Þjóðin ákveði hvort slíta á ESB viðræðum Heimir Már Pétursson skrifar 14. mars 2014 18:39 Fjármálaráðherra segir hugsanlegt að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um að draga aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka. Ef þjóðin felldi þá tillögu væri staðan gagnvart Evrópusambandinu óbreytt frá því sem nú er. Bjarni Benediktsson sagði í umræðum á Alþingi í gærkvöldi að það væri ekki skynsamlegt að þjóðin greiddi atkvæði um það að halda aðildarviðræðunum áfram. En hann opnaði fyrir annars konar þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Til greina komi að setja tillögu utanríkisráðherra um slit aðildarviðræðna í þjóðaratkvæðagreiðslu.Er það þá orðin stefna Sjálfstæðisflokksins?„Það sem ég tók fram í þinginu í gær er það sama og ég hef verið að nefna að undanförnu, að ég tel að við eigum aðeins að staldra við og hlusta eftir þessari kröfu. Afstaða ríkisstjórnarinnar er hins vegar alveg óbreytt, beggja stjórnarflokka, að það sé rétt á þessum tímapunkti að draga umsóknina til baka,“ segir Bjarni. Nú sé tillaga utanríkisráðherra sem og tillögur Vinstri grænna og Pírata í málinu komnar til utanríkismálanefndar og ágæt samstaða um að fara yfir allar hugmyndir í þessum efnum. „Ég hef viljað gera skýran greinarmun á tvennu. Það er hvort þessi tillaga færi mögulega á endanum eftir afgreiðslu þingsins til þjóðarinnar í atkvæðagreiðslu og síðan atkvæðagreiðslu um eitthvað allt annað. Það finnst mér ekki koma til greina, t.d. að menn fari að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um að fara í aðildarviðræður,“ segir formaður Sjálfstæðisflokksins. Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna vildu meina í umræðum á Alþingi í gærkvöldi og nótt að þessi afstaða Bjarna markaði eftirgjöf af hans hálfu, enda segir Bjarni að það hafi komið honum á óvart hversu víðtæk krafa væri um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna.En ef tillaga utanríkisráðherra færi í þjóðaratkvæðagreiðslu og yrði felld, hver er staðan þá?„Þá værum við í sjálfu sér með óbreytta stöðu. Viðræðuferlið var stöðvað af fyrri ríkisstjórn og það væri þá allt óbreytt. Þannig myndi ég líta á það,“ segir Bjarni Benediktsson. Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira
Fjármálaráðherra segir hugsanlegt að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um að draga aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka. Ef þjóðin felldi þá tillögu væri staðan gagnvart Evrópusambandinu óbreytt frá því sem nú er. Bjarni Benediktsson sagði í umræðum á Alþingi í gærkvöldi að það væri ekki skynsamlegt að þjóðin greiddi atkvæði um það að halda aðildarviðræðunum áfram. En hann opnaði fyrir annars konar þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Til greina komi að setja tillögu utanríkisráðherra um slit aðildarviðræðna í þjóðaratkvæðagreiðslu.Er það þá orðin stefna Sjálfstæðisflokksins?„Það sem ég tók fram í þinginu í gær er það sama og ég hef verið að nefna að undanförnu, að ég tel að við eigum aðeins að staldra við og hlusta eftir þessari kröfu. Afstaða ríkisstjórnarinnar er hins vegar alveg óbreytt, beggja stjórnarflokka, að það sé rétt á þessum tímapunkti að draga umsóknina til baka,“ segir Bjarni. Nú sé tillaga utanríkisráðherra sem og tillögur Vinstri grænna og Pírata í málinu komnar til utanríkismálanefndar og ágæt samstaða um að fara yfir allar hugmyndir í þessum efnum. „Ég hef viljað gera skýran greinarmun á tvennu. Það er hvort þessi tillaga færi mögulega á endanum eftir afgreiðslu þingsins til þjóðarinnar í atkvæðagreiðslu og síðan atkvæðagreiðslu um eitthvað allt annað. Það finnst mér ekki koma til greina, t.d. að menn fari að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um að fara í aðildarviðræður,“ segir formaður Sjálfstæðisflokksins. Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna vildu meina í umræðum á Alþingi í gærkvöldi og nótt að þessi afstaða Bjarna markaði eftirgjöf af hans hálfu, enda segir Bjarni að það hafi komið honum á óvart hversu víðtæk krafa væri um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna.En ef tillaga utanríkisráðherra færi í þjóðaratkvæðagreiðslu og yrði felld, hver er staðan þá?„Þá værum við í sjálfu sér með óbreytta stöðu. Viðræðuferlið var stöðvað af fyrri ríkisstjórn og það væri þá allt óbreytt. Þannig myndi ég líta á það,“ segir Bjarni Benediktsson.
Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira