Fótbolti

Schöne afgreiddi Heerenveen

Lasse Schöne fagnar.
Lasse Schöne fagnar. vísir/getty
Það voru engin íslensk mörk í leik Ajax og Heerenveen í dag. Það var Dani sem sá um alla markaskorun í þessum leik.

Lasse Schöne skoraði nefnilega þrennu fyrir Ajax í 3-0 sigri. Fyrstu tvö mörkin komu úr vítum.

Alfreð Finnbogason lék allan leikinn fyrir Heerenveen en Kolbeinn Sigþórsson lék síðustu átján mínútur leiksins fyrir Ajax.

Ajax er með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar en Heerenveen er í sjötta sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×