Innlent

Gunnar Axel leiðir lista Samfylkingarinnar í Hafnafirði

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gunnar Axel Axelsson, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar.
Gunnar Axel Axelsson, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar. mynd/aðsend
Framboðslisti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði var samþykktur einróma á fjölmennum félagsfundi Samfylkingarinnar í gærkvöldi.

Mikil endurnýjun er á frambjóðendum, og margir nýir liðsmenn komið til liðs við Samfylkinguna en þrír af fimm núverandi bæjarfulltrúum flokksins gefa ekki kost á sér til endurkjörs.  

Nýr oddviti flokksins er Gunnar Axel Axelsson, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar, en hann sigraði í flokksvali Samfylkingarinnar sem haldið var um miðjan febrúar síðastliðin. 

Framboðslistinn er skipaður mörgu ungu fólki, en 6 af frambjóðendum eru undir 35 ára aldri og þar af þrír undir tvítugu.

Framboðslistinn er þannig skipaður:

1.    Gunnar Axel Axelsson

2.    Margrét Gauja Magnúsdóttir

3.    Adda María Jóhannsdóttir

4.    Ófeigur Friðriksson

5.    Eyrún Ósk Jónsdóttir

6.    Friðþjófur Helgi Karlsson

7.    Eva Lín Vilhjálmsdóttir

8.    Gylfi Ingvarsson

9.    Gunnar Þór Sigurjónsson

10.    Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir

11.    Aron Kristjánsson

12.    Hafdís I. Hinriksdóttir

13.    Ægir Örn Sigurgeirsson

14.    Sr. Bára Friðriksdóttir

15.    Dagbjört Rún Guðmundsdóttir

16.    Algirdas Slapikas

17.    Kristín G. Gunnbjörnsdóttur

18.    Óskar Steinn Ómarsson

19.    Jóhanna Axelsdóttir

20.    Eyjólfur Sæmundsson

21.    Sigríður Björk Jónsdóttir

22.    Lúðvík Geirsson




Fleiri fréttir

Sjá meira


×