fengið,“ sagði Helgi Sveinsson, heims- og Evrópumeistari fatlaðra í spjótkasti.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Helgi Evrópumeistari í spjótkasti Er nú ríkjandi heims- og Evrópumeistari eftir sigur á HM í Lyon síðasta sumar. 19. ágúst 2014 15:43 Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Í beinni: Afturelding - KA | Langt frá síðasta sigri Mosfellinga Í beinni: Newcastle - Arsenal | Skytturnar mæta á St James' Park Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Rut barnshafandi Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum „Þetta er klárlega staðurinn sem að Keflavík á alltaf að vera á“ „Við fórum hina erfiðari leiðina og hún var eiginlega bara sætari ef eitthvað er“ Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Sjá meira
Helgi Evrópumeistari í spjótkasti Er nú ríkjandi heims- og Evrópumeistari eftir sigur á HM í Lyon síðasta sumar. 19. ágúst 2014 15:43