Innlent

Æfingaeldflaug í veiðarfæri skips

Stefán Árni Pálsson skrifar
Skipið var staðsett um 40 sjómílur VNV af Reykjanesi.
Skipið var staðsett um 40 sjómílur VNV af Reykjanesi. mynd/vefur Landhelgisgæslunnar
Línuskipið Valdimar hafði í gær samband við Landhelgisgæsluna vegna torkennilegs hlutar sem kom í veiðarfæri skipsins þegar það var staðsett um 40 sjómílur VNV af Reykjanesi en þetta kemur fram í frétt á vef Landhelgisgæslunnar.

Ekki var mögulegt fyrir skipið að senda mynd af hlutnum en af lýsingu að dæma var talið að hluturinn væri æfingaeldflaug.

Skipið var á leið til hafnar og þegar þangað kom fóru sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar um borð og staðfestu að um æfingaeldflaug væri að ræða. Slíkir hlutir eru að jafnaði hættulausir en þó er púður í mótornum sem myndar reyk þegar eldflaugin hittir í mark.

Æfingaeldflaugar eru ekki með sprengiefni. Í þessu tilfelli hafði flugin ekki hitt í mark og var hún ósprungin. Var hún opnuð til að tryggja að enginn hætta yrði á ferðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×