Innlent

Tuttugu þurftu að gista um borð í Baldri í nótt

Vísir/Óskar P. Friðriksson
Umþaðbil tuttugu farþegar gistu um borð í Breiðafjarðarferjunni Baldri við bryggju á Brjánslæk í nótt, þar sem vegir í grennndinni voru orðnir ófærir þegar skipið kom til Brjánslækjar í gærkvöldi.

Annar eins fjöldi farþega gisti í bændagistingu í grenndinni og er nú lagður af stað vestur.

Að sögn Unnars Valby Gunnarssonar skipstjóra á Baldri hóf Vegagerðin mokstur upp úr klukkan sex, en þá var óveðrið á þessum slóðum farið að ganga niður.

Baldur átti  að taka 40 tonn af ferskum laxi og 80 tonn af þorski um borð í gærkvöldi til útflutnings með flugi eða með Norrænu og er sú áætlun gengin úr skorðum. Baldur er nú lagður af stað til Stykkishólms.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×